Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 07:58 Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði vonast til að mál Kyle Rittenhouse færi á annan veg. Alex Wong/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18