Særðist alvarlega eftir hnífstunguárás við Hagkaup Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2021 14:30 Margeir Sveinsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/ArnarHalldórs Sá sem varð fyrir hnífstunguárás á bílaplani við Hagkaup í Garðabæ í nótt særðist nokkuð alvarlega. Hann er þó ekki talinn í lífshættu að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Árásin var gerð í kjölfar ósættis milli hóps þriggja manna og þess fjórða. „Verður til þess að það er dreginn upp hnífur og sá sem var einn á ferð hlaut sár á kvið og bak,“ segir Margeir. Maðurinn sem var stunginn kom sér inn í verslun Hagkaupa þar sem hlúð var að honum. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka og annar með minniháttar áverka. Sá var útskrifaður fljótt. Myndband af vettvangi má sjá í spilaranum hér að neðan: Fjórir voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þremur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum en einum haldið eftir í varðhaldi. Margeir hafði ekki upplýsingar um það hvort sá væri enn í haldi. Málið er talið upplýst. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 25 ára. Eðli málsins samkvæmt var barnaverndarnefnd gert viðvart þar sem einn þeirra er undir lögaldri. Finnst ekki líða helgi þar sem kemur ekki upp gróf árás Margeir Sveinsson segir í samtali við Vísi að alvarlegum ofbeldisbrotum hafi fjölgað síðastliðin tvö ár miðað við árin á undan. Þá segir hann að átökin séu orðin grófari. Hins vegar hafi mál er varðar vopnalagabrot fækkað. „Tilfinningin er að það líði ekki helgi nema það sé einhver svona gróf árás, annað hvort með hníf eða alvarlegri líkamsárásir með spörkum og höggum,“ segir hann. Þá segir hann að lögreglan merki aukningu í því að fólk beri á sér barefli eða hnífa. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að líkamsárásir hefðu ekki aukist. Hið rétta er að fjölgun hefur verið á alvarlegum líkamsárásum. Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Árásin var gerð í kjölfar ósættis milli hóps þriggja manna og þess fjórða. „Verður til þess að það er dreginn upp hnífur og sá sem var einn á ferð hlaut sár á kvið og bak,“ segir Margeir. Maðurinn sem var stunginn kom sér inn í verslun Hagkaupa þar sem hlúð var að honum. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka og annar með minniháttar áverka. Sá var útskrifaður fljótt. Myndband af vettvangi má sjá í spilaranum hér að neðan: Fjórir voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þremur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum en einum haldið eftir í varðhaldi. Margeir hafði ekki upplýsingar um það hvort sá væri enn í haldi. Málið er talið upplýst. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 25 ára. Eðli málsins samkvæmt var barnaverndarnefnd gert viðvart þar sem einn þeirra er undir lögaldri. Finnst ekki líða helgi þar sem kemur ekki upp gróf árás Margeir Sveinsson segir í samtali við Vísi að alvarlegum ofbeldisbrotum hafi fjölgað síðastliðin tvö ár miðað við árin á undan. Þá segir hann að átökin séu orðin grófari. Hins vegar hafi mál er varðar vopnalagabrot fækkað. „Tilfinningin er að það líði ekki helgi nema það sé einhver svona gróf árás, annað hvort með hníf eða alvarlegri líkamsárásir með spörkum og höggum,“ segir hann. Þá segir hann að lögreglan merki aukningu í því að fólk beri á sér barefli eða hnífa. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að líkamsárásir hefðu ekki aukist. Hið rétta er að fjölgun hefur verið á alvarlegum líkamsárásum.
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43