Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2021 20:00 Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá. Fíkn Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá.
Fíkn Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira