Spá mikilli fjölgun í fjármálageiranum og mikilli fækkun bænda og sjómanna Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 11:45 Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035. Myndin er af Borgartúni. Vísir/Vilhelm Ný spá Hagstofunnar gerir ráð að starfsfólki muni fjölga mest innan fjármála- og vátryggingastarfsemi hér á landi fram til ársins 2035. Á sama tíma muni starfsfólki í landbúnaði og í fiskveiðum fækka verulega. Frá þessu segir á vef Hagstofunnar þar sem tilraun er gerð til að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda auglýstra starfa innan hvers atvinnubálks fram til ársins 2035. Á tímabilinu 2017 til 2035 er gert ráð fyrir að fólk á aldrinum 16 til 74 fjölgi um rúmlega 36 þúsund manns, eða um 19 prósent. Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035 og 53 prósenta fjölgun hjá þeim sem starfa í „ýmissri sérhæfðri þjónustu“. Hagstofan Þá er reiknað með að mesti samdrátturinn verði á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, eða um 61 prósent. Hagstofan segir mikilvægt að árétta að við útreikninga á fjölda starfandi eftir atvinnugreinabálkum sé tekið mið af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar á atvinnugreinar samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2019 en þar sé gert ráð fyrir auknum samdrætti vegna sjálfvirknivæðingar í ákveðnum atvinnugreinum. „Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að eftirspurn í formi lausra starfa muni dragast saman í öllum atvinnugreinum nema auglýstum störfum sem falla undir ýmsa sérhæfða þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) en fjöldi auglýstra starfa sem falla undir þann bálk mun nánast haldast óbreyttur til ársins 2035. Menntunarstaða á Íslandi hefur hækkað á síðustu misserum. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram út spátímabilið eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Samanborið við árið 2017 er gert ráð fyrir að hlutfall fólks með háskólamenntun á aldrinum 16-74 ára aukist úr 30% í 44% (48.000 einstaklingar) árið 2035. Einnig er búist við að hlutfall fólks eingöngu með grunnmenntun lækki um 12% (24.600 einstaklingar) á sama tímabili. Leiða má líkur að því að þetta sé m.a. vegna þess að æ fleiri atvinnurekendur krefjast að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar og vegna þess að sífellt fleiri einstaklingar með framhaldsmenntun koma í stað þeirra sem eru með grunnmenntun sem hæstu menntun og fara á eftirlaun,“ segir á vef Hagstofunnar. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Frá þessu segir á vef Hagstofunnar þar sem tilraun er gerð til að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda auglýstra starfa innan hvers atvinnubálks fram til ársins 2035. Á tímabilinu 2017 til 2035 er gert ráð fyrir að fólk á aldrinum 16 til 74 fjölgi um rúmlega 36 þúsund manns, eða um 19 prósent. Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035 og 53 prósenta fjölgun hjá þeim sem starfa í „ýmissri sérhæfðri þjónustu“. Hagstofan Þá er reiknað með að mesti samdrátturinn verði á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, eða um 61 prósent. Hagstofan segir mikilvægt að árétta að við útreikninga á fjölda starfandi eftir atvinnugreinabálkum sé tekið mið af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar á atvinnugreinar samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2019 en þar sé gert ráð fyrir auknum samdrætti vegna sjálfvirknivæðingar í ákveðnum atvinnugreinum. „Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að eftirspurn í formi lausra starfa muni dragast saman í öllum atvinnugreinum nema auglýstum störfum sem falla undir ýmsa sérhæfða þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) en fjöldi auglýstra starfa sem falla undir þann bálk mun nánast haldast óbreyttur til ársins 2035. Menntunarstaða á Íslandi hefur hækkað á síðustu misserum. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram út spátímabilið eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Samanborið við árið 2017 er gert ráð fyrir að hlutfall fólks með háskólamenntun á aldrinum 16-74 ára aukist úr 30% í 44% (48.000 einstaklingar) árið 2035. Einnig er búist við að hlutfall fólks eingöngu með grunnmenntun lækki um 12% (24.600 einstaklingar) á sama tímabili. Leiða má líkur að því að þetta sé m.a. vegna þess að æ fleiri atvinnurekendur krefjast að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar og vegna þess að sífellt fleiri einstaklingar með framhaldsmenntun koma í stað þeirra sem eru með grunnmenntun sem hæstu menntun og fara á eftirlaun,“ segir á vef Hagstofunnar.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira