Nokkur orð um að koma almennilega fram sem samfélag við þá sem eru einhverfir, skynsegin eða öðruvísi Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 4. desember 2021 08:00 Nú er árið 2021 senn að taka enda. Bráðum munum við standa með kampavísglös á Gamlárskvöld, skála með tárin í augunum og kveðja hið liðna. Hvernig væri nú ef íslenskt samfélag myndi strengja það áramótaheit að koma af virðingu fram við einhverfa, skynsegin einstaklinga hvort sem þeir eru börn, unglingar, fullorðnir eða aldraðir? Ég er ennþá að heyra nýjar sögur af einelti gegn einhverfum börnum og unglingum. Núna árið 2021 eftir alla okkar baráttu. Ég lenti sem einhverfur/ADHD einstaklingur í einelti bæði í leikskóla, í Hagaskóla, í Háskóla Íslands, hjá Rannís og svo má lengi telja. Ætlar þessari glórulausu þjáningu einhverfra og skynsegin fólks aldrei að ljúka? Ég verð reið þegar ég frétti að einhverf börn séu ennþá í sömu stöðu og ég var sjálf fyrir 45 árum síðan. Getið þið sem eruð sögð vera venjulegt fólk ekki bara drattast til að haga ykkur almennilega og koma vel fram við þá sem eru að einhverju leyti öðruvísi en þið sjálf. Mér hafa einnig verið að berast sögur frá sambýlum þar sem einhverfir einstaklingar verða stundum fyrir andlegu ofbeldi. Oft ríkir takmarkaður skilningur á því, að hinn einhverfi sé ef til vill með fullu viti og með fulla greind á bakvið frosna grímu einhverfunnar. Oft er komið fram við einhverfa eins og þeir séu mjög vitsmunalega skertir. Slíkt getur farið í taugarnar á þeim. Allt endar þetta með uppreisn sem síðan getur orðið til þess að sá einhverfi er læstur inni í herberginu sínu líkt og hann eða hún væri í fangelsi. Hvað er vandamálið? Vandamálið er sennilega fyrst og fremst skortur á almennri fræðslu um einhverfu og skynjun einhverfra. Þegar ég segist vera einhverf/skynsegin/ADHD halda flestir að ég sé með sjúkdóm og að ég sé mjög fötluð og jafnvel vitsmunalega skert. Ég er að vísu líka með sjúkdóm sem veldur mér vandræðum (F29). En ef menn halda að ég fatti ekki þegar verið er að tala niður til mín, þá er það mikill misskilningur. Ég er nefnilega yfirburðagreind a.m.k. á þessu hefðbundna sviði sem er yfirleitt verið að mæla. Ef þið einfaldlega skiljið mig ekki og getið ekki fylgt mér eftir, þá er það ekki mitt vandamál. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að allir, já allir séu vel greindir. Fólk er bara mismunandi greint. Sumir eru mjög handlagnir og greindir í höndunum við að smíða og skapa. Aðrir eru með tónlistargreind og geta sungið. Sumir eru fæddir leiðtogar og hafa leiðtogagreind. Hvaða asna datt í hug að búa til stöðluð greindarpróf þegar það er nákvæmlega ekkert staðlað við mannkynið? Er vandamálið sem við glímum við kannski frekar læknavísindin og staðlaðar greiningaraðferðir þeirra heldur en “vandamálin sjálf”, heilkennin, skynjunin, sjúkdómarnir eða hvað sem menn vilja kalla hlutina? Oft segir fólk sem telst vera með venjulegan heila að eiginmaður minn sé svo mikil hetja að vera ekki búinn að yfirgefa mig nú þegar þar sem ég er bæði einhverf/skynsegin /ADHD og með ótilgreindan geðrofssjúkdóm (F29). Þetta finnst mér afar undarleg afstaða, þótt ekki sé meira sagt. Ég er nefnilega frekar skapgóð og skemmtileg manneskja og auðveld í umgengni dags daglega. Við hjónakornin eru alveg bullandi ástfangin af hvort öðru. Ást okkar og hjónaband er mjög farsælt og hamingjusamt. Við höfum fundið saman hinn eina sanna kærleika og geri aðrir betur. Sonur okkar syngur oft líka af hamingju. Hann er svo hamingjusamur