Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands Matthías Ólafsson skrifar 7. janúar 2022 15:30 Hæstvirt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Í tilefni þess að ný ríkisstjórn skilgreinir um þessar mundir áherslur sínar fyrir komandi kjörtímabil viljum við, höfundar þessa bréfs, beina sjónum hennar að stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og skora á ríkisstjórn að koma á fót aðgerðum í þágu umbóta í málaflokknum. Þá viljum við bjóða fram krafta okkar til að vinna með stjórnvöldum sem foreldrar og fagaðilar að bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Við bendum fyrir það fyrsta á niðurstöður skýrslu UNICEF frá árinu 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni eru í verri stöðu en ungmenni annarra Evrópuþjóða er viðkemur færni í námi og félagslífi eða í 34. sæti af 38 og í 24. sæti af 38. þegar viðkemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni. Dvalartími barna á Íslandi er sá lengsti sem þekkist í Evrópu, en 88% íslenskra barna eru í leikskóla 8-9 klukkustundir alla virka daga. Takmarkað fjármagn hefur fylgt sívaxandi álagi á leikskóla eða styttingu vinnuviku sem skapað hafa erfiðar starfsaðstæður í leikskólum um allt land. M.t.t. dvalartíma, starfsaðstæðna og hlutfalls leikskólakennara, sem nú er 28% þegar lögbundið hlutfall á að vera 67%, hefur staðan aldrei verið verri síðan leikskólar voru lögfestir árið 1994. Samhliða þessari þróun er vert að nefna að íslenskir foreldrar verja að jafnaði mun fleiri stundum dagsins við vinnu en heima fyrir. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland er í 33. sæti af 40 löndum innan OECD þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er staðreynd að langur vinnutími og þannig takmörkuð lengd frítíma sé mikilvæg þegar kemur að andlegri heilsu og getu til að veita börnum sínum þá kærleiksríku umönnun sem þau þurfa á fyrstu stigum lífsins. Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla sem sinnir uppeldi og menntun barna, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á starfsfólk leikskóla hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun og menntun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa. Þessi vegferð er ekki greypt í stein. Fjöldi aðgerða hafa þegar verið lagðar til hvað varðar umbætur í málaflokki barna. Vel til þess fallnar eru aðgerðir sem miða að aukinni hlutdeild foreldra í lífi barna sinna á grundvelli annarra kosta en að skóladagur barna sé of langur eins og tölurnar sýna. Aðgerðir, sem efla forsendur tengslamyndunar í frumbernsku og minnka álag á opinberar stofnanir. Þá er aðkallandi þörf fyrir að stefnumótun miði sérstaklega að því að minnka álag og streitu í nánasta umhverfi ungra barna til að efla getu helstu umönnunar- og menntunaraðila til að mæta þörfum þeirra fyrir kærleiksríka, nána umönnun og menntun. Við undirrituð, hvetjum nýja ríkisstjórn til að taka stöðu barna á Íslandi í dag alvarlega, og gera viðamiklar breytingar sem miða að umbótum í þágu okkar viðkvæmustu þegna. Við skorum á stjórnvöld að vinna með foreldrum og fagaðilum að því að búa svo um að Ísland verði meðal forysturíkja er viðkemur málaflokki barna og fjölskyldna og bjóðum þess efnis fram krafta okkar og samráð á komandi kjörtímabili. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Fyrstu fimm. Greinin er skrifuð fyrir hönd eftirfarandi samtaka og fagaðila: Félag stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara, Fyrstu Fimm, Heimili og skóli, Jógasetrið, Kviknar, Leið að uppeldi, Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars, Meðvitaðir foreldrar, Memm play, Sæunn Kjartansdóttir. Þorpið - Tengslasetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Í tilefni þess að ný ríkisstjórn skilgreinir um þessar mundir áherslur sínar fyrir komandi kjörtímabil viljum við, höfundar þessa bréfs, beina sjónum hennar að stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og skora á ríkisstjórn að koma á fót aðgerðum í þágu umbóta í málaflokknum. Þá viljum við bjóða fram krafta okkar til að vinna með stjórnvöldum sem foreldrar og fagaðilar að bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Við bendum fyrir það fyrsta á niðurstöður skýrslu UNICEF frá árinu 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni eru í verri stöðu en ungmenni annarra Evrópuþjóða er viðkemur færni í námi og félagslífi eða í 34. sæti af 38 og í 24. sæti af 38. þegar viðkemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni. Dvalartími barna á Íslandi er sá lengsti sem þekkist í Evrópu, en 88% íslenskra barna eru í leikskóla 8-9 klukkustundir alla virka daga. Takmarkað fjármagn hefur fylgt sívaxandi álagi á leikskóla eða styttingu vinnuviku sem skapað hafa erfiðar starfsaðstæður í leikskólum um allt land. M.t.t. dvalartíma, starfsaðstæðna og hlutfalls leikskólakennara, sem nú er 28% þegar lögbundið hlutfall á að vera 67%, hefur staðan aldrei verið verri síðan leikskólar voru lögfestir árið 1994. Samhliða þessari þróun er vert að nefna að íslenskir foreldrar verja að jafnaði mun fleiri stundum dagsins við vinnu en heima fyrir. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland er í 33. sæti af 40 löndum innan OECD þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er staðreynd að langur vinnutími og þannig takmörkuð lengd frítíma sé mikilvæg þegar kemur að andlegri heilsu og getu til að veita börnum sínum þá kærleiksríku umönnun sem þau þurfa á fyrstu stigum lífsins. Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla sem sinnir uppeldi og menntun barna, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á starfsfólk leikskóla hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun og menntun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa. Þessi vegferð er ekki greypt í stein. Fjöldi aðgerða hafa þegar verið lagðar til hvað varðar umbætur í málaflokki barna. Vel til þess fallnar eru aðgerðir sem miða að aukinni hlutdeild foreldra í lífi barna sinna á grundvelli annarra kosta en að skóladagur barna sé of langur eins og tölurnar sýna. Aðgerðir, sem efla forsendur tengslamyndunar í frumbernsku og minnka álag á opinberar stofnanir. Þá er aðkallandi þörf fyrir að stefnumótun miði sérstaklega að því að minnka álag og streitu í nánasta umhverfi ungra barna til að efla getu helstu umönnunar- og menntunaraðila til að mæta þörfum þeirra fyrir kærleiksríka, nána umönnun og menntun. Við undirrituð, hvetjum nýja ríkisstjórn til að taka stöðu barna á Íslandi í dag alvarlega, og gera viðamiklar breytingar sem miða að umbótum í þágu okkar viðkvæmustu þegna. Við skorum á stjórnvöld að vinna með foreldrum og fagaðilum að því að búa svo um að Ísland verði meðal forysturíkja er viðkemur málaflokki barna og fjölskyldna og bjóðum þess efnis fram krafta okkar og samráð á komandi kjörtímabili. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Fyrstu fimm. Greinin er skrifuð fyrir hönd eftirfarandi samtaka og fagaðila: Félag stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara, Fyrstu Fimm, Heimili og skóli, Jógasetrið, Kviknar, Leið að uppeldi, Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars, Meðvitaðir foreldrar, Memm play, Sæunn Kjartansdóttir. Þorpið - Tengslasetu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun