Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 12:43 Grótta á Seltjarnarnesi. Eftir að breytingin tekur gildi á næsta ári verður Seltjarnarnes enn með lægra útsvar en nær öll önnur sveitarfélög á landinu. Vísir/Vilhelm Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira