Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 10:50 Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling. Vísir/aðsend Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir. Málflutningur saksóknarar og verjanda fór fram í dómsal á Jótlandi í morgun. Flemming sagðist ekki vilja enda í hefðbundnu fangelsi og vildi þess í stað vera dæmdur til sérstakrar fangavistar. Fangavist þessi sem Flemming vildi kallast á dönsku „forvaring“ og er notuð fyrir sérstaklega hættulega fanga. Slíkur dómur felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar og yrði Flemming vistaður á sérstakri geðdeild. Saksóknarar vildu að Flemming hljóti hefðbundinn lífstíðarfangelsisdóm. Flemming ávarpaði dóminn í morgun og sagðist hann, samkvæmt umfjöllun Bt, ekki hafa fengið nægilega hjálp eftir fyrra morðið sem hann framdi árið 1995. Þá stakk hann barnsmóður sína til bana. Sjá einnig: Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Hann sagði geðlækna og lækna ekki hafa tekið hann alvarlega og því vilji hann fá þá hjálp núna. Flemming sagðist ekki telja að hann fengi hana í hefðbundnu fangelsi. Reyndi að hylma yfir morðið Flemming var ákærður fyrir að hafa myrt Freyju með því að kyrkja hana þann 29. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann sundurlimað lík hennar og reynt að fela það á heimili þeirra og í garðinum. Ekstrabladet segir Flemming hafa lýst því yfir að hann vildi meiri tíma með börnum sínum og Freyju áður en upp kæmist um morðið. Því hafi hann falið líkið. Flemming, sem á að baki tíu ára dóm fyrir annað morð, tilkynnti lögreglu þann 2. febrúar að Freyja væri týnd. Sama dag var hann handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Sagði Flemming ekki hafa sýnt iðrun Jesper Rubow, saksóknari, sagði í dómsal í morgun að Flemming hefði ekki sýnt neina iðrun og það væru engar ástæður til að dæma hann ekki í lífstíðarfangelsi. Hann sagði Flemming hafa sent skilaboð úr síma Freyju eftir að hann myrti hana, bæði til vinnuveitanda hennar og kærasta hennar. Hann hafi tilkynnt hana týnda í stað þess að játa strax og hafi ekki játað fyrr en lögregluþjónar fundu lík Freyju. Dómarar voru ekki lengi að komast að niðurstöðu í málinu og dæma Flemming í lífstíðarfangelsi. Flemming, sem er 52 ára gamall, á rétt á að sækja um skilorð eftir tólf ár. Danska ríkisútvarpið segir Flemming hafa beðið um frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja niðurstöðunni. Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Málflutningur saksóknarar og verjanda fór fram í dómsal á Jótlandi í morgun. Flemming sagðist ekki vilja enda í hefðbundnu fangelsi og vildi þess í stað vera dæmdur til sérstakrar fangavistar. Fangavist þessi sem Flemming vildi kallast á dönsku „forvaring“ og er notuð fyrir sérstaklega hættulega fanga. Slíkur dómur felur ekki í sér fyrirfram ákveðna lengd afplánunar og yrði Flemming vistaður á sérstakri geðdeild. Saksóknarar vildu að Flemming hljóti hefðbundinn lífstíðarfangelsisdóm. Flemming ávarpaði dóminn í morgun og sagðist hann, samkvæmt umfjöllun Bt, ekki hafa fengið nægilega hjálp eftir fyrra morðið sem hann framdi árið 1995. Þá stakk hann barnsmóður sína til bana. Sjá einnig: Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð Hann sagði geðlækna og lækna ekki hafa tekið hann alvarlega og því vilji hann fá þá hjálp núna. Flemming sagðist ekki telja að hann fengi hana í hefðbundnu fangelsi. Reyndi að hylma yfir morðið Flemming var ákærður fyrir að hafa myrt Freyju með því að kyrkja hana þann 29. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann sundurlimað lík hennar og reynt að fela það á heimili þeirra og í garðinum. Ekstrabladet segir Flemming hafa lýst því yfir að hann vildi meiri tíma með börnum sínum og Freyju áður en upp kæmist um morðið. Því hafi hann falið líkið. Flemming, sem á að baki tíu ára dóm fyrir annað morð, tilkynnti lögreglu þann 2. febrúar að Freyja væri týnd. Sama dag var hann handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Sagði Flemming ekki hafa sýnt iðrun Jesper Rubow, saksóknari, sagði í dómsal í morgun að Flemming hefði ekki sýnt neina iðrun og það væru engar ástæður til að dæma hann ekki í lífstíðarfangelsi. Hann sagði Flemming hafa sent skilaboð úr síma Freyju eftir að hann myrti hana, bæði til vinnuveitanda hennar og kærasta hennar. Hann hafi tilkynnt hana týnda í stað þess að játa strax og hafi ekki játað fyrr en lögregluþjónar fundu lík Freyju. Dómarar voru ekki lengi að komast að niðurstöðu í málinu og dæma Flemming í lífstíðarfangelsi. Flemming, sem er 52 ára gamall, á rétt á að sækja um skilorð eftir tólf ár. Danska ríkisútvarpið segir Flemming hafa beðið um frest til að ákveða hvort hann myndi áfrýja niðurstöðunni.
Danmörk Morð í Malling Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51 Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37 Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. 17. ágúst 2021 14:51
Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“ „Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“ 15. mars 2021 19:37
Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. 14. febrúar 2021 19:17