Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2022 11:00 Tryggvi Þór Haraldsson er forstjóri RARIK. RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu RARIK. Fram undan er ráðningarferli til að finna nýjan forstjóra. Tryggvi Þór hefur starfað sem forstjóri RARIK í á nítjánda ár og þar á undan í ýmsum öðrum störfum innan fyrirtækisins í yfir 23 ár meðal annars sem umdæmisstjóri á Norðurlandi eystra í 10 ár. Hann hefur því starfað hjá fyrirtækinu í tæp 42 ár. Í bréfi til starfsmanna segir Tryggvi Þór að það hafi lengi verið skoðun hans að ekki sé heppilegt fyrir fyrirtæki að forsvarsmenn haldi starfi sínu allt þar til þeir neyðist til að hverfa úr því vegna aldurs. Þannig hverfi reynsla og þekking án þess að hún yfirfærist með eðlilegum hætti til eftirmanna. Heppilegra sé að víkja úr starfi stjórnanda fyrr, þótt áfram sé starfað hjá fyrirtækinu. „Ég hef í nokkurn tíma rætt þessa skoðun mína við stjórnarformann og stjórn RARIK og nú hefur orðið að samkomulagi að ég hætti í starfi forstjóra í lok marsmánaðar næstkomandi, en í þeim mánuði verð ég 66 ára,“ segir Tryggvi. „Ég veit að þessi ákvörðun kann að koma einhverjum á óvart og vissulega kallar þetta á breytingar, en þeim fylgja tækifæri. Tækifæri til að gera enn betur. Nýr forstjóri nýtur þess að hafa á bak við sig bæði frábært starfsfólk og samhenta stjórn og get ég því áhyggjulaus stigið til hliðar, þótt því fylgi bæði eftirsjá og ákveðin tilhlökkun. Mikilvægast er að þetta er að mínu mati heppilegast fyrir fyrirtækið.“ RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis. Vistaskipti Tímamót Orkumál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu RARIK. Fram undan er ráðningarferli til að finna nýjan forstjóra. Tryggvi Þór hefur starfað sem forstjóri RARIK í á nítjánda ár og þar á undan í ýmsum öðrum störfum innan fyrirtækisins í yfir 23 ár meðal annars sem umdæmisstjóri á Norðurlandi eystra í 10 ár. Hann hefur því starfað hjá fyrirtækinu í tæp 42 ár. Í bréfi til starfsmanna segir Tryggvi Þór að það hafi lengi verið skoðun hans að ekki sé heppilegt fyrir fyrirtæki að forsvarsmenn haldi starfi sínu allt þar til þeir neyðist til að hverfa úr því vegna aldurs. Þannig hverfi reynsla og þekking án þess að hún yfirfærist með eðlilegum hætti til eftirmanna. Heppilegra sé að víkja úr starfi stjórnanda fyrr, þótt áfram sé starfað hjá fyrirtækinu. „Ég hef í nokkurn tíma rætt þessa skoðun mína við stjórnarformann og stjórn RARIK og nú hefur orðið að samkomulagi að ég hætti í starfi forstjóra í lok marsmánaðar næstkomandi, en í þeim mánuði verð ég 66 ára,“ segir Tryggvi. „Ég veit að þessi ákvörðun kann að koma einhverjum á óvart og vissulega kallar þetta á breytingar, en þeim fylgja tækifæri. Tækifæri til að gera enn betur. Nýr forstjóri nýtur þess að hafa á bak við sig bæði frábært starfsfólk og samhenta stjórn og get ég því áhyggjulaus stigið til hliðar, þótt því fylgi bæði eftirsjá og ákveðin tilhlökkun. Mikilvægast er að þetta er að mínu mati heppilegast fyrir fyrirtækið.“ RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis.
RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis.
Vistaskipti Tímamót Orkumál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira