Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 20:55 Gígjukvísl í gær þar sem hún flæmdist um Skeiðarársand, neðan hringvegarins. Fjær sést í Lómagnúp. Vísir/RAX Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því hlaupið hófst fyrir hálfum mánuði hafði íshellan yfir Grímsvötnum nú undir kvöld sigið um átján metra, eða um átta metra frá því í gær, og hefur því nálgast hratt það tuttugu metra sig sem dugði til að hleypa af eldgosi árið 2004. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn á Grímsfjall síðdegis í gær til að lagfæra mælitæki.Landhelgisgæslan Engin merki um gosóróa hafa þó sést í dag á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu, sem tekur fram í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að mælingar sýni að aðstæður séu með þeim hætti að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Ekkert sé þó hægt að fullyrða um að eldgos verði samfara þessu hlaupi en fylgst sé grannt með skjálftavirkni sem gæti gefið vísbendingar um yfirvofandi gos. Kortið sýnir áætlaða rennslisleið hlaupsins úr Grímsvötnum og til sjávar.Grafík/Ragnar Visage Rennslið úr Grímsvötnum var í dag komið í 1.300 rúmmetra á sekúndu en hlaupvatnið fer um farveg undir jöklinum og brýst svo fram undan Skeiðarárjökli, einkum úr gamla útfalli Skeiðarár. Hlaupvatnið fer síðan vestur með jökulsporðinum og sameinast í farvegi Gígjukvíslar. Þar á brúnni mældu vatnamælingamenn Veðurstofu í dag rennslið í 930 rúmmetrum á sekúndu. Hafði það nær þrefaldast á þremur sólarhringum og er þetta tífalt rennsli árinnar miðað við árstíma. Vatnamælingamenn Veðurstofunnar að störfum við Gígjukvísl í dag. Gunnar Sigurðsson sést í speglinum taka aurðburðarsýni á brúnni yfir ána.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Spáð er að hlaupið núna verði þó innan við einn tíundi hluti þess sem var í hamfarahlaupinu í Gjálpargosinu fyrir aldarfjórðungi en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og hluta Skeiðarárbrúar. Það hlaup breytti hlauprásinni undir jöklinum og ísstíflunni í Grímsvötnum, að sögn Helga Björnssonar jöklafræðings. „Þá eyðileggst þessi stífla,“ segir Helgi. Hlaupvatnið hafi eftir það laumað sér meðfram Grímsfjalli. Helgi Björnsson jöklafræðingur.Sigurjón Ólason „Þannig hefur það verið alla tíð síðan. En núna er hún farin að gróa, þessi stífla, og þá fer þetta að verða eins og gömlu hlaupin; vex hægt og rólega,“ segir jöklafræðingurinn. Sem þýðir að mannvirki eru núna talin í lítilli hættu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. 2. desember 2021 12:07 Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. 1. desember 2021 22:11 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því hlaupið hófst fyrir hálfum mánuði hafði íshellan yfir Grímsvötnum nú undir kvöld sigið um átján metra, eða um átta metra frá því í gær, og hefur því nálgast hratt það tuttugu metra sig sem dugði til að hleypa af eldgosi árið 2004. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn á Grímsfjall síðdegis í gær til að lagfæra mælitæki.Landhelgisgæslan Engin merki um gosóróa hafa þó sést í dag á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu, sem tekur fram í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að mælingar sýni að aðstæður séu með þeim hætti að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Ekkert sé þó hægt að fullyrða um að eldgos verði samfara þessu hlaupi en fylgst sé grannt með skjálftavirkni sem gæti gefið vísbendingar um yfirvofandi gos. Kortið sýnir áætlaða rennslisleið hlaupsins úr Grímsvötnum og til sjávar.Grafík/Ragnar Visage Rennslið úr Grímsvötnum var í dag komið í 1.300 rúmmetra á sekúndu en hlaupvatnið fer um farveg undir jöklinum og brýst svo fram undan Skeiðarárjökli, einkum úr gamla útfalli Skeiðarár. Hlaupvatnið fer síðan vestur með jökulsporðinum og sameinast í farvegi Gígjukvíslar. Þar á brúnni mældu vatnamælingamenn Veðurstofu í dag rennslið í 930 rúmmetrum á sekúndu. Hafði það nær þrefaldast á þremur sólarhringum og er þetta tífalt rennsli árinnar miðað við árstíma. Vatnamælingamenn Veðurstofunnar að störfum við Gígjukvísl í dag. Gunnar Sigurðsson sést í speglinum taka aurðburðarsýni á brúnni yfir ána.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Spáð er að hlaupið núna verði þó innan við einn tíundi hluti þess sem var í hamfarahlaupinu í Gjálpargosinu fyrir aldarfjórðungi en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og hluta Skeiðarárbrúar. Það hlaup breytti hlauprásinni undir jöklinum og ísstíflunni í Grímsvötnum, að sögn Helga Björnssonar jöklafræðings. „Þá eyðileggst þessi stífla,“ segir Helgi. Hlaupvatnið hafi eftir það laumað sér meðfram Grímsfjalli. Helgi Björnsson jöklafræðingur.Sigurjón Ólason „Þannig hefur það verið alla tíð síðan. En núna er hún farin að gróa, þessi stífla, og þá fer þetta að verða eins og gömlu hlaupin; vex hægt og rólega,“ segir jöklafræðingurinn. Sem þýðir að mannvirki eru núna talin í lítilli hættu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. 2. desember 2021 12:07 Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. 1. desember 2021 22:11 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. 2. desember 2021 12:07
Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. 1. desember 2021 22:11
Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31