Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. janúar 2022 22:47 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Símon Einarsson, einn stofnenda Straumlindar. Samsett Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. Átta fyrirtæki selja nú raforku til almennra notenda en Orkustofnun velur á sex mánaða fresti fyrirtæki til þrautavara ef neytendur velja ekki sjálfir. Hefur það fyrirtæki ávalt verið N1 rafmagn sem hét áður Íslensk orkumiðlun. Um það bil þúsund aðilar lenda þar með hjá N1 í hverjum mánuði vegna þrautavaraleiðarinnar en aðeins um 300 til 400 velja sér sjálfir fyrirtæki. Það vekur þó athygli að viðskiptavinir sem velja ekki sjálfir þurfa að borga töluvert hærra verð hjá N1 heldur en aðrir sem velja fyrirtækið. Önnur fyrirtæki á borð við Straumlind, sem býður upp á sama verð og N1, hafa fengið ábendingar vegna þessa. Símon Einarsson, einn stofnenda og verðandi framkvæmdastjóri Straumlindar, segir að upprunalega hafi þau talið að um mistök væri að ræða en svo reyndist ekki vera. Sjá má í samanburði Aurbjargar að N1 rafmagn og Straumlind eru með sama verð á rafmagni, það eru 6,44 krónur á kílóvattsstund, en á heimasíðu N1 rafmagns kemur fram að verðið sem um ræðir gildi ekki um þrautavaraleiðina. „Þeir senda bara inn tölur sem eru ekki í neinu samræmi við þeirra reikninga og vinna í rauninni orkusölu til þrautavara núna síðast á einhverjum auramun yfir allt tímabilið, en við vorum aldrei sammála því. Við viljum meina að það hafi verið beitt rangri aðferð,“ segir Símon. Í heildina sé um að ræða um 17 þúsund aðila sem eru á öðrum taxta og segir Símon ljóst að neytendur séu blekktir með þessu. „Seinast þegar ég vissi var verðið [hjá N1] komið yfir tíu krónur á þrautavarataxtanum, en er hjá okkur 6,44 krónur, og ég held að þetta sé 75 prósent munur í dag. Þeir sem sagt fá kúnnann út frá þessum 6,44 krónum en rukka síðan tíu krónur plús,“ segir Símon. Samanburður á verði raforku eins og hann birtist á vef Aurbjargar 19. janúar 2022.Skjáskot Straumlind hefur sent kvartanir vegna þessa til Neytendastofu og Orkustofnunar, nú síðast í desember, en Orkustofnun velur fyrirtæki til þrautavara á sex mánaða fresti, næst í mars. Að sögn Símonar væri það rétta í stöðunni að fólk fengi endurgreitt og ákvörðunin endurskoðuð. „Auðvitað þarftu náttúrulega að tryggja að fólk fái rafmagn ef það velur sér ekki neinn, en þá þarf líka að tryggja hagsmuni neytenda. Það er búið að segja; „Heyrðu ég ætla að bjóða þessum notendum þetta verð“ en síðan eru þau með leyniverð sem er 75 prósent hærra,“ segir Símon. „Ef ég væri hinum megin við borðið hjá Orkustofnun þá myndi mér líða eins og það væri búið að blekkja mig,“ segir hann enn fremur. Skýringarmynd Straumlindar.Straumlind Reglugerðin misnotuð Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, hefur einnig gagnrýnt málið en hún segir framkvæmdina gallaða að mörgu leyti. Þá sé verið að misnota reglugerðina og telur Berglind að það sé verið að blekkja neytendur. „Þú færð eitt sms og svo ef þú gerir ekki neitt þá gerist ekkert annað en að þú ferð á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar hjá N1,“ sagði Berglind í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Það sem mér finnst mikilvægasta breytingin sem þarf að gera er að neytendur þurfi að samþykkja sinn raforkusala og það er svo óvanalegt að ríkið geti ákveðið bara til lengri tíma í hvers konar viðskiptum fólk á að vera,“ sagði hún enn fremur. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. Aðsend Þróa nýjar leiðbeiningar Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að fyrirkomulaginu hafi verið komið á fyrir um tveimur árum til að tryggja að fólk í flutningum yrði ekki rafmagnslaust og byggði þá á því að veita neytendum lægsta meðalverðið. „Það hefur ekki komið upp áður sú staða að þessir einstaklingar velja sér ekki sjálfir raforkusala lendi í því að vera á einhverjum sér taxta sem að er miklu hærra en fyrirtækið er almennt að bjóða. Þannig að það er algjörlega ný staða í þessu umhverfi og kannski ekki fyrirséð,“ segir Halla. Orkustofnun fékk ábendingar um málið fyrir jól og eftir það hófust þau handa við að þróa nýjar leiðbeiningar til að hafa hlutina skýrari. Þær hafa verið sendar út til sölufyrirtækjanna og dreifiveitna til umsagnar og er það ferli í gangi. Þá hefur verið kallað eftir upplýsingum frá N1. „Þegar hafa borist fjölmargar kvartanir sem við erum auðvitað að skoða samhliða og við erum að vanda okkur, því þetta er eitthvað sem skiptir mjög miklu máli. Orkustofnun vinnur auðvitað í þágu almennings í landinu þannig að við tökum þessum ábendingum mjög alvarlega,“ segir Halla. Næstu skref eru að fá umsagnir við nýjum leiðbeiningum og fara yfir kvartanir. Þá verður ákvörðun um framhaldið tekin. Halla segir þó einnig mikilvægt að neytendur sjálfir séu á varðbergi. „Það hafa orðið ákaflega miklar breytingar á orku umhverfinu á tiltölulega stuttum tíma og við hjá Orkustofnun viljum hvetja neytendur til að vera vakandi yfir því að þetta er virkt samkeppnisumhverfi,“ segir Halla og bendir á síður á borð við Aurbjörg og Orkusetur Orkustofnunar sem geta veitt góðar upplýsingar. Ekki á móti því að fyrirkomulagið verði endurskoðað Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, svarar fyrir málið í aðsendri grein á Vísi í dag en þar sagði hann áskoranir fylgja því að verða fólki úti um orku sem koma eftir þrautavaraleiðinni. Erfitt væri að gera ráð fyrir fjölda viðskiptavina. „N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum,“ skrifar Hinrik. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. Hann bendir einnig á að erfitt sé að hafa samband við suma viðskiptavini, þar sem aðeins nafn og kennitala er skráð, og bjóða þeim hagstæðari kjör. Hafi viðskiptavinir sjálfir samband sé þeim þó ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir. Hinrik segir þau ekki á móti því að fyrirkomulagið verði endurskoðað af hálfu Orkustofnunar og að þau styðji hvers kyns aðgerðir sem ýta undir að fólk velji sér orkusala sjálft. „En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála,“ skrifar Hinrik. Orkumál Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Um raforkusölu til neytenda N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. 19. janúar 2022 17:31 „Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Átta fyrirtæki selja nú raforku til almennra notenda en Orkustofnun velur á sex mánaða fresti fyrirtæki til þrautavara ef neytendur velja ekki sjálfir. Hefur það fyrirtæki ávalt verið N1 rafmagn sem hét áður Íslensk orkumiðlun. Um það bil þúsund aðilar lenda þar með hjá N1 í hverjum mánuði vegna þrautavaraleiðarinnar en aðeins um 300 til 400 velja sér sjálfir fyrirtæki. Það vekur þó athygli að viðskiptavinir sem velja ekki sjálfir þurfa að borga töluvert hærra verð hjá N1 heldur en aðrir sem velja fyrirtækið. Önnur fyrirtæki á borð við Straumlind, sem býður upp á sama verð og N1, hafa fengið ábendingar vegna þessa. Símon Einarsson, einn stofnenda og verðandi framkvæmdastjóri Straumlindar, segir að upprunalega hafi þau talið að um mistök væri að ræða en svo reyndist ekki vera. Sjá má í samanburði Aurbjargar að N1 rafmagn og Straumlind eru með sama verð á rafmagni, það eru 6,44 krónur á kílóvattsstund, en á heimasíðu N1 rafmagns kemur fram að verðið sem um ræðir gildi ekki um þrautavaraleiðina. „Þeir senda bara inn tölur sem eru ekki í neinu samræmi við þeirra reikninga og vinna í rauninni orkusölu til þrautavara núna síðast á einhverjum auramun yfir allt tímabilið, en við vorum aldrei sammála því. Við viljum meina að það hafi verið beitt rangri aðferð,“ segir Símon. Í heildina sé um að ræða um 17 þúsund aðila sem eru á öðrum taxta og segir Símon ljóst að neytendur séu blekktir með þessu. „Seinast þegar ég vissi var verðið [hjá N1] komið yfir tíu krónur á þrautavarataxtanum, en er hjá okkur 6,44 krónur, og ég held að þetta sé 75 prósent munur í dag. Þeir sem sagt fá kúnnann út frá þessum 6,44 krónum en rukka síðan tíu krónur plús,“ segir Símon. Samanburður á verði raforku eins og hann birtist á vef Aurbjargar 19. janúar 2022.Skjáskot Straumlind hefur sent kvartanir vegna þessa til Neytendastofu og Orkustofnunar, nú síðast í desember, en Orkustofnun velur fyrirtæki til þrautavara á sex mánaða fresti, næst í mars. Að sögn Símonar væri það rétta í stöðunni að fólk fengi endurgreitt og ákvörðunin endurskoðuð. „Auðvitað þarftu náttúrulega að tryggja að fólk fái rafmagn ef það velur sér ekki neinn, en þá þarf líka að tryggja hagsmuni neytenda. Það er búið að segja; „Heyrðu ég ætla að bjóða þessum notendum þetta verð“ en síðan eru þau með leyniverð sem er 75 prósent hærra,“ segir Símon. „Ef ég væri hinum megin við borðið hjá Orkustofnun þá myndi mér líða eins og það væri búið að blekkja mig,“ segir hann enn fremur. Skýringarmynd Straumlindar.Straumlind Reglugerðin misnotuð Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, hefur einnig gagnrýnt málið en hún segir framkvæmdina gallaða að mörgu leyti. Þá sé verið að misnota reglugerðina og telur Berglind að það sé verið að blekkja neytendur. „Þú færð eitt sms og svo ef þú gerir ekki neitt þá gerist ekkert annað en að þú ferð á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar hjá N1,“ sagði Berglind í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Það sem mér finnst mikilvægasta breytingin sem þarf að gera er að neytendur þurfi að samþykkja sinn raforkusala og það er svo óvanalegt að ríkið geti ákveðið bara til lengri tíma í hvers konar viðskiptum fólk á að vera,“ sagði hún enn fremur. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. Aðsend Þróa nýjar leiðbeiningar Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að fyrirkomulaginu hafi verið komið á fyrir um tveimur árum til að tryggja að fólk í flutningum yrði ekki rafmagnslaust og byggði þá á því að veita neytendum lægsta meðalverðið. „Það hefur ekki komið upp áður sú staða að þessir einstaklingar velja sér ekki sjálfir raforkusala lendi í því að vera á einhverjum sér taxta sem að er miklu hærra en fyrirtækið er almennt að bjóða. Þannig að það er algjörlega ný staða í þessu umhverfi og kannski ekki fyrirséð,“ segir Halla. Orkustofnun fékk ábendingar um málið fyrir jól og eftir það hófust þau handa við að þróa nýjar leiðbeiningar til að hafa hlutina skýrari. Þær hafa verið sendar út til sölufyrirtækjanna og dreifiveitna til umsagnar og er það ferli í gangi. Þá hefur verið kallað eftir upplýsingum frá N1. „Þegar hafa borist fjölmargar kvartanir sem við erum auðvitað að skoða samhliða og við erum að vanda okkur, því þetta er eitthvað sem skiptir mjög miklu máli. Orkustofnun vinnur auðvitað í þágu almennings í landinu þannig að við tökum þessum ábendingum mjög alvarlega,“ segir Halla. Næstu skref eru að fá umsagnir við nýjum leiðbeiningum og fara yfir kvartanir. Þá verður ákvörðun um framhaldið tekin. Halla segir þó einnig mikilvægt að neytendur sjálfir séu á varðbergi. „Það hafa orðið ákaflega miklar breytingar á orku umhverfinu á tiltölulega stuttum tíma og við hjá Orkustofnun viljum hvetja neytendur til að vera vakandi yfir því að þetta er virkt samkeppnisumhverfi,“ segir Halla og bendir á síður á borð við Aurbjörg og Orkusetur Orkustofnunar sem geta veitt góðar upplýsingar. Ekki á móti því að fyrirkomulagið verði endurskoðað Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, svarar fyrir málið í aðsendri grein á Vísi í dag en þar sagði hann áskoranir fylgja því að verða fólki úti um orku sem koma eftir þrautavaraleiðinni. Erfitt væri að gera ráð fyrir fjölda viðskiptavina. „N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum,“ skrifar Hinrik. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. Hann bendir einnig á að erfitt sé að hafa samband við suma viðskiptavini, þar sem aðeins nafn og kennitala er skráð, og bjóða þeim hagstæðari kjör. Hafi viðskiptavinir sjálfir samband sé þeim þó ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir. Hinrik segir þau ekki á móti því að fyrirkomulagið verði endurskoðað af hálfu Orkustofnunar og að þau styðji hvers kyns aðgerðir sem ýta undir að fólk velji sér orkusala sjálft. „En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála,“ skrifar Hinrik.
Orkumál Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Um raforkusölu til neytenda N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. 19. janúar 2022 17:31 „Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Um raforkusölu til neytenda N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. 19. janúar 2022 17:31
„Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. 19. janúar 2022 13:00