„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að hræðast nýtt afbrigði kórónuveirunnar að svo stöddu. Það sé enn ekki orðið svo útbreitt. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. Nýja afbrigðið kallast nú B.1.1.529 og hefur greinst víða um Suður-Afríku að undanförnu. Minnst 77 tilfelli afbrigðisins hafa verið staðfest þar. Menn óttast að það sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Þórólfur segir nýja afbrigðið áhyggjuefni en telur ekki tímabært að fara að skipuleggja einhverjar aðgerðir vegna þess. „Það er ákveðið áhyggjuefni en við skulum bara bíða róleg og sjá hvernig þetta verður. Það eru mjög margir að fjalla um þetta og menn eru að skoða hversu alvarlegra þetta afbrigði er en önnur afbrigði,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Klippa: Þórólfur um nýtt afbrigði Covid „Ég minni líka á það að við erum með ákveðnar aðgerðir á landamærunum hér sem aðrir eru ekki með. Við líka raðgreinum allar veirur hér sem greinast sem aðrir gera ekki þannig að ég held að við séum ágætlega undirbúin til að taka á móti ef þetta skyldi koma hingað. Auðvitað sjáum við bara til og það er alveg hugsanlegt ef þróunin verður eitthvað óhagstæð að við þurfum að grípa til einhverra harðari aðgerða á landamærunum, en við skulum bara sjá til.“ Ekki tilefni til að stoppa flug Hann segir afbrigðið enn ekki hafa greinst hér á landi. Hann telur þá ekki ástæðu til að grípa til hertari aðgerða á landamærum, afbrigðið sé ekki orðið svo útbreitt. „Það eru nokkrar þjóðir sem eru að stoppa beint flug frá þessum svæðum þar sem þetta hefur greinst en það er ekkert beint flug frá okkur þannig að ég held að þær aðgerðir sem við erum með séu bara nokkuð góðar þannig að við skulum bara sjá aðeins til og anda rólega,“ segir Þórólfur. Klippa: Varar fólk við að tapa sér í umræðunni Hann varar fólk við því að „tapa sér í umræðunni“. „Það er fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna. Við förum ekkert að setja okkur plön og fara langt fram úr sér. Ég minni líka á að það hafa áður komið upp afbrigði sem við höfum haft áhyggjur af. Áður hefur komið upp afbrigði til dæmis í Suður-Afríku, Brasilíu og fleiri stöðum sem maður hefur haft áhyggjur af og sem virutst vera mun verri en varð síðan ekkert úr,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá til og tapa okkur ekki í umræðunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. 26. nóvember 2021 10:31 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Nýja afbrigðið kallast nú B.1.1.529 og hefur greinst víða um Suður-Afríku að undanförnu. Minnst 77 tilfelli afbrigðisins hafa verið staðfest þar. Menn óttast að það sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Þórólfur segir nýja afbrigðið áhyggjuefni en telur ekki tímabært að fara að skipuleggja einhverjar aðgerðir vegna þess. „Það er ákveðið áhyggjuefni en við skulum bara bíða róleg og sjá hvernig þetta verður. Það eru mjög margir að fjalla um þetta og menn eru að skoða hversu alvarlegra þetta afbrigði er en önnur afbrigði,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Klippa: Þórólfur um nýtt afbrigði Covid „Ég minni líka á það að við erum með ákveðnar aðgerðir á landamærunum hér sem aðrir eru ekki með. Við líka raðgreinum allar veirur hér sem greinast sem aðrir gera ekki þannig að ég held að við séum ágætlega undirbúin til að taka á móti ef þetta skyldi koma hingað. Auðvitað sjáum við bara til og það er alveg hugsanlegt ef þróunin verður eitthvað óhagstæð að við þurfum að grípa til einhverra harðari aðgerða á landamærunum, en við skulum bara sjá til.“ Ekki tilefni til að stoppa flug Hann segir afbrigðið enn ekki hafa greinst hér á landi. Hann telur þá ekki ástæðu til að grípa til hertari aðgerða á landamærum, afbrigðið sé ekki orðið svo útbreitt. „Það eru nokkrar þjóðir sem eru að stoppa beint flug frá þessum svæðum þar sem þetta hefur greinst en það er ekkert beint flug frá okkur þannig að ég held að þær aðgerðir sem við erum með séu bara nokkuð góðar þannig að við skulum bara sjá aðeins til og anda rólega,“ segir Þórólfur. Klippa: Varar fólk við að tapa sér í umræðunni Hann varar fólk við því að „tapa sér í umræðunni“. „Það er fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna. Við förum ekkert að setja okkur plön og fara langt fram úr sér. Ég minni líka á að það hafa áður komið upp afbrigði sem við höfum haft áhyggjur af. Áður hefur komið upp afbrigði til dæmis í Suður-Afríku, Brasilíu og fleiri stöðum sem maður hefur haft áhyggjur af og sem virutst vera mun verri en varð síðan ekkert úr,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá til og tapa okkur ekki í umræðunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. 26. nóvember 2021 10:31 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00
ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. 26. nóvember 2021 10:31
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58