Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 9. janúar 2022 07:00 Nökkvi Fjalar Orrason. Aðsent Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. Nökkvi býr í London ásamt TikTok stjörnunni og förðunarfræðingnum Emblu Wigum og frumkvöðlinum Gunnari Birgissyni. Nökkvi er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að jákvæðri hvatningu og er duglegur að deila því með fylgjendum sínum á Instagram. Stökkið er nýr viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt erlendis til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Hvenær tókstu stökkið og fluttir út? Ég flutti út 19. september 2021. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Mig hefur dreymt um að búa í London síðan ég man eftir mér og hef séð fyrir mér að búa þar. Hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Heimsfaraldurinn hefur ekki enn haft nein áhrif á flutningana. Kannski að maður tafði flutningana smá vegna heimsfaraldursins en það var ekki honum að kenna heldur manni sjálfum. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég tók þessa ákvörðun 2019. Ég leigðu út íbúðina mína og byrjaði að koma mér í nógu góða fjárhagslega stöðu svo að ég þyrfti ekki að hugsa út í fjármálin fyrstu mánuðina og árin eftir flutningana. Það hefur tekið langan tíma fyrir mig að fá atvinnuleyfi í Bretlandi eftir Brexit en það er að sigla í hlað á næstu dögum. Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið 6 mánuði en að mínum mati þarf það ekki að taka svona langan tíma. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið? Það tekur alltaf tíma að festa rætur á nýjum stað. Það er mikilvægt að komast yfir fyrstu mánuðina og venjast nýjum aðstæðum. Það er mikill hraði í London og það getur verið yfirþyrmandi en ég þarf að halda mínum hraða og gera hlutina á mínum forsendum áfram. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Hvernig komstu í kynni við verkefnin sem þú ert í úti? Við erum að færa íslensku starfsemina okkar út fyrir landsteinana og erum að stofna SWIPE Media í Bretlandi. Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég sakna fjölskyldunnar og vinanna mest en einnig er ákveðinn söknuður á ferska loftið og náttúruna okkar. Hvernig er veðrið? Veðrið í London er mjög milt og gott. Ég veit ekki hvaða mýta þetta er að það sé grátt yfir Bretlandi. En kannski á það eftir að koma í ljós þegar á líður. Hvaða ferðamáta notast þú við? Lestarkerfið er mjög hentugt svo ég notast mest megnis við það. Þegar ég fer út að borða og fer út á kvöldin þá er ljúft að taka Uber. Kemurðu oft til Íslands? Ég er svo ný fluttur út að það er erfitt að segja til um hversu oft ég mun koma til Íslands. En markmiðið er að koma mjög reglulega þar sem við erum enn að reka öflugt fyrirtæki heima. Eins og tæknin er orðin í dag þá er í rauninni hægt að reka það fyrirtæki nánast hvar sem er. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi? Það er töluvert dýrara að búa í London en Reykjavík. Það er allt aðeins dýrara þegar það kemur að matsölustöðum, leigu og slíku. Það er samt ódýrt að ferðast og kaupa í matinn ef maður er skynsamur. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Ég hef verið gæfuríkur síðastliðna mánuði að fá mikið af góðum vinum í heimsókn og átt með þeim góðar stundir. Framundan er líka mikið af heimsóknum. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég hef ekki kynnst því hingað til en það er eflaust sterkt Íslendingasamfélag í London. Áttu þér uppáhalds stað? Uppáhaldsstaðurinn minn í borginni eru garðarnir. Ég er sérstaklega hrifinn af Regent’s Park. Einnig er ég mjög hrifinn af Regent Street. Hvaða matsölustöðum mælir þú með? Staðurinn Gaucho er í miklu uppáhaldi hjá mér en Nandos hefur einnig verið mikið nýttur. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í London? Ég tel alla þurfa að njóta þess að vera í London. Sama hvað þau eru að gera. Upplifa borgina með því að vera. Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Ég vakna snemma og fer í ræktina. Ég tek hugleiðslu, öndunaræfingar og teygjur eftir ræktina. Svo fer ég yfir það mikilvægasta sem ég þarf að gera í dag. Svo eru fundir og aðrir hittingar. Ég er hrifinn af því að taka göngutúr um miðjan daginn. Svo eftir að öll verkefni eru kláruð þá er alltaf gaman að elda góðan mat. Lesa og svo slaka á. Einnig er alltaf gaman líka inn á milli að fara á nýja veitingastaði og upplifa London. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Hvað er það besta við London? Það er fjölbreytileikinn, þú hittir fólk frá öllum áttum. Það er gífurlega gaman að kynnast fólki og læra um þeirra bakgrunn. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Ég sé fyrir mér að eiga eignir á Íslandi og vera með annan fótinn áfram heima en næstu 10 ár verð ég mestmegnis erlendis. Ferðalög Íslendingar erlendis Bretland Samfélagsmiðlar Stökkið Tengdar fréttir Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. 19. september 2021 07:01 Nökkvi fastaði í fimm daga Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar mætti í Brennsluna á FM 957 í gær og ræddi þar um fimm daga föstu sem hann lauk við á laugardaginn. 14. júlí 2020 07:00 Nökkvi Fjalar kveður Áttuna "Mér þykir svo vænt um það sem ég skapa að ég myndi aldrei taka þetta skref nema að ég vissi að merkið væri í góðum höndum.“ 23. maí 2019 07:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið
Nökkvi býr í London ásamt TikTok stjörnunni og förðunarfræðingnum Emblu Wigum og frumkvöðlinum Gunnari Birgissyni. Nökkvi er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að jákvæðri hvatningu og er duglegur að deila því með fylgjendum sínum á Instagram. Stökkið er nýr viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt erlendis til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Hvenær tókstu stökkið og fluttir út? Ég flutti út 19. september 2021. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Mig hefur dreymt um að búa í London síðan ég man eftir mér og hef séð fyrir mér að búa þar. Hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Heimsfaraldurinn hefur ekki enn haft nein áhrif á flutningana. Kannski að maður tafði flutningana smá vegna heimsfaraldursins en það var ekki honum að kenna heldur manni sjálfum. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég tók þessa ákvörðun 2019. Ég leigðu út íbúðina mína og byrjaði að koma mér í nógu góða fjárhagslega stöðu svo að ég þyrfti ekki að hugsa út í fjármálin fyrstu mánuðina og árin eftir flutningana. Það hefur tekið langan tíma fyrir mig að fá atvinnuleyfi í Bretlandi eftir Brexit en það er að sigla í hlað á næstu dögum. Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið 6 mánuði en að mínum mati þarf það ekki að taka svona langan tíma. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið? Það tekur alltaf tíma að festa rætur á nýjum stað. Það er mikilvægt að komast yfir fyrstu mánuðina og venjast nýjum aðstæðum. Það er mikill hraði í London og það getur verið yfirþyrmandi en ég þarf að halda mínum hraða og gera hlutina á mínum forsendum áfram. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Hvernig komstu í kynni við verkefnin sem þú ert í úti? Við erum að færa íslensku starfsemina okkar út fyrir landsteinana og erum að stofna SWIPE Media í Bretlandi. Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég sakna fjölskyldunnar og vinanna mest en einnig er ákveðinn söknuður á ferska loftið og náttúruna okkar. Hvernig er veðrið? Veðrið í London er mjög milt og gott. Ég veit ekki hvaða mýta þetta er að það sé grátt yfir Bretlandi. En kannski á það eftir að koma í ljós þegar á líður. Hvaða ferðamáta notast þú við? Lestarkerfið er mjög hentugt svo ég notast mest megnis við það. Þegar ég fer út að borða og fer út á kvöldin þá er ljúft að taka Uber. Kemurðu oft til Íslands? Ég er svo ný fluttur út að það er erfitt að segja til um hversu oft ég mun koma til Íslands. En markmiðið er að koma mjög reglulega þar sem við erum enn að reka öflugt fyrirtæki heima. Eins og tæknin er orðin í dag þá er í rauninni hægt að reka það fyrirtæki nánast hvar sem er. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi? Það er töluvert dýrara að búa í London en Reykjavík. Það er allt aðeins dýrara þegar það kemur að matsölustöðum, leigu og slíku. Það er samt ódýrt að ferðast og kaupa í matinn ef maður er skynsamur. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Ég hef verið gæfuríkur síðastliðna mánuði að fá mikið af góðum vinum í heimsókn og átt með þeim góðar stundir. Framundan er líka mikið af heimsóknum. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég hef ekki kynnst því hingað til en það er eflaust sterkt Íslendingasamfélag í London. Áttu þér uppáhalds stað? Uppáhaldsstaðurinn minn í borginni eru garðarnir. Ég er sérstaklega hrifinn af Regent’s Park. Einnig er ég mjög hrifinn af Regent Street. Hvaða matsölustöðum mælir þú með? Staðurinn Gaucho er í miklu uppáhaldi hjá mér en Nandos hefur einnig verið mikið nýttur. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í London? Ég tel alla þurfa að njóta þess að vera í London. Sama hvað þau eru að gera. Upplifa borgina með því að vera. Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Ég vakna snemma og fer í ræktina. Ég tek hugleiðslu, öndunaræfingar og teygjur eftir ræktina. Svo fer ég yfir það mikilvægasta sem ég þarf að gera í dag. Svo eru fundir og aðrir hittingar. Ég er hrifinn af því að taka göngutúr um miðjan daginn. Svo eftir að öll verkefni eru kláruð þá er alltaf gaman að elda góðan mat. Lesa og svo slaka á. Einnig er alltaf gaman líka inn á milli að fara á nýja veitingastaði og upplifa London. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Hvað er það besta við London? Það er fjölbreytileikinn, þú hittir fólk frá öllum áttum. Það er gífurlega gaman að kynnast fólki og læra um þeirra bakgrunn. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Ég sé fyrir mér að eiga eignir á Íslandi og vera með annan fótinn áfram heima en næstu 10 ár verð ég mestmegnis erlendis.
Ferðalög Íslendingar erlendis Bretland Samfélagsmiðlar Stökkið Tengdar fréttir Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. 19. september 2021 07:01 Nökkvi fastaði í fimm daga Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar mætti í Brennsluna á FM 957 í gær og ræddi þar um fimm daga föstu sem hann lauk við á laugardaginn. 14. júlí 2020 07:00 Nökkvi Fjalar kveður Áttuna "Mér þykir svo vænt um það sem ég skapa að ég myndi aldrei taka þetta skref nema að ég vissi að merkið væri í góðum höndum.“ 23. maí 2019 07:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið
Lætur æskudrauminn rætast og leggur land undir fót Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum. 19. september 2021 07:01
Nökkvi fastaði í fimm daga Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar mætti í Brennsluna á FM 957 í gær og ræddi þar um fimm daga föstu sem hann lauk við á laugardaginn. 14. júlí 2020 07:00
Nökkvi Fjalar kveður Áttuna "Mér þykir svo vænt um það sem ég skapa að ég myndi aldrei taka þetta skref nema að ég vissi að merkið væri í góðum höndum.“ 23. maí 2019 07:00