Talmeinafræðingar sitja auðum höndum á meðan biðlistinn lengist Brynhildur Þöll Steinarsdóttir og Brynja Dögg Hermannsdóttir skrifa 12. janúar 2022 14:31 Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun