Eyjan nær alveg horfin Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2022 21:15 Appelsínugula línan markar fyrri útlínur eldstöðvareyjarinnar. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti myndina í dag. Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. Enn er óljóst hversu miklu tjóni sprengigosið í Hunga-Tonga-eldstöðinni við Tonga á laugardag olli en landið hefur verið nær sambandslaust með öllu síðan gosið varð og ekkert myndefni til frá hamförunum. Flugvélar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi voru sendar til eftirlits í dag. Þá er staðfest að bresk kona hafi farist þegar flóðbylgja skall á höfuðborg Tonga eftir gosið en sprengingin olli flóðbylgjum um allt Kyrrahafið. „Flóðbylgja til dæmis barst að Mexíkó og þar náði hún að verða tveir metrar þegar hún skall á strönd,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri á Veðurstofu Íslands. Halldór Björnsson er hópstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Arnar Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig eyjan sem áður myndaði hæsta punkt neðanjarðareldstöðvarinnar leit út fyrir gos. Hún er nú nær alfarið horfin, eins og sést á myndinni efst í fréttinni. Hún er tekin úr gervitungli sem fór yfir svæðið í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti myndirnar á Facebook-síðu sinni í dag. Svona var eldstöðvareyjan áður. Gosmökkurinn sem myndaðist við hina ægilegu sprengingu er talinn hafa náð allt að þrjátíu kílómetra hæð. Á kortinu sem fylgir tísti Ragnars Heiðars Þrastarsonar landfræðings hér fyrir neðan sést mökkurinn miðað við Ísland, sem er til margs um gríðarlegt umfang hans. Just to get a better sense of the enormous eruption plume of the Hunga Tonga-Hunga Ha'apai volcano I migrated another volcanic island from the North Atlantic and overlaid it on top of Tonga. Playing is clean infrared channel (10.3 µm, Band 13) from the #Himawari AHI instrument. pic.twitter.com/Lc3sPlZWVP— Ragnar Heiðar Þrastarson (@RagnarHeidar) January 16, 2022 Þrýstibylgjur frá gosinu hafa mælst á mælum Veðurstofu og halda áfram að mælast, tveimur dögum eftir að sprengigosið varð. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur vann skýringarmyndina af bylgjunum sem fylgir sjónvarpsfréttinni úr gögnum Veðurstofu Íslands. Myndina má einnig sjá á Twitter-reikningi Daníels hér fyrir neðan. Eru ekki fleiri þarna úti sem eyddu þessu laugardagskvöldi í að skoða hvenær þrýstibylgjan frá #TongaHunga barst til landsins? Ég var reyndar að horfa á Harry Potter samhliða þessu. pic.twitter.com/cEv2bFidp9— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 „Við höfum séð þetta gerast núna þrisvar. Svo kemur önnur bylgjan, svo kemur fyrsta aftur og nú er væntanlega sú önnur á leiðinni yfir okkur aftur núna um þrjúleytið. Þannig að þetta er verulega stór atburður,“ segir Halldór, sem telur að gosið muni ekki hafa áhrif á loftslag. „Það er mjög óvenjulegt að það mælast sprengingar af þessu tagi. Í gamla daga þegar urðu kjarnorkusprenginar var hægt að mæla þær í lofthjúpnum víða. En svona eldgosasprengingar vegna sprengigosa eru mjög fágætar og ég man ekki eftir að hafa séð svona áður.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Tonga Tengdar fréttir Beðið eftir fregnum frá Tonga Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. 17. janúar 2022 16:02 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Enn er óljóst hversu miklu tjóni sprengigosið í Hunga-Tonga-eldstöðinni við Tonga á laugardag olli en landið hefur verið nær sambandslaust með öllu síðan gosið varð og ekkert myndefni til frá hamförunum. Flugvélar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi voru sendar til eftirlits í dag. Þá er staðfest að bresk kona hafi farist þegar flóðbylgja skall á höfuðborg Tonga eftir gosið en sprengingin olli flóðbylgjum um allt Kyrrahafið. „Flóðbylgja til dæmis barst að Mexíkó og þar náði hún að verða tveir metrar þegar hún skall á strönd,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri á Veðurstofu Íslands. Halldór Björnsson er hópstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/Arnar Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig eyjan sem áður myndaði hæsta punkt neðanjarðareldstöðvarinnar leit út fyrir gos. Hún er nú nær alfarið horfin, eins og sést á myndinni efst í fréttinni. Hún er tekin úr gervitungli sem fór yfir svæðið í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti myndirnar á Facebook-síðu sinni í dag. Svona var eldstöðvareyjan áður. Gosmökkurinn sem myndaðist við hina ægilegu sprengingu er talinn hafa náð allt að þrjátíu kílómetra hæð. Á kortinu sem fylgir tísti Ragnars Heiðars Þrastarsonar landfræðings hér fyrir neðan sést mökkurinn miðað við Ísland, sem er til margs um gríðarlegt umfang hans. Just to get a better sense of the enormous eruption plume of the Hunga Tonga-Hunga Ha'apai volcano I migrated another volcanic island from the North Atlantic and overlaid it on top of Tonga. Playing is clean infrared channel (10.3 µm, Band 13) from the #Himawari AHI instrument. pic.twitter.com/Lc3sPlZWVP— Ragnar Heiðar Þrastarson (@RagnarHeidar) January 16, 2022 Þrýstibylgjur frá gosinu hafa mælst á mælum Veðurstofu og halda áfram að mælast, tveimur dögum eftir að sprengigosið varð. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur vann skýringarmyndina af bylgjunum sem fylgir sjónvarpsfréttinni úr gögnum Veðurstofu Íslands. Myndina má einnig sjá á Twitter-reikningi Daníels hér fyrir neðan. Eru ekki fleiri þarna úti sem eyddu þessu laugardagskvöldi í að skoða hvenær þrýstibylgjan frá #TongaHunga barst til landsins? Ég var reyndar að horfa á Harry Potter samhliða þessu. pic.twitter.com/cEv2bFidp9— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 „Við höfum séð þetta gerast núna þrisvar. Svo kemur önnur bylgjan, svo kemur fyrsta aftur og nú er væntanlega sú önnur á leiðinni yfir okkur aftur núna um þrjúleytið. Þannig að þetta er verulega stór atburður,“ segir Halldór, sem telur að gosið muni ekki hafa áhrif á loftslag. „Það er mjög óvenjulegt að það mælast sprengingar af þessu tagi. Í gamla daga þegar urðu kjarnorkusprenginar var hægt að mæla þær í lofthjúpnum víða. En svona eldgosasprengingar vegna sprengigosa eru mjög fágætar og ég man ekki eftir að hafa séð svona áður.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Tonga Tengdar fréttir Beðið eftir fregnum frá Tonga Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. 17. janúar 2022 16:02 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Beðið eftir fregnum frá Tonga Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. 17. janúar 2022 16:02
Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23