Djúpstæður vandi láglaunafólks Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 20. janúar 2022 08:01 Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun