Svartsýnasta spáin myndi valda „gríðarlegum áföllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2022 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þrjátíu og sjö liggja inni á Landspítala með Covid-19 og hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2020. Sóttvarnalæknir segir ljóst að núverandi aðgerðir dugi ekki nógu vel til að draga úr faraldrinum og hefur áhyggjur af innlögnum næstu daga. Þá hefur hann skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta. 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Sjá meira
1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Sjá meira
Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42
1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29
Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57