Guðmundur Árni snýr aftur í pólitík eftir sextán ár í utanríkisþjónustunni Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2022 23:33 Guðmundur Árni sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í komandi bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn, sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir kosningarnar í maí. Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook síðu sinni nú. Það er afar sjaldgæft, ef ekki óþekkt, að stjórnmálamenn sem farið hafa til starfa í utanríkisþjónustunni snúi aftur fremst á svið stjórnmálanna eins og Guðmundur Árni sækist nú eftir að gera. Guðmundur Árni segir í færslunni að margir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafi lýst yfir stuðningi við að hann byði sig fram til forystu í bænum. Samfylkingin hafi verið í minnihluta í Hafnarfirði síðast liðin átta ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið ríkjum. „Það er mikilvægt að allir Hafnfirðingar geti verið stoltir af bænum sínum. Það kallar á ný viðbrögð, opið stjórnkerfi og virka aðkoma bæjarbúa að endurbótum,“ segir Guðmundur í færslunni og bætir við að hann muni beita sér af fullum krafti og eftirvæntingu. Var vinsæll bæjarstjóri en sagði af sér ráðherraembætti Guðmundur Árni var í bæjarstjórnarmálum í tólf ár og þar af sjö ár bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins frá árinu 1991 til 1993 og þingmaður fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Samfylkinguna frá 1993 til 2003. Hann var félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994. Hann neyddist til að segja af sér ráðherraembætti hinn 11. nóvember 1994 eftir útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans sem aðallega snerist um skipan hans á mönnum í embætti. Eins og áður sagði sat hann þó á þingi í níu ár eftir það bæði fyrir Alþýðuflokk og Samfylkinguna. Síðast liðin sextán ár hefur hann gegnt embætti sendiherra víða en hefur nú óskað eftir því að koma heim frá Winnipeg þar sem hann er sendiherra af persónulegum ástæðum. Facebook færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook síðu sinni nú. Það er afar sjaldgæft, ef ekki óþekkt, að stjórnmálamenn sem farið hafa til starfa í utanríkisþjónustunni snúi aftur fremst á svið stjórnmálanna eins og Guðmundur Árni sækist nú eftir að gera. Guðmundur Árni segir í færslunni að margir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafi lýst yfir stuðningi við að hann byði sig fram til forystu í bænum. Samfylkingin hafi verið í minnihluta í Hafnarfirði síðast liðin átta ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið ríkjum. „Það er mikilvægt að allir Hafnfirðingar geti verið stoltir af bænum sínum. Það kallar á ný viðbrögð, opið stjórnkerfi og virka aðkoma bæjarbúa að endurbótum,“ segir Guðmundur í færslunni og bætir við að hann muni beita sér af fullum krafti og eftirvæntingu. Var vinsæll bæjarstjóri en sagði af sér ráðherraembætti Guðmundur Árni var í bæjarstjórnarmálum í tólf ár og þar af sjö ár bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins frá árinu 1991 til 1993 og þingmaður fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Samfylkinguna frá 1993 til 2003. Hann var félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994. Hann neyddist til að segja af sér ráðherraembætti hinn 11. nóvember 1994 eftir útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans sem aðallega snerist um skipan hans á mönnum í embætti. Eins og áður sagði sat hann þó á þingi í níu ár eftir það bæði fyrir Alþýðuflokk og Samfylkinguna. Síðast liðin sextán ár hefur hann gegnt embætti sendiherra víða en hefur nú óskað eftir því að koma heim frá Winnipeg þar sem hann er sendiherra af persónulegum ástæðum. Facebook færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira