Maxwell neitaði að bera vitni Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 23:36 Ghislaine Maxwell sagðist ekki þurfa að bera vitni því saksóknurum hefði ekki tekist að sanna sekt hennar. AP/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Búist er við því að málflutningur í málinu fari fram á mánudaginn. Eftir það munu kviðdómendur þurfa að komast að niðurstöðu um hvort sakfella eigi Maxwell eða ekki. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Dómari málsins spurði Maxwell hvort hún vildi bera vitni og sagði hana eiga rétt á því að gera það, eða ekki. Hún svaraði á þá leið að saksóknurum hefði ekki tekst að sanna mál þeirra gegn henni svo það væri engin ástæða fyrir hana til að bera vitni, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Eva Andersson Dubin, fyrrverandi ungfrú Svíþjóð og læknir í New York, bar vitni fyrir hönd Maxwell en hún var einnig kærasta Epsteins um tíma, áður en hann og Maxwell tóku saman. Hún sagðist hafa treyst Epstein fyrir ungum dætrum sínum og þvertók fyrir að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn þar sem eitt meint fórnarlamb Epsteins segir að brotið hafi verið á sér. Sú hefur haldið því fram að kona sem kölluð var Eva hafi tekið þátt í athöfninni. Eva Andersson Dubin bar vitni fyrir hönd Maxwell.AP/Elizabeth Williams Hún sagðist einnig aldrei hafa orðið vitni að því að Epstein hafi hagað sér á óviðeigandi hátt í garð ungra kvenna. AP fréttaveitan segir frá því að Andersson hafi sagt saksóknurum að hún ætti í erfiðleikum með að muna langt aftur í tímann en brotið á að hafa átt sér stað. Þá er tekið fram í frétt fréttaveitunnar að Andersson og eiginmaður hennar stóðu þétt við bakið á Epstein og lýstu yfir stuðningi við hann þegar hann var ákærður og sakfelldur fyrir kynferðisbrot í Flórída árið 2008. Þá hefur kona sem sakað hefur Epstein um að brjóta á sér haldið því fram að eiginmaður Andersson, sem heitir Glenn Dubin, hafi einnig brotið á sér. Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 59 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Búist er við því að málflutningur í málinu fari fram á mánudaginn. Eftir það munu kviðdómendur þurfa að komast að niðurstöðu um hvort sakfella eigi Maxwell eða ekki. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Dómari málsins spurði Maxwell hvort hún vildi bera vitni og sagði hana eiga rétt á því að gera það, eða ekki. Hún svaraði á þá leið að saksóknurum hefði ekki tekst að sanna mál þeirra gegn henni svo það væri engin ástæða fyrir hana til að bera vitni, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Eva Andersson Dubin, fyrrverandi ungfrú Svíþjóð og læknir í New York, bar vitni fyrir hönd Maxwell en hún var einnig kærasta Epsteins um tíma, áður en hann og Maxwell tóku saman. Hún sagðist hafa treyst Epstein fyrir ungum dætrum sínum og þvertók fyrir að hafa tekið þátt í kynlífsathöfn þar sem eitt meint fórnarlamb Epsteins segir að brotið hafi verið á sér. Sú hefur haldið því fram að kona sem kölluð var Eva hafi tekið þátt í athöfninni. Eva Andersson Dubin bar vitni fyrir hönd Maxwell.AP/Elizabeth Williams Hún sagðist einnig aldrei hafa orðið vitni að því að Epstein hafi hagað sér á óviðeigandi hátt í garð ungra kvenna. AP fréttaveitan segir frá því að Andersson hafi sagt saksóknurum að hún ætti í erfiðleikum með að muna langt aftur í tímann en brotið á að hafa átt sér stað. Þá er tekið fram í frétt fréttaveitunnar að Andersson og eiginmaður hennar stóðu þétt við bakið á Epstein og lýstu yfir stuðningi við hann þegar hann var ákærður og sakfelldur fyrir kynferðisbrot í Flórída árið 2008. Þá hefur kona sem sakað hefur Epstein um að brjóta á sér haldið því fram að eiginmaður Andersson, sem heitir Glenn Dubin, hafi einnig brotið á sér.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55
Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína. 29. nóvember 2021 07:02