Fyrirgefið orðbragðið, „andskotans“ hræsni sem þetta er! Vilhjálmur Birgisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Vinnumarkaður Alþingi Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun