Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 14:00 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, segir örvunarskammtinn af bóluefni við Covid-19 hafa mikið að segja um framgang faraldursins. Vísir/Sigurjón Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. Örvunarbólusetningar eru í fullum gangi, þegar hafa 136 þúsund fengið þriðja skammtinn, og ráðgert er að sprauta rúmlega 30.000 Íslendinga enn í þessum mánuði. Áfram verður haldið á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá ætti verulegur hluti landsmanna að vera kominn með skammtinn. „Ég held að það sé það mikilvægasta sem við getum gert til að halda samfélaginu gangandi og lágmarka veikindi að það sé góð þátttaka í þessum bólusetningum sem nú eru í fullum gangi. Þetta er í raun og veru langöflugasta forvörn sem við höfum, þannig að ég vil bara hvetja alla til að taka þátt í því,“ sagði Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vafi hefur leikið á um virkni bóluefna gegn omíkron-afbrigðinu en myndin er aðeins farin að skýrast. „Það sem hefur komið fram er jákvætt að því leytinu til að þar er nokkurn veginn staðfest að mótefnavernd sem hlýst af þremur skömmtum virðist vera fullnægjandi eða ætti að vera fullnægjandi til að vernda gegn alvarlegum sjúkdómi sýkist maður af omíkron-afbrigðinu,“ segir Magnús. Það gætir sums staðar gremju hjá þeim sem segja, ja, þið sögðuð að tveir skammtar væru nóg og fullnægjandi og svo breytið þið því og bætið við skammti. Hvað er við því að segja? „Við því er það einfaldlega að segja að við erum að fást við nýtt og áður óþekkt vandamál og það er í sjálfu sér ekki hægt að gefa nein loforð um það hvernig framtíðin verður.“ Covid-sjúklingur lést á Landspítala í gær og tveir eru á öndunarvél. 145 greindust með veiruna innanlands í gær og minna en helmingur var í sóttkví. Og á það hefur verið bent að þeir sem greinast nú eiga á hættu að vera í einangrun á jólunum, ef sú varir í tvær vikur vegna viðvarandi einkenna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Örvunarbólusetningar eru í fullum gangi, þegar hafa 136 þúsund fengið þriðja skammtinn, og ráðgert er að sprauta rúmlega 30.000 Íslendinga enn í þessum mánuði. Áfram verður haldið á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá ætti verulegur hluti landsmanna að vera kominn með skammtinn. „Ég held að það sé það mikilvægasta sem við getum gert til að halda samfélaginu gangandi og lágmarka veikindi að það sé góð þátttaka í þessum bólusetningum sem nú eru í fullum gangi. Þetta er í raun og veru langöflugasta forvörn sem við höfum, þannig að ég vil bara hvetja alla til að taka þátt í því,“ sagði Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vafi hefur leikið á um virkni bóluefna gegn omíkron-afbrigðinu en myndin er aðeins farin að skýrast. „Það sem hefur komið fram er jákvætt að því leytinu til að þar er nokkurn veginn staðfest að mótefnavernd sem hlýst af þremur skömmtum virðist vera fullnægjandi eða ætti að vera fullnægjandi til að vernda gegn alvarlegum sjúkdómi sýkist maður af omíkron-afbrigðinu,“ segir Magnús. Það gætir sums staðar gremju hjá þeim sem segja, ja, þið sögðuð að tveir skammtar væru nóg og fullnægjandi og svo breytið þið því og bætið við skammti. Hvað er við því að segja? „Við því er það einfaldlega að segja að við erum að fást við nýtt og áður óþekkt vandamál og það er í sjálfu sér ekki hægt að gefa nein loforð um það hvernig framtíðin verður.“ Covid-sjúklingur lést á Landspítala í gær og tveir eru á öndunarvél. 145 greindust með veiruna innanlands í gær og minna en helmingur var í sóttkví. Og á það hefur verið bent að þeir sem greinast nú eiga á hættu að vera í einangrun á jólunum, ef sú varir í tvær vikur vegna viðvarandi einkenna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57
121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46