og líður svo vel. Við erum einfaldlega mjög hamingjusöm fjölskylda. Sonur minn er ekki einhverfur. Hann líkist föður sínum meira og samband þeirra er dásamlegt. Mér finnst löngu kominn tími til að íslenskt samfélag fari að haga sér almennilega og bera virðingu fyrir þeim sem eru einhverfir eða sem vilja kalla sig skynsegin vegna þess að við einhverf skynjum heiminn allt öðruvísi en þið sem teljist vera með venjulegan heila. Ég t.d. er með einhverfa heyrn, vil helst vera með fæturnar alltaf á jörðinni, ég hreyfi mig öðruvísi í gegnum þrívíð rými heldur en venjulegt fólk. Mig skortir samhæfingu í hreyfingum. Samt var ég sett í handbolta, fótbolta og körfubolta í leikfimi í gamla daga. Þar var ég lögð hrottalega í einelti með hjálp margra íþróttakennarra, enda kasta ég næstum upp ef ég kem inn í íþróttahús og finn lyktina af svita, kartnöglum og fimleikadýnum. Ég er nefnilega örugglega líka með bullandi flókna áfallastreitu eftir allt eineltið og ofbeldið sem ég hef orðið fyrir nú þegar og á kannski eftir að verða fyrir í framtíðinni. Ég verð því miður að segja farir mínar í íslensku samfélagi ekki alveg sléttar. Ég verð því miður að húðskamma ykkur öll sem teljist vera með eðlilegan heila, félagslega færni og nógu mikla greind til þess að þið eigið að geta vitað hvað telst vera einelti og andlegt ofbeldi. Ég bara verð að húðskamma íslenskt samfélag í heild sinni. Meira að segja í Háskóla Íslands varð ég fyrir margvíslegu einelti og þar var oft talað niður til mín. Ég eiginlega satt best að segja búin að fá nóg. Ég get ekki horft upp á fullorðna, sterka karlmenn gráta eins og lítil börn, af því að þeir hafa þurft að horfa upp á einhverfu börnin sín lögð í hrottalegt einelti. Einelti spyr nefnilega ekki um stöðu barns eða foreldris í samfélaginu. Meira að segja Forseti Íslands gæti ekki komið í veg fyrir einelti hjá barninu sínu, ef barnið væri einhverft eða skynsegin. Viljið þið bara gjöra svo vel og byrja að bera almennilega virðingu fyrir einhverfum skynsegin manneskjum hvort sem þær eru börn, fullorðnir eða aldraðir. Ég er að setja ykkur mörk. Ég hef nefnilega lært það af kettinum mínum að bera alltaf virðingu fyrir sjálfri mér, alveg sama í hverju ég lendi. Hafið þið nokkurn tímann séð ljón eða kött sem ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér. Nei, það hef ég ekki heldur. Þannig að núna er ég ekki lengur kennitala, tilfelli, borgari, öryrki, einhverf, skynsegin, geðveik, ADHD eða hvað þetta nú allt þetta heitir. Ég er einfaldlega orðin manneskja og ég krefst þess að komið sé fram við mig af þeirri virðingu sem ég á fyllilega skilið. Mín vegna má henda öllum þessum greiningum og merkingum í ruslið fyrir fullt og allt. Mannkynið er einfaldlega samansett úr mörgum ólíkum einstaklingum og hópum. Það hafa alltaf verið til einhverjir sem eru með öðruvísi skynjun og öðruvísi heilabú. Við bara hreinlega viljum að tekið sé tillit til fjölbreytileika heilans og að það sé viðurkennt og skilið sé að hann getur verið allskonar. Ég er ekki að kvarta persónulega. Ég er núna eins og ljón. Ef ég særist, þá bara sleiki ég sárin eins og dýrin gera og held áfram með líf mitt. Hefur þú einhvern tímann séð ljón kvarta yfir hlutskipti sínu. Nei, það hef ég ekki heldur. Kettir sem festast í gaddavírsgirðingu gefast ekki upp heldur slíta sig lausa og sleikja sárin. Síðan halda þeir lífi sínu áfram. Orðið uppgjöf er hreinlega ekki til í minni orðabók. Höfundur er með B.A. í rússnesku og sagnfræði. B.Sc. í almennri jarðfræði. M.Sc. í umhverfisefnafræði og M.A. í þýðingafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er árið 2021 senn að taka enda. Bráðum munum við standa með kampavísglös á Gamlárskvöld, skála með tárin í augunum og kveðja hið liðna. Hvernig væri nú ef íslenskt samfélag myndi strengja það áramótaheit að koma af virðingu fram við einhverfa, skynsegin einstaklinga hvort sem þeir eru börn, unglingar, fullorðnir eða aldraðir? Ég er ennþá að heyra nýjar sögur af einelti gegn einhverfum börnum og unglingum. Núna árið 2021 eftir alla okkar baráttu. Ég lenti sem einhverfur/ADHD einstaklingur í einelti bæði í leikskóla, í Hagaskóla, í Háskóla Íslands, hjá Rannís og svo má lengi telja. Ætlar þessari glórulausu þjáningu einhverfra og skynsegin fólks aldrei að ljúka? Ég verð reið þegar ég frétti að einhverf börn séu ennþá í sömu stöðu og ég var sjálf fyrir 45 árum síðan. Getið þið sem eruð sögð vera venjulegt fólk ekki bara drattast til að haga ykkur almennilega og koma vel fram við þá sem eru að einhverju leyti öðruvísi en þið sjálf. Mér hafa einnig verið að berast sögur frá sambýlum þar sem einhverfir einstaklingar verða stundum fyrir andlegu ofbeldi. Oft ríkir takmarkaður skilningur á því, að hinn einhverfi sé ef til vill með fullu viti og með fulla greind á bakvið frosna grímu einhverfunnar. Oft er komið fram við einhverfa eins og þeir séu mjög vitsmunalega skertir. Slíkt getur farið í taugarnar á þeim. Allt endar þetta með uppreisn sem síðan getur orðið til þess að sá einhverfi er læstur inni í herberginu sínu líkt og hann eða hún væri í fangelsi. Hvað er vandamálið? Vandamálið er sennilega fyrst og fremst skortur á almennri fræðslu um einhverfu og skynjun einhverfra. Þegar ég segist vera einhverf/skynsegin/ADHD halda flestir að ég sé með sjúkdóm og að ég sé mjög fötluð og jafnvel vitsmunalega skert. Ég er að vísu líka með sjúkdóm sem veldur mér vandræðum (F29). En ef menn halda að ég fatti ekki þegar verið er að tala niður til mín, þá er það mikill misskilningur. Ég er nefnilega yfirburðagreind a.m.k. á þessu hefðbundna sviði sem er yfirleitt verið að mæla. Ef þið einfaldlega skiljið mig ekki og getið ekki fylgt mér eftir, þá er það ekki mitt vandamál. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að allir, já allir séu vel greindir. Fólk er bara mismunandi greint. Sumir eru mjög handlagnir og greindir í höndunum við að smíða og skapa. Aðrir eru með tónlistargreind og geta sungið. Sumir eru fæddir leiðtogar og hafa leiðtogagreind. Hvaða asna datt í hug að búa til stöðluð greindarpróf þegar það er nákvæmlega ekkert staðlað við mannkynið? Er vandamálið sem við glímum við kannski frekar læknavísindin og staðlaðar greiningaraðferðir þeirra heldur en “vandamálin sjálf”, heilkennin, skynjunin, sjúkdómarnir eða hvað sem menn vilja kalla hlutina? Oft segir fólk sem telst vera með venjulegan heila að eiginmaður minn sé svo mikil hetja að vera ekki búinn að yfirgefa mig nú þegar þar sem ég er bæði einhverf/skynsegin /ADHD og með ótilgreindan geðrofssjúkdóm (F29). Þetta finnst mér afar undarleg afstaða, þótt ekki sé meira sagt. Ég er nefnilega frekar skapgóð og skemmtileg manneskja og auðveld í umgengni dags daglega. Við hjónakornin eru alveg bullandi ástfangin af hvort öðru. Ást okkar og hjónaband er mjög farsælt og hamingjusamt. Við höfum fundið saman hinn eina sanna kærleika og geri aðrir betur. Sonur okkar syngur oft líka af hamingju. Hann er svo hamingjusamur og líður svo vel. Við erum einfaldlega mjög hamingjusöm fjölskylda. Sonur minn er ekki einhverfur. Hann líkist föður sínum meira og samband þeirra er dásamlegt. Mér finnst löngu kominn tími til að íslenskt samfélag fari að haga sér almennilega og bera virðingu fyrir þeim sem eru einhverfir eða sem vilja kalla sig skynsegin vegna þess að við einhverf skynjum heiminn allt öðruvísi en þið sem teljist vera með venjulegan heila. Ég t.d. er með einhverfa heyrn, vil helst vera með fæturnar alltaf á jörðinni, ég hreyfi mig öðruvísi í gegnum þrívíð rými heldur en venjulegt fólk. Mig skortir samhæfingu í hreyfingum. Samt var ég sett í handbolta, fótbolta og körfubolta í leikfimi í gamla daga. Þar var ég lögð hrottalega í einelti með hjálp margra íþróttakennarra, enda kasta ég næstum upp ef ég kem inn í íþróttahús og finn lyktina af svita, kartnöglum og fimleikadýnum. Ég er nefnilega örugglega líka með bullandi flókna áfallastreitu eftir allt eineltið og ofbeldið sem ég hef orðið fyrir nú þegar og á kannski eftir að verða fyrir í framtíðinni. Ég verð því miður að segja farir mínar í íslensku samfélagi ekki alveg sléttar. Ég verð því miður að húðskamma ykkur öll sem teljist vera með eðlilegan heila, félagslega færni og nógu mikla greind til þess að þið eigið að geta vitað hvað telst vera einelti og andlegt ofbeldi. Ég bara verð að húðskamma íslenskt samfélag í heild sinni. Meira að segja í Háskóla Íslands varð ég fyrir margvíslegu einelti og þar var oft talað niður til mín. Ég eiginlega satt best að segja búin að fá nóg. Ég get ekki horft upp á fullorðna, sterka karlmenn gráta eins og lítil börn, af því að þeir hafa þurft að horfa upp á einhverfu börnin sín lögð í hrottalegt einelti. Einelti spyr nefnilega ekki um stöðu barns eða foreldris í samfélaginu. Meira að segja Forseti Íslands gæti ekki komið í veg fyrir einelti hjá barninu sínu, ef barnið væri einhverft eða skynsegin. Viljið þið bara gjöra svo vel og byrja að bera almennilega virðingu fyrir einhverfum skynsegin manneskjum hvort sem þær eru börn, fullorðnir eða aldraðir. Ég er að setja ykkur mörk. Ég hef nefnilega lært það af kettinum mínum að bera alltaf virðingu fyrir sjálfri mér, alveg sama í hverju ég lendi. Hafið þið nokkurn tímann séð ljón eða kött sem ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér. Nei, það hef ég ekki heldur. Þannig að núna er ég ekki lengur kennitala, tilfelli, borgari, öryrki, einhverf, skynsegin, geðveik, ADHD eða hvað þetta nú allt þetta heitir. Ég er einfaldlega orðin manneskja og ég krefst þess að komið sé fram við mig af þeirri virðingu sem ég á fyllilega skilið. Mín vegna má henda öllum þessum greiningum og merkingum í ruslið fyrir fullt og allt. Mannkynið er einfaldlega samansett úr mörgum ólíkum einstaklingum og hópum. Það hafa alltaf verið til einhverjir sem eru með öðruvísi skynjun og öðruvísi heilabú. Við bara hreinlega viljum að tekið sé tillit til fjölbreytileika heilans og að það sé viðurkennt og skilið sé að hann getur verið allskonar. Ég er ekki að kvarta persónulega. Ég er núna eins og ljón. Ef ég særist, þá bara sleiki ég sárin eins og dýrin gera og held áfram með líf mitt. Hefur þú einhvern tímann séð ljón kvarta yfir hlutskipti sínu. Nei, það hef ég ekki heldur. Kettir sem festast í gaddavírsgirðingu gefast ekki upp heldur slíta sig lausa og sleikja sárin. Síðan halda þeir lífi sínu áfram. Orðið uppgjöf er hreinlega ekki til í minni orðabók. Höfundur er með B.A. í rússnesku og sagnfræði. B.Sc. í almennri jarðfræði. M.Sc. í umhverfisefnafræði og M.A. í þýðingafræði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun