Sentist með ísskápa en varð svo hetja AC Milan í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 16:30 Junior Messias fagnar markinu mikilvæga gegn Atlético Madrid í gærkvöld. Saga hans er stórmerkileg. Getty/Irina R.Hipolito Fyrir þremur árum sá Junior Messias fyrir sér með því að sendast með ísskápa og uppþvottavélar. Í gær var þessi þrítugi Brasilíumaður hetja AC Milan í dýrmætum sigri gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Er hægt að fara frá því að spila í ítölsku D-deildinni, orðinn 27 ára gamall, í að spila með einu sögufrægasta og besta liði Ítalíu, í bestu deild heims? Svarið er já. „Mig langaði að gráta. Allt sem ég hef gengið í gegnum flaug í gegnum hausinn. Miklar tilfinningar. Ég hugsaði um Guð. Öll mín saga er skrifuð af honum,“ sagði Messias í mikilli geðshræringu eftir leik í gærkvöld. Hann skoraði eina mark leiksins, í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni, þegar Milan vann Atlético á útivelli 1-0. Sigurinn gaf Milan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Junior Messias Delivery driver & amateur football player. (25 years old) Official Serie B debut (28 years old) Official Serie A debut (29 years old) Champions League debut & 87th minute winner (30 years old) It s never too late, guys. pic.twitter.com/cLChN7GGhb— 433 (@433) November 24, 2021 Messias flutti tvítugur frá Brasilíu til Ítalíu ásamt konu sinni og barni, til móts við bróður sinn í Tórínó. Þar lék hann sér í fótbolta með áhugamannaliði en starfaði sem fyrr segir sem sendill og einnig í byggingavinnu. Alveg fram yfir tímabilið 2017-18 hafði Messias ekki leikið í sterkari deild en ítölsku D-deildinni. Þar spilaði hann með Gozzano, eftir að hafa einnig leikið með Chieri og Casale. Messias komst með Gozzano upp í C-deild sumarið 2018 og lék þar í hálft ár áður en Crotone ákvað að festa kaup á honum. Þar skoraði hann sex mörk og átti sex stoðsendingar, í 34 leikjum, og átti ríkan þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Suárez og Zlatan en Messias skoraði Messias lék því sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð, og reyndist fullfær um að spila þar. Hann skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar. Þó að Crotone hafi fallið þá var Messias búinn að stimpla sig inn, og AC Milan hafði samband og fékk hann til sín að láni í sumar. Eftir að hafa fengið að koma inn á í tveimur leikjum hjá Milan í ítölsku A-deildinni, kom Messias inn á í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í gær. Og þó að kappar á borð við Zlatan Ibrahimovic, Luis Suárez, Olivier Giroud og Antoine Griezmann hafi verið á vellinum í Madrid þá var Messias sá eini sem kom boltanum í netið. Spennandi verður að sjá hvað Guð er með í huga varðandi næsta kafla á þessum óhefðbundna knattspyrnuferli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Sjá meira
Er hægt að fara frá því að spila í ítölsku D-deildinni, orðinn 27 ára gamall, í að spila með einu sögufrægasta og besta liði Ítalíu, í bestu deild heims? Svarið er já. „Mig langaði að gráta. Allt sem ég hef gengið í gegnum flaug í gegnum hausinn. Miklar tilfinningar. Ég hugsaði um Guð. Öll mín saga er skrifuð af honum,“ sagði Messias í mikilli geðshræringu eftir leik í gærkvöld. Hann skoraði eina mark leiksins, í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni, þegar Milan vann Atlético á útivelli 1-0. Sigurinn gaf Milan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Junior Messias Delivery driver & amateur football player. (25 years old) Official Serie B debut (28 years old) Official Serie A debut (29 years old) Champions League debut & 87th minute winner (30 years old) It s never too late, guys. pic.twitter.com/cLChN7GGhb— 433 (@433) November 24, 2021 Messias flutti tvítugur frá Brasilíu til Ítalíu ásamt konu sinni og barni, til móts við bróður sinn í Tórínó. Þar lék hann sér í fótbolta með áhugamannaliði en starfaði sem fyrr segir sem sendill og einnig í byggingavinnu. Alveg fram yfir tímabilið 2017-18 hafði Messias ekki leikið í sterkari deild en ítölsku D-deildinni. Þar spilaði hann með Gozzano, eftir að hafa einnig leikið með Chieri og Casale. Messias komst með Gozzano upp í C-deild sumarið 2018 og lék þar í hálft ár áður en Crotone ákvað að festa kaup á honum. Þar skoraði hann sex mörk og átti sex stoðsendingar, í 34 leikjum, og átti ríkan þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Suárez og Zlatan en Messias skoraði Messias lék því sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð, og reyndist fullfær um að spila þar. Hann skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar. Þó að Crotone hafi fallið þá var Messias búinn að stimpla sig inn, og AC Milan hafði samband og fékk hann til sín að láni í sumar. Eftir að hafa fengið að koma inn á í tveimur leikjum hjá Milan í ítölsku A-deildinni, kom Messias inn á í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í gær. Og þó að kappar á borð við Zlatan Ibrahimovic, Luis Suárez, Olivier Giroud og Antoine Griezmann hafi verið á vellinum í Madrid þá var Messias sá eini sem kom boltanum í netið. Spennandi verður að sjá hvað Guð er með í huga varðandi næsta kafla á þessum óhefðbundna knattspyrnuferli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Sjá meira