Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar framundan“ Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2021 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skorar á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögn sýni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar. „En eins og við höfum alltaf sagt í gegnum þennan faraldur þá er veiran ófyrirsjáanleg og það sem við erum búin að sjá hér á Íslandi, að þrátt fyrir að hafa staðið okkur alveg gríðarlega vel – bæði hvað varðar hvernig við höfum tekist á við veiruna, sem birtist auðvitað í fjölda andláta hér á landi sem er auðvitað gríðarlega lítill miðað við önnur lönd, og eins hátt bólusetningarhlutfall – þá metum við það sem svo að það sé mikilvægt að bregðast við.“ Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir. Höfum náð árangri Katrín lagði þó áherslu á að nú sé verið að boða fólk í örvunarbólusetningu. „Þær vísbendingar sem við höfum úr rannsóknum – sem er auðvitað fyrst og fremst frá þeim þjóðum sem standa fremst í þeim málum – þær sýna að við getum verið að ná töluvert miklum árangri í því, að vörnin sem bóluefnin veita verði varanlegri. Þar erum við að sjá að við erum að ná verulegum fjölda fyrir áramót, yfir 100 þúsund manns sem er boðið í þriðja skammt fyrir áramót sem vekur mér bjartsýni.“ Ferðamálaráðherra ræddi mannskap í heilbrigðiskerfinu, að við værum að ofnýta mannskap, að við værum enn að haga mannskap í heilbrigðiskerfinu eins og þegar faraldurinn var í upphafi. Nú væru hins vegar fleiri bólusettir. Þarf að skoða eitthvað hvernig viðbragðsmál eru í spítalakerfinu? „Ég tel nú að yfirvöld sóttvarnamála og spítalans séu stöðugt með sína ferla til endurskoðunar og við erum búin að sjá það í gegnum þennan faraldur. Við höfum verið að breyta hér ekki bara takmörkunum heldur til að mynda reglum um sóttkví og smitgát til þess að létta á fólki og taka tillit til bólusettrar þjóðar. Þannig að sjálfsögðu eigum við alltaf að hafa alla ferla til endurskoðunar. Það er ekkert annað í stöðunni.“ Bindur vonir við lyfjaþróun Katrín segist skora á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögnin sýni. „Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá er varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan, en ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi, þá getum við náð þessum smitfjölda niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 „Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
„En eins og við höfum alltaf sagt í gegnum þennan faraldur þá er veiran ófyrirsjáanleg og það sem við erum búin að sjá hér á Íslandi, að þrátt fyrir að hafa staðið okkur alveg gríðarlega vel – bæði hvað varðar hvernig við höfum tekist á við veiruna, sem birtist auðvitað í fjölda andláta hér á landi sem er auðvitað gríðarlega lítill miðað við önnur lönd, og eins hátt bólusetningarhlutfall – þá metum við það sem svo að það sé mikilvægt að bregðast við.“ Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir. Höfum náð árangri Katrín lagði þó áherslu á að nú sé verið að boða fólk í örvunarbólusetningu. „Þær vísbendingar sem við höfum úr rannsóknum – sem er auðvitað fyrst og fremst frá þeim þjóðum sem standa fremst í þeim málum – þær sýna að við getum verið að ná töluvert miklum árangri í því, að vörnin sem bóluefnin veita verði varanlegri. Þar erum við að sjá að við erum að ná verulegum fjölda fyrir áramót, yfir 100 þúsund manns sem er boðið í þriðja skammt fyrir áramót sem vekur mér bjartsýni.“ Ferðamálaráðherra ræddi mannskap í heilbrigðiskerfinu, að við værum að ofnýta mannskap, að við værum enn að haga mannskap í heilbrigðiskerfinu eins og þegar faraldurinn var í upphafi. Nú væru hins vegar fleiri bólusettir. Þarf að skoða eitthvað hvernig viðbragðsmál eru í spítalakerfinu? „Ég tel nú að yfirvöld sóttvarnamála og spítalans séu stöðugt með sína ferla til endurskoðunar og við erum búin að sjá það í gegnum þennan faraldur. Við höfum verið að breyta hér ekki bara takmörkunum heldur til að mynda reglum um sóttkví og smitgát til þess að létta á fólki og taka tillit til bólusettrar þjóðar. Þannig að sjálfsögðu eigum við alltaf að hafa alla ferla til endurskoðunar. Það er ekkert annað í stöðunni.“ Bindur vonir við lyfjaþróun Katrín segist skora á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögnin sýni. „Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá er varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan, en ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi, þá getum við náð þessum smitfjölda niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 „Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25
„Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56