360 börn voru bólusett á Selfossi í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. janúar 2022 12:30 Heilbrigðisstofnun Suðurlands vilhelm gunnarsson Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. Heilbrigðisstofnanir um land allt undirbúa nú bólusetningu barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að hefja leika á mánudaginn. Upphaflega stóð til að börnin yrðu bólusett í skólum en í gær var tekin ákvörðun um að færa framkvæmdina inn í Laugardalshöll vegna manneklu hjá heilsugæslunni. Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. En þau eru tíu og ellefu ára. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi segir að dagurinn hafi gengið mjög vel. „Þetta var um 60% mæting sem mér finnst bara mjög gott. Gott fyrirkomulag hjá okkur.“ Hvar eru börnin bólusett? „Þau eru bólusett í einum skóla hér á Selfossi sem við fengum til afnota eftir skólatíma. Byrjum klukkan fjögur þegar skóla var lokið og allir starfsmenn farnir og vorum til átta í gærkvöldi að bólusetja.“ Börn búsett í Árnessýslu verða bólusett á Selfossi í ljósi samstarfsverkefnis. Í næstu viku verða sjö, átta og níu ára börn bólusett á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnun Austurlands liggur ekki fyrir hvar börn verði bólusett í næstu viku en unnið er að framkvæmdinni. Þá er einnig unnið að útfærslu á Norðurlandi. Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. „Menn eru að skoða tvær leiðir annars vegar að bólusetja í skólum eða á hefðbundnum bólusetningarstöðum sem við höfum notað og það getur verið misjafnt eftir svæðum hvaða leið verður farið. Það fer eftir því hvað hentar og hverjar aðstæður eru á hverjum stað.“ Ekki náðist í forsvarsmenn heilbrigðisstofnunar Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að hefja leika á mánudaginn. Upphaflega stóð til að börnin yrðu bólusett í skólum en í gær var tekin ákvörðun um að færa framkvæmdina inn í Laugardalshöll vegna manneklu hjá heilsugæslunni. Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. En þau eru tíu og ellefu ára. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi segir að dagurinn hafi gengið mjög vel. „Þetta var um 60% mæting sem mér finnst bara mjög gott. Gott fyrirkomulag hjá okkur.“ Hvar eru börnin bólusett? „Þau eru bólusett í einum skóla hér á Selfossi sem við fengum til afnota eftir skólatíma. Byrjum klukkan fjögur þegar skóla var lokið og allir starfsmenn farnir og vorum til átta í gærkvöldi að bólusetja.“ Börn búsett í Árnessýslu verða bólusett á Selfossi í ljósi samstarfsverkefnis. Í næstu viku verða sjö, átta og níu ára börn bólusett á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnun Austurlands liggur ekki fyrir hvar börn verði bólusett í næstu viku en unnið er að framkvæmdinni. Þá er einnig unnið að útfærslu á Norðurlandi. Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. „Menn eru að skoða tvær leiðir annars vegar að bólusetja í skólum eða á hefðbundnum bólusetningarstöðum sem við höfum notað og það getur verið misjafnt eftir svæðum hvaða leið verður farið. Það fer eftir því hvað hentar og hverjar aðstæður eru á hverjum stað.“ Ekki náðist í forsvarsmenn heilbrigðisstofnunar Vesturlands við vinnslu fréttarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13
Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30
Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58