Huggun harmi gegn að vera í góðum hópi kollega sem hafði rangt fyrir sér Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2021 11:55 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Efnahagsþróun á árinu 2021 hefur að mörgu leyti verið jákvæðari en vænst var í ársbyrjun, að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Til að mynda hafi hagvöxtur glæðst meira, atvinnuleysi hjaðnað hraðar og krónan styrkst nokkuð umfram það sem Greining Íslandsbanka gerði ráð fyrir. Verðbólga hefur hins vegar reynst þrálátari og vaxtahækkunarferli Seðlabankans er fyrr á ferðinni en búist var við. Aukinn hagvöxtur er sagður skýrast af líflegri vexti innlendrar eftirspurnar en gert var ráð fyrir. „Til að mynda spáðum við 1,9% einkaneysluvexti í janúarspánni. Vöxturinn var hins vegar 5,4% á fyrstu þremur ársfjórðungunum og tölur á borð við kortaveltu og innflutning neysluvara gefa til kynna að vöxturinn á árinu öllu gæti jafnvel reynst aðeins meiri. Einkaneysluþróun vegur þungt í hagvaxtartaktinum og þessi munur er að sama skapi stór hluti skýringarinnar á vanmati okkar á hagvexti ársins í janúarspánni,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar aðalhagfræðings á vef Íslandsbanka. Svipaða sögu megi segja af fjárfestingu en fjármunamyndun jókst um ríflega 13% á fyrstu níu mánuðum ársins. Til samanburðar spáði Greining Íslandsbanka tæplega 4% vexti í janúar síðastliðnum. Hins vegar er útlit fyrir að útflutningsvöxtur verði álíka mikill og spáð var í ársbyrjun. Minna atvinnuleysi Störfum hefur sömuleiðis fjölgað hraðar en útlit var fyrir í ársbyrjun. Í janúarspá Íslandsbanka var gert ráð fyrir að atvinnuleysi yrði að jafnaði 9,4% í ár en myndi hjaðna í 4,6% að jafnaði á næsta ári. Atvinnuleysi var hins vegar komið niður í 5% á haustdögum og hefur haldist í því hlutfalli síðan. Á sama tíma hefur verðbólga reynst þrálátari en búist var við. Í janúar átti Greining Íslandsbanka von á því að verðbólga yrði tiltölulega skapleg í ár þar sem vísbendingar væru um að innflutti verðbólgukúfurinn sem kom í kjölfar krónuveikingar á árinu 2020 yrði brátt að baki. Raunin varð hins vegar önnur og árið 2021 hefur verið mesta verðbólguár á Íslandi frá árinu 2012. Var verðbólga að meðaltali 4,4% á árinu. Samhliða þessu fór vaxtahækkunarferli Seðlabankans fyrr af stað en bankinn átti von á en í ársbyrjun spáði hann óbreyttum 0,75% stýrivöxtum út árið 2021. Seðlabankinn hefur alls hækkað stýrivexti um 1,25 prósentur frá því í ársbyrjun og eru meginvextir bankans nú 2,0%. Í góðum hópi kollega „Segja má að vanmat okkar á verðbólgu ársins hafi að talsverðu leyti endurspeglað of hóflegar væntingar okkar framan af ári til innlendrar eftirspurnar og stöðu íslenskra heimila á árinu. Sér í lagi áttum við ekki frekar en flestir aðrir von á því að íbúðamarkaður myndi taka eins hressilega við sér og raunin varð. Við spáðum í ársbyrjun að íbúðaverð myndi að jafnaði verða 6,5% hærra á árinu 2021 en á árinu á undan. Raunin er hins vegar tæplega 13% hærra verð að meðaltali á árinu en í fyrra. Þar sem íbúðaverð vegur allþungt í vísitölu neysluverðs hefur þessi þróun heldur betur sett mark sitt á verðbólguþróun ársins,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki hafi verðþróun erlendis og þróun flutningskostnaðar verið töluvert óhagstæðari en gert var ráð fyrir. Almennt sé verðbólga nú víðast meiri en hún hafi verið um árabil og mun meiri en almennt var spáð á heimsvísu fyrr á árinu. „Við erum því í góðum hópi innlendra sem erlendra kollega sem hafa vanmetið áhrif mótvægisaðgerða stjórnvalda við faraldrinum, breytinga á eftirspurn heimila og ójafnvægis í framleiðslu- og flutningakerfum jarðarkringlunnar á verðbólguna undanfarna fjórðunga. Er það eilítil huggun harmi gegn.“ Jón Bjarki Bentsson ræddi stöðu fasteignamarkaðarins og efnahagshorfur næsta árs í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Efnahagsmál Íslenska krónan Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Verðbólga hefur hins vegar reynst þrálátari og vaxtahækkunarferli Seðlabankans er fyrr á ferðinni en búist var við. Aukinn hagvöxtur er sagður skýrast af líflegri vexti innlendrar eftirspurnar en gert var ráð fyrir. „Til að mynda spáðum við 1,9% einkaneysluvexti í janúarspánni. Vöxturinn var hins vegar 5,4% á fyrstu þremur ársfjórðungunum og tölur á borð við kortaveltu og innflutning neysluvara gefa til kynna að vöxturinn á árinu öllu gæti jafnvel reynst aðeins meiri. Einkaneysluþróun vegur þungt í hagvaxtartaktinum og þessi munur er að sama skapi stór hluti skýringarinnar á vanmati okkar á hagvexti ársins í janúarspánni,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar aðalhagfræðings á vef Íslandsbanka. Svipaða sögu megi segja af fjárfestingu en fjármunamyndun jókst um ríflega 13% á fyrstu níu mánuðum ársins. Til samanburðar spáði Greining Íslandsbanka tæplega 4% vexti í janúar síðastliðnum. Hins vegar er útlit fyrir að útflutningsvöxtur verði álíka mikill og spáð var í ársbyrjun. Minna atvinnuleysi Störfum hefur sömuleiðis fjölgað hraðar en útlit var fyrir í ársbyrjun. Í janúarspá Íslandsbanka var gert ráð fyrir að atvinnuleysi yrði að jafnaði 9,4% í ár en myndi hjaðna í 4,6% að jafnaði á næsta ári. Atvinnuleysi var hins vegar komið niður í 5% á haustdögum og hefur haldist í því hlutfalli síðan. Á sama tíma hefur verðbólga reynst þrálátari en búist var við. Í janúar átti Greining Íslandsbanka von á því að verðbólga yrði tiltölulega skapleg í ár þar sem vísbendingar væru um að innflutti verðbólgukúfurinn sem kom í kjölfar krónuveikingar á árinu 2020 yrði brátt að baki. Raunin varð hins vegar önnur og árið 2021 hefur verið mesta verðbólguár á Íslandi frá árinu 2012. Var verðbólga að meðaltali 4,4% á árinu. Samhliða þessu fór vaxtahækkunarferli Seðlabankans fyrr af stað en bankinn átti von á en í ársbyrjun spáði hann óbreyttum 0,75% stýrivöxtum út árið 2021. Seðlabankinn hefur alls hækkað stýrivexti um 1,25 prósentur frá því í ársbyrjun og eru meginvextir bankans nú 2,0%. Í góðum hópi kollega „Segja má að vanmat okkar á verðbólgu ársins hafi að talsverðu leyti endurspeglað of hóflegar væntingar okkar framan af ári til innlendrar eftirspurnar og stöðu íslenskra heimila á árinu. Sér í lagi áttum við ekki frekar en flestir aðrir von á því að íbúðamarkaður myndi taka eins hressilega við sér og raunin varð. Við spáðum í ársbyrjun að íbúðaverð myndi að jafnaði verða 6,5% hærra á árinu 2021 en á árinu á undan. Raunin er hins vegar tæplega 13% hærra verð að meðaltali á árinu en í fyrra. Þar sem íbúðaverð vegur allþungt í vísitölu neysluverðs hefur þessi þróun heldur betur sett mark sitt á verðbólguþróun ársins,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki hafi verðþróun erlendis og þróun flutningskostnaðar verið töluvert óhagstæðari en gert var ráð fyrir. Almennt sé verðbólga nú víðast meiri en hún hafi verið um árabil og mun meiri en almennt var spáð á heimsvísu fyrr á árinu. „Við erum því í góðum hópi innlendra sem erlendra kollega sem hafa vanmetið áhrif mótvægisaðgerða stjórnvalda við faraldrinum, breytinga á eftirspurn heimila og ójafnvægis í framleiðslu- og flutningakerfum jarðarkringlunnar á verðbólguna undanfarna fjórðunga. Er það eilítil huggun harmi gegn.“ Jón Bjarki Bentsson ræddi stöðu fasteignamarkaðarins og efnahagshorfur næsta árs í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Efnahagsmál Íslenska krónan Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira