Koma til móts við námsþyrsta Alfreð 11. janúar 2022 11:47 Nanna Arnfríðardóttir Christensen verkefnastjóri námskeiðsvettvangs á Atvinnuvefnum Alfreð. Nýr og endurbættur námskeiðsvefur Alfreðs. Nýju ári fylgja nýjar áskoranir og mörg strengjum við heit um að breyta um lífsstíl, prófa eitthvað nýtt eða læra eitthvað spennandi. Þeir sem vilja bæta við sig þekkingu, næla sér í aukin réttindi eða einfaldlega auðga andann, finna það sem þeir leita að á námskeiðsvef Alfreðs. Nanna Arnfríðardóttir Christensen, verkefnastjóri segir mikla þróunarvinnu hafa verið lagða í vefinn undanfarna mánuði. „Yfir hundrað námskeið eru í boði inni á síðunni frá ólíkum fræðsluaðilum um allt land. Okkur fannst vanta vettvang þar sem hægt væri að finna öll námskeið sem boðið er upp á á Íslandi á einum stað og höfum lagt mikla þróunarvinnu í námskeiðsvefinn okkar undanfarið ár, meðal annars endurbætt notendaviðmót og auðveldað leit,“ útskýrir Nanna. Námskeiðsvefur Alfreðs er einnig aðgengilegur í Alfreð – appinu. Hægt er að leita eftir flokkum eins og til dæmis Tungumál, Iðngreinar, Heilsa og lífsstíll eða Fyrir börn. Einnig er hægt að leita eftir ákveðnum námskeiðsseljanda ef fólk hefur hug á að sækja námskeið hjá Endurmenntun HÍ, Dale Carnegie eða Kvan svo nokkrir séu nefndir. Alfreð er stærsti atvinnuvefur landsins og þar er að finna nánast hvert einasta lausa starf til umsóknar. Námskeiðin eru þó ekki eingöngu ætluð þeim sem eru í atvinnuleit, þvert á móti er að finna fjölskrúðugt úrval námskeiða fyrir allan aldur á vefnum. „Þarna inni eru allar gerðir námskeiða, bæði námskeið sem veita fólki aukin atvinnuréttindi eins og verðbréfaréttindi, fjármálarekstur, bókaranám og leiðtogafærni en einnig heilsutengd námskeið, skapandi námskeið og fleiri námskeið tengd áhugamálum og lífsstíl. Þarna eru námskeið fyrir allan aldur og til að mynda fjöldi spennandi námskeiða fyrir börn. Námskeiðsvefinn er einnig hægt að nota til þess að fá innblástur og hugmyndir, það er eitt að „gúggla“ þegar fólk langar að læra eitthvað nýtt, í leitinni á námskeiðsvefnum fær fólk upp þau námskeið sem koma til greina,“ segir Nanna. Notendavænni bæði fyrir neytendur og seljendur námskeiða Skráning á námskeið hefur verið einfölduð. Vefurinn leiðir notandann beint inn á síðu viðkomandi námskeiðshaldara þar sem skráning fer fram. Atvinnuvefurinn Alfreð hefur yfir hundrað þúsund notendur á mánuði og því tilvalið fyrir seljendur námskeiða og skóla að ná til fjöldans og auglýsa námskeið hjá Alfreð. Þá hefur vefurinn einnig verið gerður notendavænni fyrir námskeiðshaldara og mjög auðvelt að setja inn auglýsingu fyrir námskeið. Námskeiðsvefurinn er einnig aðgengilegur í Alfreð-appinu þar sem viðmótið er notendavænt og þægilegt að skrolla yfir úrval námskeiða. Öflugur hópur stendur að baki Alfreð og segir Nanna bæði atvinnuvefinn og námskeiðsvefinn í stöðugri þróun. Aftast frá vinstri: Erwin, Guðrún, Gunnar Bjarki og Halldór Friðrik. Fremst frá vinstri: Ása, Kolfinna, Hákon, Nanna og Elín. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Alfreðs. Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Nýju ári fylgja nýjar áskoranir og mörg strengjum við heit um að breyta um lífsstíl, prófa eitthvað nýtt eða læra eitthvað spennandi. Þeir sem vilja bæta við sig þekkingu, næla sér í aukin réttindi eða einfaldlega auðga andann, finna það sem þeir leita að á námskeiðsvef Alfreðs. Nanna Arnfríðardóttir Christensen, verkefnastjóri segir mikla þróunarvinnu hafa verið lagða í vefinn undanfarna mánuði. „Yfir hundrað námskeið eru í boði inni á síðunni frá ólíkum fræðsluaðilum um allt land. Okkur fannst vanta vettvang þar sem hægt væri að finna öll námskeið sem boðið er upp á á Íslandi á einum stað og höfum lagt mikla þróunarvinnu í námskeiðsvefinn okkar undanfarið ár, meðal annars endurbætt notendaviðmót og auðveldað leit,“ útskýrir Nanna. Námskeiðsvefur Alfreðs er einnig aðgengilegur í Alfreð – appinu. Hægt er að leita eftir flokkum eins og til dæmis Tungumál, Iðngreinar, Heilsa og lífsstíll eða Fyrir börn. Einnig er hægt að leita eftir ákveðnum námskeiðsseljanda ef fólk hefur hug á að sækja námskeið hjá Endurmenntun HÍ, Dale Carnegie eða Kvan svo nokkrir séu nefndir. Alfreð er stærsti atvinnuvefur landsins og þar er að finna nánast hvert einasta lausa starf til umsóknar. Námskeiðin eru þó ekki eingöngu ætluð þeim sem eru í atvinnuleit, þvert á móti er að finna fjölskrúðugt úrval námskeiða fyrir allan aldur á vefnum. „Þarna inni eru allar gerðir námskeiða, bæði námskeið sem veita fólki aukin atvinnuréttindi eins og verðbréfaréttindi, fjármálarekstur, bókaranám og leiðtogafærni en einnig heilsutengd námskeið, skapandi námskeið og fleiri námskeið tengd áhugamálum og lífsstíl. Þarna eru námskeið fyrir allan aldur og til að mynda fjöldi spennandi námskeiða fyrir börn. Námskeiðsvefinn er einnig hægt að nota til þess að fá innblástur og hugmyndir, það er eitt að „gúggla“ þegar fólk langar að læra eitthvað nýtt, í leitinni á námskeiðsvefnum fær fólk upp þau námskeið sem koma til greina,“ segir Nanna. Notendavænni bæði fyrir neytendur og seljendur námskeiða Skráning á námskeið hefur verið einfölduð. Vefurinn leiðir notandann beint inn á síðu viðkomandi námskeiðshaldara þar sem skráning fer fram. Atvinnuvefurinn Alfreð hefur yfir hundrað þúsund notendur á mánuði og því tilvalið fyrir seljendur námskeiða og skóla að ná til fjöldans og auglýsa námskeið hjá Alfreð. Þá hefur vefurinn einnig verið gerður notendavænni fyrir námskeiðshaldara og mjög auðvelt að setja inn auglýsingu fyrir námskeið. Námskeiðsvefurinn er einnig aðgengilegur í Alfreð-appinu þar sem viðmótið er notendavænt og þægilegt að skrolla yfir úrval námskeiða. Öflugur hópur stendur að baki Alfreð og segir Nanna bæði atvinnuvefinn og námskeiðsvefinn í stöðugri þróun. Aftast frá vinstri: Erwin, Guðrún, Gunnar Bjarki og Halldór Friðrik. Fremst frá vinstri: Ása, Kolfinna, Hákon, Nanna og Elín. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Alfreðs.
Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira