Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2021 13:18 Hingað til hafa rafbílakaupendur notið afsláttar af vörugjöldum og virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra boðar breytingar á skatta- og gjaldakerfi ökutækja til að vega upp á móti tekjutapi vegna fækkunar ökutækja sem nýta jarðefnaeldsneyti. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. Ýmis gjöld eru lögð á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eins og almenn vörugjöld, sérstakt vörugjald, kolefnisgjald, flutningsjöfnunargjald og virðisaukaskattur. Að auki koma síðan bifreiðagjald og úrvinnslugjald, mismunandi eftir bíltegundum. Öll þessi gjöld og skattar skapa ríkissjóði töluvert miklar tekjur. Þannig hafa áætlaðar tekjur af ökutækjum og eldsneyti verið um 37 milljarðar á ári. Ýmsar undanþágur hafa verið í gildi varðandi rafmagnsbíla á undanförnum árum til að hvetja til orkuskipta í umferðinni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að strax á næsta ári verði byrjað að draga úr þessum afsláttum. Bjarni Benediktsson segir ríkissjóð ekki geta verið án tekna af samgöngum til að standa straum af viðhaldi og uppbyggingu innviða.Vísir/Vilhelm „Já, það er aðeins varðandi tengiltvinnbíla. Við erum aðeins að herða skilyrðin smám saman eftir því sem árin líða. En við höfum líka séð mikla þróun í framleiðslu þessarra ökutækja. Það er mjög athyglivert að sjá hversu mikill árangur er að nást hjá framleiðendum. En það sem bíður okkar varðandi þessi ökutæki er í raun og veru að búa til nýtt tekjumódel fyrir ríkið út af eldsneyti og ökutækjum. Innflutningi slíkra tækja,“ segir Bjarni. Til að vega upp á móti þeirri þróun að sífellt færri fari á bensínstöðvar. En rafknúin ökutæki hafi verið með verulegar ívilnanir bæði varðandi vörugjöld og virðisaukaskatt. Það hafi skilað þeim ánægjulega árangri að Íslendingum hafi tekist að vera mjög framarlega í innleiðingu á grænum ökutækjum. „En við þurfum að fara að sjá fram á hvað á að taka við. Vegna þess að tekjutap ríkissjóðs ef við gerum ekki neitt fer að stefna í þrjátíu milljarða á ári. Það er þá stuðningurinn sem við höfum verið með ef svona heldur áfram til orkuskipta í samgöngum,“ segir fjármálaráðherra. Ríkissjóður geti hins vegar ekki hætt að hafa tekjur af umferðinni. Framlag frá henni væri nauðsynlegt til að viðhalda innviðum. Hvenær kemur nýtt slíkt álagningarkerfi á umferðina? „Ég sé fyrir mér að það gerist í áföngum. En það verður að teiknast upp á þessu kjörtímabili. Ég myndi vilja sjá fyrstu skrefin gerast vonandi eftir eitt ár, í síðasta lagi eftir tvö,“ segir Bjarni Benediktsson. Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Tengdar fréttir Rafbílavæðing sparaði 66°Norður 19 tonn CO2 í útblæstri 66°Norður hefur fengið afhenta níu Kia e-Niro rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju sem eru þegar komnir í notkun hjá fyrirtækinu. 4. október 2021 07:00 Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. 1. júní 2021 15:30 Fleiri velja vistvæn ökutæki Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. 7. maí 2021 10:00 2021 og hraðari orkuskipti Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. 12. janúar 2021 07:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Ýmis gjöld eru lögð á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eins og almenn vörugjöld, sérstakt vörugjald, kolefnisgjald, flutningsjöfnunargjald og virðisaukaskattur. Að auki koma síðan bifreiðagjald og úrvinnslugjald, mismunandi eftir bíltegundum. Öll þessi gjöld og skattar skapa ríkissjóði töluvert miklar tekjur. Þannig hafa áætlaðar tekjur af ökutækjum og eldsneyti verið um 37 milljarðar á ári. Ýmsar undanþágur hafa verið í gildi varðandi rafmagnsbíla á undanförnum árum til að hvetja til orkuskipta í umferðinni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að strax á næsta ári verði byrjað að draga úr þessum afsláttum. Bjarni Benediktsson segir ríkissjóð ekki geta verið án tekna af samgöngum til að standa straum af viðhaldi og uppbyggingu innviða.Vísir/Vilhelm „Já, það er aðeins varðandi tengiltvinnbíla. Við erum aðeins að herða skilyrðin smám saman eftir því sem árin líða. En við höfum líka séð mikla þróun í framleiðslu þessarra ökutækja. Það er mjög athyglivert að sjá hversu mikill árangur er að nást hjá framleiðendum. En það sem bíður okkar varðandi þessi ökutæki er í raun og veru að búa til nýtt tekjumódel fyrir ríkið út af eldsneyti og ökutækjum. Innflutningi slíkra tækja,“ segir Bjarni. Til að vega upp á móti þeirri þróun að sífellt færri fari á bensínstöðvar. En rafknúin ökutæki hafi verið með verulegar ívilnanir bæði varðandi vörugjöld og virðisaukaskatt. Það hafi skilað þeim ánægjulega árangri að Íslendingum hafi tekist að vera mjög framarlega í innleiðingu á grænum ökutækjum. „En við þurfum að fara að sjá fram á hvað á að taka við. Vegna þess að tekjutap ríkissjóðs ef við gerum ekki neitt fer að stefna í þrjátíu milljarða á ári. Það er þá stuðningurinn sem við höfum verið með ef svona heldur áfram til orkuskipta í samgöngum,“ segir fjármálaráðherra. Ríkissjóður geti hins vegar ekki hætt að hafa tekjur af umferðinni. Framlag frá henni væri nauðsynlegt til að viðhalda innviðum. Hvenær kemur nýtt slíkt álagningarkerfi á umferðina? „Ég sé fyrir mér að það gerist í áföngum. En það verður að teiknast upp á þessu kjörtímabili. Ég myndi vilja sjá fyrstu skrefin gerast vonandi eftir eitt ár, í síðasta lagi eftir tvö,“ segir Bjarni Benediktsson.
Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Tengdar fréttir Rafbílavæðing sparaði 66°Norður 19 tonn CO2 í útblæstri 66°Norður hefur fengið afhenta níu Kia e-Niro rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju sem eru þegar komnir í notkun hjá fyrirtækinu. 4. október 2021 07:00 Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. 1. júní 2021 15:30 Fleiri velja vistvæn ökutæki Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. 7. maí 2021 10:00 2021 og hraðari orkuskipti Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. 12. janúar 2021 07:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Rafbílavæðing sparaði 66°Norður 19 tonn CO2 í útblæstri 66°Norður hefur fengið afhenta níu Kia e-Niro rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju sem eru þegar komnir í notkun hjá fyrirtækinu. 4. október 2021 07:00
Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. 1. júní 2021 15:30
Fleiri velja vistvæn ökutæki Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. 7. maí 2021 10:00
2021 og hraðari orkuskipti Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. 12. janúar 2021 07:30