Jelena, Maggi Kjartans og Tryggvi á Degi íslenskrar tónlistar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 09:56 Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 1. desember næstkomandi. Samsett Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á miðvikudag. Á fjölum Iðnó við tjörnina verður efnt til dagskrár í tilefni dagsins, þar sem veittar verða viðurkenningar þeim verkefnum sem þótt hafa staðið upp úr síðustu misseri - auk heiðursverðlauna dagsins, sem kennd eru við Lítinn fugl. Það er Samtónn sem stendur að Degi íslenskrar tónlistar en að baki Samtóni standa FÍH, FHF, STEF, SFS, FTT og Tónskáldafélag Íslands. Framkvæmdin er í höndum Íslensku tónlistarverðlaunanna en framkvæmdastjóri þeirra er Kristján Freyr Halldórsson. „Tónlistin verður vitaskuld í aðalhlutverki og í ár verða þrjú íslensk lög í forgrunni. Lögin voru valin í góðu samstarfi við tónmenntakennara um allt land og hafa því verið fyrirferðarmikil í kennslu í skólum víðs vegar. Þau munu því hljóma víða á miðvikudaginn kemur,“ segir í tilkynningu um dag íslenskrar tónlistar. Lögin þrjú eru Allra veðra von með Tryggva, Stúlkan með Todmobile og Þakklæti með Trúbrot. Allra veðra von með Tryggva „Tryggvi Heiðar Gígjuson hefur vakið athygli fyrir þjóðlagaskotna tónlist sína og ómþýðu rödd síðustu misseri. Lagið Allra veðra von kom út árið 2019 og hefur verið vinsælt á útvarpsstöðvum síðan þá og er enn. Það eru eflaust margir sem bíða eftir meira efni frá Tryggva sem hefur ekki verið iðinn við að koma fram til þess en áhorfendum gefst loks færi á að kynnast þessum forvitnilega tónlistarmanni betur.“ Sverrir Páll Snorrason Stúlkan með Todmobile Lagið Stúlkan kom út á plötu Todmobile árið 1993, texti Andreu Gylfadóttur við lag Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Að þessu tilefni mun hin stórefnilega söngkona Jelena Ćirić flytja lagið á sinn máta en Jelena gaf út plötuna Shelters One árið 2020 og hlaut hún tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuna. Jelena er fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi um árabil. Jelenu til aðstoðar verður Alexandra Kjeld sem leikur á kontrabassa.´ Juliette Rowland Þakklæti með Trúbrot „Loks mun Magnús Kjartansson flytja lag sitt, Þakklæti eða To be Grateful, sem kom út fyrir 50 árum síðan á hljómplötunni Lifun með Trúbroti. Magnús á bæði lag og texta og fær að þessu sinni gesti með sér til að flytja lagið við þetta sérstaka tilefni. Honum til halds og trausts verða Rósa Jóhannesdóttir sem leikur á fiðlu og Zimsen-tríóið mun syngja en það er skipað systkinunum Grétu Petrínu Zimsen, Jóhannesi Jökli Zimsen og Iðunni Helgu Zimsen. Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson fagnar ekki eingöngu stórafmæli þessa lags í ár heldur fagnaði hann 70 ára afmæli sínu fyrr á árinu.“ Mynd úr einkasafni „Dagskráin sjálf hefst um 13.00 og verður í beinni útsendingu hjá Sjónvarpi Símans og á Mbl. Öll þjóðin er hvött til að syngja með fyrrgreindum lögum í tilefni dagsins og að sjálfsögðu að hafa íslenska tónlist í forgrunni þennan dag. Eins eru útvarpsstöðvar hvattar til þess að hafa íslenska tónlist í öndvegi þennan gleðilega dag.“ Ósk Gunnarsdóttir tók við verðlaununum á síðasta ári fyrir útvarpsstöðina Íslenska Bylgjan.Aðsent Í fyrra hlaut við sama tilefni fjölmiðlamaðurinn Jónatan Garðarsson Litla fuglinn fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hlaut hvatningarverðlaun, Sjónvarp Símans hlaut Gluggann fyrir sérstaka atfylgi við íslenska tónlist auk þess sem útvarpsstöðin Íslenska bylgjan hlaut nýsköpunarverðlaun. Tónlist Bylgjan Dagur íslenskrar tónlistar Tengdar fréttir Íslenska bylgjan og Jónatan heiðruð á Degi íslenskrar tónlistar Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður og útvarpsstöðin Íslenska bylgjan voru á meðal verðlaunahafa á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í dag. 2. desember 2020 00:01 Dagur íslenskrar tónlistar: „Einn af hornsteinum samfélags okkar“ Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun SAMTÓNS á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó í dag en sérstök athöfn var í beinni á Vísi klukkan hálf tólf fyrir hádegi. 5. desember 2019 14:30 „Að breyta sjálfum sér er oftast hvorki auðvelt né rómantískt“ „Mér líður mjög vel á Íslandi. Það er orðið mitt heimili, það er engin spurning, og ég þrái ekki að flytja annars staðar,“ segir tónlistar- og blaðakonan Jelena Ćirić sem gaf á dögunum út sína fyrstu plötu. Hún viðurkennir þó að hún fái ekki heimþrá hafi það sannarlega verið erfitt að geta ekki heimsótt fjölskyldu sína í Kanada í ár. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það er Samtónn sem stendur að Degi íslenskrar tónlistar en að baki Samtóni standa FÍH, FHF, STEF, SFS, FTT og Tónskáldafélag Íslands. Framkvæmdin er í höndum Íslensku tónlistarverðlaunanna en framkvæmdastjóri þeirra er Kristján Freyr Halldórsson. „Tónlistin verður vitaskuld í aðalhlutverki og í ár verða þrjú íslensk lög í forgrunni. Lögin voru valin í góðu samstarfi við tónmenntakennara um allt land og hafa því verið fyrirferðarmikil í kennslu í skólum víðs vegar. Þau munu því hljóma víða á miðvikudaginn kemur,“ segir í tilkynningu um dag íslenskrar tónlistar. Lögin þrjú eru Allra veðra von með Tryggva, Stúlkan með Todmobile og Þakklæti með Trúbrot. Allra veðra von með Tryggva „Tryggvi Heiðar Gígjuson hefur vakið athygli fyrir þjóðlagaskotna tónlist sína og ómþýðu rödd síðustu misseri. Lagið Allra veðra von kom út árið 2019 og hefur verið vinsælt á útvarpsstöðvum síðan þá og er enn. Það eru eflaust margir sem bíða eftir meira efni frá Tryggva sem hefur ekki verið iðinn við að koma fram til þess en áhorfendum gefst loks færi á að kynnast þessum forvitnilega tónlistarmanni betur.“ Sverrir Páll Snorrason Stúlkan með Todmobile Lagið Stúlkan kom út á plötu Todmobile árið 1993, texti Andreu Gylfadóttur við lag Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Að þessu tilefni mun hin stórefnilega söngkona Jelena Ćirić flytja lagið á sinn máta en Jelena gaf út plötuna Shelters One árið 2020 og hlaut hún tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuna. Jelena er fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi um árabil. Jelenu til aðstoðar verður Alexandra Kjeld sem leikur á kontrabassa.´ Juliette Rowland Þakklæti með Trúbrot „Loks mun Magnús Kjartansson flytja lag sitt, Þakklæti eða To be Grateful, sem kom út fyrir 50 árum síðan á hljómplötunni Lifun með Trúbroti. Magnús á bæði lag og texta og fær að þessu sinni gesti með sér til að flytja lagið við þetta sérstaka tilefni. Honum til halds og trausts verða Rósa Jóhannesdóttir sem leikur á fiðlu og Zimsen-tríóið mun syngja en það er skipað systkinunum Grétu Petrínu Zimsen, Jóhannesi Jökli Zimsen og Iðunni Helgu Zimsen. Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson fagnar ekki eingöngu stórafmæli þessa lags í ár heldur fagnaði hann 70 ára afmæli sínu fyrr á árinu.“ Mynd úr einkasafni „Dagskráin sjálf hefst um 13.00 og verður í beinni útsendingu hjá Sjónvarpi Símans og á Mbl. Öll þjóðin er hvött til að syngja með fyrrgreindum lögum í tilefni dagsins og að sjálfsögðu að hafa íslenska tónlist í forgrunni þennan dag. Eins eru útvarpsstöðvar hvattar til þess að hafa íslenska tónlist í öndvegi þennan gleðilega dag.“ Ósk Gunnarsdóttir tók við verðlaununum á síðasta ári fyrir útvarpsstöðina Íslenska Bylgjan.Aðsent Í fyrra hlaut við sama tilefni fjölmiðlamaðurinn Jónatan Garðarsson Litla fuglinn fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hlaut hvatningarverðlaun, Sjónvarp Símans hlaut Gluggann fyrir sérstaka atfylgi við íslenska tónlist auk þess sem útvarpsstöðin Íslenska bylgjan hlaut nýsköpunarverðlaun.
Tónlist Bylgjan Dagur íslenskrar tónlistar Tengdar fréttir Íslenska bylgjan og Jónatan heiðruð á Degi íslenskrar tónlistar Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður og útvarpsstöðin Íslenska bylgjan voru á meðal verðlaunahafa á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í dag. 2. desember 2020 00:01 Dagur íslenskrar tónlistar: „Einn af hornsteinum samfélags okkar“ Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun SAMTÓNS á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó í dag en sérstök athöfn var í beinni á Vísi klukkan hálf tólf fyrir hádegi. 5. desember 2019 14:30 „Að breyta sjálfum sér er oftast hvorki auðvelt né rómantískt“ „Mér líður mjög vel á Íslandi. Það er orðið mitt heimili, það er engin spurning, og ég þrái ekki að flytja annars staðar,“ segir tónlistar- og blaðakonan Jelena Ćirić sem gaf á dögunum út sína fyrstu plötu. Hún viðurkennir þó að hún fái ekki heimþrá hafi það sannarlega verið erfitt að geta ekki heimsótt fjölskyldu sína í Kanada í ár. 6. desember 2020 11:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Íslenska bylgjan og Jónatan heiðruð á Degi íslenskrar tónlistar Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður og útvarpsstöðin Íslenska bylgjan voru á meðal verðlaunahafa á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í dag. 2. desember 2020 00:01
Dagur íslenskrar tónlistar: „Einn af hornsteinum samfélags okkar“ Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun SAMTÓNS á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó í dag en sérstök athöfn var í beinni á Vísi klukkan hálf tólf fyrir hádegi. 5. desember 2019 14:30
„Að breyta sjálfum sér er oftast hvorki auðvelt né rómantískt“ „Mér líður mjög vel á Íslandi. Það er orðið mitt heimili, það er engin spurning, og ég þrái ekki að flytja annars staðar,“ segir tónlistar- og blaðakonan Jelena Ćirić sem gaf á dögunum út sína fyrstu plötu. Hún viðurkennir þó að hún fái ekki heimþrá hafi það sannarlega verið erfitt að geta ekki heimsótt fjölskyldu sína í Kanada í ár. 6. desember 2020 11:31