Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. nóvember 2021 23:43 Landspítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. Þau svör fegnust frá Landspítala í dag að engar upplýsingar verði veittar um málið að svo stöddu. Málið snýr að dauðsföllum sex sjúklinga sem lögregla telur að hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti en auk þess eru fimm önnur dauðsföll til skoðunar. Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Öll þessi dauðsföll komu upp á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná tali af forstjóra stofnunarinnar frá því að málið kom fyrst upp í febrúar hefur það ekki borið árangur og vísar hann nú alfarið á almannatengil í þessum efnum. Landlæknir óskaði í gær eftir gögnum frá lögreglu og fundaði með stjórnendum Landspítala í dag. Styðja félagsmann sinn Forsvarsmenn Læknafélags Íslands gáfu ekki kost á viðtali í dag en sögðu í skriflegu svari ætla að styðja félagsmann sinn eins og því beri. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Fréttastofa greindi frá því í gær að Landspítalinn hafi ekki haft vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur Skúla Tómasi fyrr en fréttir af henni birtust í gær. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. Þá sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust. Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Þau svör fegnust frá Landspítala í dag að engar upplýsingar verði veittar um málið að svo stöddu. Málið snýr að dauðsföllum sex sjúklinga sem lögregla telur að hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti en auk þess eru fimm önnur dauðsföll til skoðunar. Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu. Öll þessi dauðsföll komu upp á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná tali af forstjóra stofnunarinnar frá því að málið kom fyrst upp í febrúar hefur það ekki borið árangur og vísar hann nú alfarið á almannatengil í þessum efnum. Landlæknir óskaði í gær eftir gögnum frá lögreglu og fundaði með stjórnendum Landspítala í dag. Styðja félagsmann sinn Forsvarsmenn Læknafélags Íslands gáfu ekki kost á viðtali í dag en sögðu í skriflegu svari ætla að styðja félagsmann sinn eins og því beri. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Fréttastofa greindi frá því í gær að Landspítalinn hafi ekki haft vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur Skúla Tómasi fyrr en fréttir af henni birtust í gær. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. Þá sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust.
Læknamistök á HSS Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. 25. nóvember 2021 13:05
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50