Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2021 10:39 Minnst eitt evrópskt fyrirtæki er sagt hafa slitið tengsl sín við Litháen. Þessi mynd var tekin í Vilnius í gær. AP/Mindaugas Kulbis Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Háttsettur embættismaður frá Litháen sagði Reuters fréttaveitunni nýverið frá kröfum Kínverja og að alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar slitið samningum við fyrirtæki í Litháen. „Þeir [Kínverjar] hafa sent þau skilaboð til alþjóðlegra fyrirtækja að ef þau noti vörur eða birgðir frá Litháen, muni þau ekki geta selt vörur sínar á kínverskum mörkuðum eða keypt vörur þar,“ sagði Mantas Adomenas, aðstoðarutanríkisráðherra Litháens. Hann vildi hvorki nefna þau fyrirtæki sem eiga að hafa slitið tengsl við fyrirtæki í Litháen, né þau fyrirtæki sem hafi misst samninga. Né vildi hann segja hve mörg þau væru. Fréttaveitan segir bein viðskipti Litháens og Kína tiltölulega lítil. Mikill fjöldi litháenskra fyrirtækja framleiði hins vegar vörur og annað fyrir alþjóðleg fyrirtæki sem selji þær svo í Kína. Fyrr í haust ráðlögðu stjórnvöld í Litháen íbúum að farga kínverskum símum og kaupa ekki nýja síma frá kínverskum framleiðendum. Það væri meðal annars vegna öryggisgalla og sjálfvirks ritskoðunarbúnaðar. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Sjá einnig: Stjórnvöld í Litháen hvetja landsmenn til að farga kínverskum símum Minnst eitt fyrirtæki slitið tengsl Samtök atvinnulífsins í Lithaáen staðfestu frásögn Adomenas við Reuters. Vidmantas Janulevicius, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að fyrsta alþjóðlega fyrirtækið hefði slitið tengsl við Litháen í þessari viku. Hótanir um að slíkt gæti gerst höfðu borist áður en nú hafi það raungerst. „Fyrir okkur er það versta að þetta er evrópskt fyrirtæki,“ sagði Janulevicius. Hann sagði mörg litháísk fyrirtæki framleiða fyrir fyrirtæki eins og það sem um ræðir. Ríkisstjórn landsins á í viðræðum við fyrirtæki sem eiga á hættu að tapa viðskiptum og hefur meðal annars verið rætt um mögulega fjárhagslegan stuðning. Þá hefur ríkisstjórnin leitað stuðnings frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og í bréfi til stjórnarinnar stóð að Evrópa þyrfti að gera Kínverjum ljóst að þrýstingur sem þessi væri óásættanlegur. Adomenas sagði að Litháar myndu ekki gefa eftir og láta undan þrýstingi Kínverja. „Við ákveðum hvað við gerum, að kalla Taívan Taívan. Ekki Peking.“ Litháen Kína Evrópusambandið Taívan Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. 15. nóvember 2021 09:04 Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Háttsettur embættismaður frá Litháen sagði Reuters fréttaveitunni nýverið frá kröfum Kínverja og að alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar slitið samningum við fyrirtæki í Litháen. „Þeir [Kínverjar] hafa sent þau skilaboð til alþjóðlegra fyrirtækja að ef þau noti vörur eða birgðir frá Litháen, muni þau ekki geta selt vörur sínar á kínverskum mörkuðum eða keypt vörur þar,“ sagði Mantas Adomenas, aðstoðarutanríkisráðherra Litháens. Hann vildi hvorki nefna þau fyrirtæki sem eiga að hafa slitið tengsl við fyrirtæki í Litháen, né þau fyrirtæki sem hafi misst samninga. Né vildi hann segja hve mörg þau væru. Fréttaveitan segir bein viðskipti Litháens og Kína tiltölulega lítil. Mikill fjöldi litháenskra fyrirtækja framleiði hins vegar vörur og annað fyrir alþjóðleg fyrirtæki sem selji þær svo í Kína. Fyrr í haust ráðlögðu stjórnvöld í Litháen íbúum að farga kínverskum símum og kaupa ekki nýja síma frá kínverskum framleiðendum. Það væri meðal annars vegna öryggisgalla og sjálfvirks ritskoðunarbúnaðar. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Sjá einnig: Stjórnvöld í Litháen hvetja landsmenn til að farga kínverskum símum Minnst eitt fyrirtæki slitið tengsl Samtök atvinnulífsins í Lithaáen staðfestu frásögn Adomenas við Reuters. Vidmantas Janulevicius, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að fyrsta alþjóðlega fyrirtækið hefði slitið tengsl við Litháen í þessari viku. Hótanir um að slíkt gæti gerst höfðu borist áður en nú hafi það raungerst. „Fyrir okkur er það versta að þetta er evrópskt fyrirtæki,“ sagði Janulevicius. Hann sagði mörg litháísk fyrirtæki framleiða fyrir fyrirtæki eins og það sem um ræðir. Ríkisstjórn landsins á í viðræðum við fyrirtæki sem eiga á hættu að tapa viðskiptum og hefur meðal annars verið rætt um mögulega fjárhagslegan stuðning. Þá hefur ríkisstjórnin leitað stuðnings frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og í bréfi til stjórnarinnar stóð að Evrópa þyrfti að gera Kínverjum ljóst að þrýstingur sem þessi væri óásættanlegur. Adomenas sagði að Litháar myndu ekki gefa eftir og láta undan þrýstingi Kínverja. „Við ákveðum hvað við gerum, að kalla Taívan Taívan. Ekki Peking.“
Litháen Kína Evrópusambandið Taívan Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. 15. nóvember 2021 09:04 Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48
Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. 15. nóvember 2021 09:04
Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30