Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. janúar 2022 07:01 Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að meðalbiðtími sjúklinga sem þjást af endómetríósu eftir fyrsta viðtali við lækni á Kvenlækningadeild eru sex mánuðir, en 49 sjúklingar eru nú á bið eftir fyrsta viðtali og 92 eftir framhaldsviðtali eða eftirliti hjá læknum. Biðtími til að komast að í verkjateymi Landspítala er sömuleiðis sex mánuðir ef beiðni kemur að utan. Biðtími vegna beiðna innan spítalans vegna erfiðra vandamála er sagður vera yfirleitt innan við mánuður. Í svarinu kemur jafnframt fram að heilbrigðisráðherra vinni nú að styttingu biðtíma innan alls heilbrigðiskerfisins og að hann hafi nú kallað eftir upplýsingum frá Landspítala um hvort og þá hvernig megi stytta greiningartíma endómetríósu. Það er í samræmi við nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem leggur áherslu á heilbrigðisþjónustu út frá þörfum sjúklinga. Í svarinu kemur einnig fram að það sé til sérstakrar skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins hvernig hægt sé að efla þjónustu við sjúklinga sem glíma við endómetríósu. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að málefni sjúklinga með endómetríósa hafi nú verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. Það er fagnaðarefni fyrir sjúklinga sem hafa liðið bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að meðalbiðtími sjúklinga sem þjást af endómetríósu eftir fyrsta viðtali við lækni á Kvenlækningadeild eru sex mánuðir, en 49 sjúklingar eru nú á bið eftir fyrsta viðtali og 92 eftir framhaldsviðtali eða eftirliti hjá læknum. Biðtími til að komast að í verkjateymi Landspítala er sömuleiðis sex mánuðir ef beiðni kemur að utan. Biðtími vegna beiðna innan spítalans vegna erfiðra vandamála er sagður vera yfirleitt innan við mánuður. Í svarinu kemur jafnframt fram að heilbrigðisráðherra vinni nú að styttingu biðtíma innan alls heilbrigðiskerfisins og að hann hafi nú kallað eftir upplýsingum frá Landspítala um hvort og þá hvernig megi stytta greiningartíma endómetríósu. Það er í samræmi við nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem leggur áherslu á heilbrigðisþjónustu út frá þörfum sjúklinga. Í svarinu kemur einnig fram að það sé til sérstakrar skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins hvernig hægt sé að efla þjónustu við sjúklinga sem glíma við endómetríósu. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að málefni sjúklinga með endómetríósa hafi nú verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. Það er fagnaðarefni fyrir sjúklinga sem hafa liðið bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun