Lífið samstarf

Villtur Veganúar á Pizzan.is

Pizzan.is

Wild wild Vegan og Happýroni rjúka út hjá Pizzan.is

„Wild wild Vegan er vinsælasta pizzan okkar eins og er enda sérstaklega góð. Á henni er Mexíkó vegan ostur, vegan kjúklingur, pico de gallo, jalapeno, hvítlauks aioli og nachos. Happýroni Pizzan fylgir fast á eftir en hún er einföld og góð, einungis vegan ostur og vegan pepperóní,“ segir Guðrún Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri Pizzunnar en Pizzan tekur þátt í Veganúar og kynnir splunkunýjan veganmatseðil. „Áður vorum við einungis með tvær pizzur á veganmatseðlinum okkar, en núna eru þær orðnar fimm,“ bætir hún við en mikill metnaður liggur á bak við vegansögu Pizzunnar.

„Við byrjuðum í maí 2021 að leita að hinum fullkomna veganosti fyrir pizzur. Við prófuðum helling og smökkuðum allskonar mismunandi útgáfur og fundum á endanum tvo veganosta sem stóðu klárlega upp úr. Annar er mexíkóskur og seiðandi og hinn er hefðbundinn en himneskur! Þar að auki fengum við svo snillingana hjá The Optimistic Food Group til liðs við okkur en þeir búa til íslenskt vegan pepperóní sem allir verða að smakka.

Wild wild vegan og Happyróní eru vinsælustu veganpítsurnar á Pizzan.

Við fengum til okkar vinsæla vegan álitsgjafa sem allir voru sammála um að útkoman væri mjög góð og spennandi og í framhaldi settum við saman 5 nýjar vegan veislur sem fóru á matseðilinn okkar í október 2021.“

Janúarmánuður er sá tími sem flest okkar taka lífsstílinn í gegn, auka hreyfingu og hreinsa til í mataræðinu. Guðrún segir veganpizzurnar hjá Pizzunni njóta mikilla vinsælda og ekki bara hjá þeim sem aðhyllast vegan.

„Vegan er alltaf að verða vinsælli kostur og miklu fleiri opnari fyrir því en áður. Margir sem eru ekki vegan hafa smakkað hjá okkur pizzurnar og alveg elskað þær. Veganpizzurnar eru reyndar vinsælar allt árið en að sjálfsögðu eykst salan í janúar og er það meðal annars vegna þess hve vel er staðið að áskoruninni „Veganúar“ á vegum Samtaka grænkera á Íslandi,“ segir Guðrún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.