Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2021 20:03 Jóhannes við störf sem meðhöndlari. Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár fyrir helgi. Dómurinn hefur verið nú birtur á vef Landsréttar. Jóhannes er þekktur nuddari og höfðu konurnar allar leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun hjá honum í samræmi við þá kvilla. Í dómi Landsréttar segir að í ljósi þessa hafi konurnar verið í viðkvæmri stöðu, þær hafi borið trausts til hans í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum. Jóhannes hafði haft konurnar til meðferðar hjá sér og byggt upp traust þegar hann braut á þeim. Höfðu þær allar verið fákæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt héraðsdómi braut hann traustið sem konurnar báru til hans þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurra tenginga við stoðkerfismeðhöndlunina sem þær þurftu á að halda. Sérfræðingur í sjúkraþjálfun var meðdómsmaður Í dómi Landsréttar er meðal annars vikið að ósamræmi í lýsingu Jóhannesar á þeirri meðferð sem ein konan fékk hjá honum í síðasta meðferðartímanum, annars vegar í skýrslu hans hjá lögreglu og hins vegar við skýrslugjöf í héraðsdómi. Kemur fram í dómi Landsréttar að ólíklegt sé að meðferðirnar sem hann lýsti í því tilviki hafi verið til þess fallnar að bæta úr meini konunnar sem að sögn Jóhannesar fólst í læsingum í spjaldhryggjarlið. Í Landsrétti sat meðal annnars sérfróður meðdómsmaður, dr. Þorgerður Sigurðardóttur, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Er dómurinn harðorður í garð Jóhannesar. „Um var að ræða alvarleg brot gagnvart brotaþolum sem framinvoruí skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til ákærða í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.Konurnar voru í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. Af atvikum má ráða að vilji ákærða til að brjóta gegn konunumhafi verið sterkur og einbeittur.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár fyrir helgi. Dómurinn hefur verið nú birtur á vef Landsréttar. Jóhannes er þekktur nuddari og höfðu konurnar allar leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun hjá honum í samræmi við þá kvilla. Í dómi Landsréttar segir að í ljósi þessa hafi konurnar verið í viðkvæmri stöðu, þær hafi borið trausts til hans í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum. Jóhannes hafði haft konurnar til meðferðar hjá sér og byggt upp traust þegar hann braut á þeim. Höfðu þær allar verið fákæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt héraðsdómi braut hann traustið sem konurnar báru til hans þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurra tenginga við stoðkerfismeðhöndlunina sem þær þurftu á að halda. Sérfræðingur í sjúkraþjálfun var meðdómsmaður Í dómi Landsréttar er meðal annars vikið að ósamræmi í lýsingu Jóhannesar á þeirri meðferð sem ein konan fékk hjá honum í síðasta meðferðartímanum, annars vegar í skýrslu hans hjá lögreglu og hins vegar við skýrslugjöf í héraðsdómi. Kemur fram í dómi Landsréttar að ólíklegt sé að meðferðirnar sem hann lýsti í því tilviki hafi verið til þess fallnar að bæta úr meini konunnar sem að sögn Jóhannesar fólst í læsingum í spjaldhryggjarlið. Í Landsrétti sat meðal annnars sérfróður meðdómsmaður, dr. Þorgerður Sigurðardóttur, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Er dómurinn harðorður í garð Jóhannesar. „Um var að ræða alvarleg brot gagnvart brotaþolum sem framinvoruí skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til ákærða í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.Konurnar voru í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. Af atvikum má ráða að vilji ákærða til að brjóta gegn konunumhafi verið sterkur og einbeittur.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14