Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 16:34 Brandenburg auglýsingastofa á ráðstefnu ÍMARK. Aðsent Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. Brandenburg var valin auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK sem haldin var á Grand hótel Reykjavík í gær. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur nafnbótina og sem fyrr eru það markaðsstjórar íslenskra fyrirtækja sem kjósa. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, var að vonum ánægður. „Þetta er sannkallaður heiður. Ég er stoltur af starfsfólki stofunnar sem hefur lagt mikið á sig á krefjandi tímum og öllum okkar frábæru viðskiptavinum,“ segir Ragnar. „Það er sérstaklega gleðilegt að sjá að við erum ekki aðeins að mælast hæst fyrir það sem snýr að árangursdrifnum hugmyndum. Aukin áhersla á ráðgjöf, stefnumótun og vörumerkjastrategíu er líka að skila sér því við skorum hæst í öllum þáttum sem liggja matinu til grundvallar í valinu á auglýsingastofu ársins. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár og við merkjum aukin umsvif á meðal okkar viðskiptavina. Það er margsannað í rannsóknum að við svona aðstæður þarf að setja aukinn kraft í markaðsmálin til að ná árangri. Þannig að við erum bjartsýn fyrir næsta ár enda trúum við því að það verði alltaf eftirspurn eftir góðum hugmyndum. Svo má líka bæta því við að Brandenburg er að verða tíu ára svo þessi nafnbót kemur á skemmtilegum tíma.“ Hjá Brandenburg starfa tæplega 40 sérfræðingar á sviði vörumerkjaráðgjafar, hönnunar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um samfélagsmiðla, birtingar og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. 31. maí 2021 15:06 Krista ráðin til Brandenburg Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu. 17. nóvember 2021 11:23 Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana. 8. nóvember 2021 20:13 Þrír nýir stjórnendur hjá Brandenburg Þrír hönnuðir auglýsingastofunnar Brandenburg hafa verið gerðir að stjórnendum. Í tilkynningu segir að breytingin sé liður í því að styrkja listræna stjórnun stofunnar enn frekar. 4. nóvember 2021 08:33 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Brandenburg var valin auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK sem haldin var á Grand hótel Reykjavík í gær. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur nafnbótina og sem fyrr eru það markaðsstjórar íslenskra fyrirtækja sem kjósa. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, var að vonum ánægður. „Þetta er sannkallaður heiður. Ég er stoltur af starfsfólki stofunnar sem hefur lagt mikið á sig á krefjandi tímum og öllum okkar frábæru viðskiptavinum,“ segir Ragnar. „Það er sérstaklega gleðilegt að sjá að við erum ekki aðeins að mælast hæst fyrir það sem snýr að árangursdrifnum hugmyndum. Aukin áhersla á ráðgjöf, stefnumótun og vörumerkjastrategíu er líka að skila sér því við skorum hæst í öllum þáttum sem liggja matinu til grundvallar í valinu á auglýsingastofu ársins. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár og við merkjum aukin umsvif á meðal okkar viðskiptavina. Það er margsannað í rannsóknum að við svona aðstæður þarf að setja aukinn kraft í markaðsmálin til að ná árangri. Þannig að við erum bjartsýn fyrir næsta ár enda trúum við því að það verði alltaf eftirspurn eftir góðum hugmyndum. Svo má líka bæta því við að Brandenburg er að verða tíu ára svo þessi nafnbót kemur á skemmtilegum tíma.“ Hjá Brandenburg starfa tæplega 40 sérfræðingar á sviði vörumerkjaráðgjafar, hönnunar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um samfélagsmiðla, birtingar og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera.
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. 31. maí 2021 15:06 Krista ráðin til Brandenburg Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu. 17. nóvember 2021 11:23 Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana. 8. nóvember 2021 20:13 Þrír nýir stjórnendur hjá Brandenburg Þrír hönnuðir auglýsingastofunnar Brandenburg hafa verið gerðir að stjórnendum. Í tilkynningu segir að breytingin sé liður í því að styrkja listræna stjórnun stofunnar enn frekar. 4. nóvember 2021 08:33 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
„Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. 31. maí 2021 15:06
Krista ráðin til Brandenburg Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu. 17. nóvember 2021 11:23
Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana. 8. nóvember 2021 20:13
Þrír nýir stjórnendur hjá Brandenburg Þrír hönnuðir auglýsingastofunnar Brandenburg hafa verið gerðir að stjórnendum. Í tilkynningu segir að breytingin sé liður í því að styrkja listræna stjórnun stofunnar enn frekar. 4. nóvember 2021 08:33