Lífeyrissjóðirnir öskra á mikla arðsemi á kostnað neytenda og heimila! Vilhjálmur Birgisson skrifar 23. nóvember 2021 13:31 Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Lífeyrissjóðir Kjaramál Tryggingar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun