Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 17:01 Fanta Bility var átta ára gömul þegar hún varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns í ágúst í fyrra og dó. AP/Matt Rourke Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. Lögregluþjónarnir voru meðal annars fyrir manndráp. Þeir heita Devon Smith (34), Sean Dolan (25) og Brian Devaney (41). Þó þeir hafi verið ákærðir fyrr í vikunni voru þeir ekki reknir úr lögreglunni fyrr en í gær. Það var gert á fundi bæjarráðs Sharon Hill. Þann 27. ágúst í fyrra fóru tveir ungir menn að rífast fyrir utan íþróttavöll þar sem framhaldsskólalið voru að keppa í ruðningi. Þeir Hasein Strand og Angelo Ford byrjuðu fljótt að skiptast á skotum sín á milli. Lögregluþjónarnir þrír voru á leikvanginum og skutu á mennina tvo. Rannsókn leiddi í ljós að þeir skutu 25 skotum í átt að áhorfendastúku leikvangsins og í átt að bíl því þeir töldu ranglega að verið væri að skjóta að þeim frá honum. Hér má sjá þá Brian Devaney, Sean Dolan og Devon Smith.AP/Héraðssaksóknari Delaware-sýslu Eitt skotanna hæfði hina átta ára gömlu Fanta Bility. Hún dó og þrír aðrir særðust en þeir Strand og Ford voru óskaddaðir. Samkvæmt New York Times var fyrst ákveðið að ákæra þá Strand og Ford fyrir morð. Þær ákærur voru þó felldar niður á endanum og var ekki ákveðið að ákæra lögregluþjónana í staðinn. Nú segja saksóknarar að ljóst sé að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu banaði Bility. „Þessir lögregluþjónar tóku skyndiákvörðun til að skjóta úr byssum sínum. Við treystum þeim til að taka rétta ákvörðun í aðstæðum sem þessum og þeim mistókst það hræðilega,“ sagði Jack Stollsteimer, saksóknari. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins 6abc um málið. Segja mennina hetjur sem lentu í erfiðum aðstæðum Lögmenn lögregluþjónanna fyrrverandi sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem þeir sögðu skjólstæðinga sína hafa hætt eigin lífum til að verja samfélagið. Þeir séu hetjur sem hafi þurft að bregðast við í erfiðum aðstæðum. Þá sagði forseti verkalýðsfélags lögregluþjóna á svæðinu að það væri sorglegt að lögregluþjónar væru ákærðir fyrir að reyna að vinna vinnu þeirra og verja borgara. Í frétt CBS, þar sem fjallað er um borgarstjórnarfundinn í gær þar sem ákveðið var að reka lögregluþjónana, segir að sex borgarfulltrúar hafi greitt atkvæði með brottrekstrinum og einn hafi verið á móti. SKiptar skoðanir hafi verið um málið meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Einhverjir hafi sagt ákvörðunina rétta og aðrir hafi komið lögregluþjónunum til varnar. „Það sem þið eruð að gera þessum lögregluþjónum er rangt,“ sagði einn. „Held ég að þeir þurfi í endurþjálfun? Algerlega. Held ég að það þurfi að sækja þá til saka eins og glæpamenn? Nei. Við viljum ekki að lögregluþjónar verði hræddir við að stöðva glæpi.“ Ákærur gegn lögreglujónum mjög sjaldgæfar Þrátt fyrir að undanfarna mánuði og undanfarin ár hafi komið upp nokkur áberandi tilvik þar sem lögregluþjónar voru ákærðir og sakfelldir fyrir að valda skjóta fólk til bana eða bana því með öðrum hætti, eru slíkar ákærur gífurlega sjaldgæfar í Bandaríkjunum. NYT vitnar í gagnagrunni sem nær aftur til ársins 2005 þar sem fram kemur að síðan þá hafa einungis 155 lögregluþjónar hafi verið ákærðir fyrir morð eða manndráp fyrir að skjóta einhvern til bana við skyldustörf. Frá 2015 hafa lögregluþjónar skotið fleiri en fimm þúsund til bana við skyldustörf, samkvæmt gagnagrunni Washington Post. Met var sett síðasta ár þegar 21 lögregluþjónn var ákærður fyrir að bana einhverjum við skyldustörf. Það ár bönuðu lögregluþjónar þó rúmlega 1.100 manns, samkvæmt gagnagrunni Mapping Police Violence. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 „Dóttir mín dó í fanginu á mér“ Móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns og dó í Los Angeles segist ekkert hafa getað gert til að bjarga lífi dóttur sinnar. Þær höfðu leitað skjóls í mátunarklefa verslunar eftir að maður réðst á konur með hjólalás í versluninni. 29. desember 2021 16:31 Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15 Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt vill losna úr fangelsi fyrir að skjóta nágranna sinn Lögmaður lögreglukonunnar fyrrverandi Amber Guyger munu í dag færa rök fyrir því að snúa eigi við sakfellingu hennar fyrir morð. Hún skaut nágranna sinn í Dallas í Texas til bana árið 2018 eftir að hún fór fyrir mistök inn í íbúð hans en ekki sína. 27. apríl 2021 14:26 Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Lögregluþjónarnir voru meðal annars fyrir manndráp. Þeir heita Devon Smith (34), Sean Dolan (25) og Brian Devaney (41). Þó þeir hafi verið ákærðir fyrr í vikunni voru þeir ekki reknir úr lögreglunni fyrr en í gær. Það var gert á fundi bæjarráðs Sharon Hill. Þann 27. ágúst í fyrra fóru tveir ungir menn að rífast fyrir utan íþróttavöll þar sem framhaldsskólalið voru að keppa í ruðningi. Þeir Hasein Strand og Angelo Ford byrjuðu fljótt að skiptast á skotum sín á milli. Lögregluþjónarnir þrír voru á leikvanginum og skutu á mennina tvo. Rannsókn leiddi í ljós að þeir skutu 25 skotum í átt að áhorfendastúku leikvangsins og í átt að bíl því þeir töldu ranglega að verið væri að skjóta að þeim frá honum. Hér má sjá þá Brian Devaney, Sean Dolan og Devon Smith.AP/Héraðssaksóknari Delaware-sýslu Eitt skotanna hæfði hina átta ára gömlu Fanta Bility. Hún dó og þrír aðrir særðust en þeir Strand og Ford voru óskaddaðir. Samkvæmt New York Times var fyrst ákveðið að ákæra þá Strand og Ford fyrir morð. Þær ákærur voru þó felldar niður á endanum og var ekki ákveðið að ákæra lögregluþjónana í staðinn. Nú segja saksóknarar að ljóst sé að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu banaði Bility. „Þessir lögregluþjónar tóku skyndiákvörðun til að skjóta úr byssum sínum. Við treystum þeim til að taka rétta ákvörðun í aðstæðum sem þessum og þeim mistókst það hræðilega,“ sagði Jack Stollsteimer, saksóknari. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins 6abc um málið. Segja mennina hetjur sem lentu í erfiðum aðstæðum Lögmenn lögregluþjónanna fyrrverandi sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem þeir sögðu skjólstæðinga sína hafa hætt eigin lífum til að verja samfélagið. Þeir séu hetjur sem hafi þurft að bregðast við í erfiðum aðstæðum. Þá sagði forseti verkalýðsfélags lögregluþjóna á svæðinu að það væri sorglegt að lögregluþjónar væru ákærðir fyrir að reyna að vinna vinnu þeirra og verja borgara. Í frétt CBS, þar sem fjallað er um borgarstjórnarfundinn í gær þar sem ákveðið var að reka lögregluþjónana, segir að sex borgarfulltrúar hafi greitt atkvæði með brottrekstrinum og einn hafi verið á móti. SKiptar skoðanir hafi verið um málið meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Einhverjir hafi sagt ákvörðunina rétta og aðrir hafi komið lögregluþjónunum til varnar. „Það sem þið eruð að gera þessum lögregluþjónum er rangt,“ sagði einn. „Held ég að þeir þurfi í endurþjálfun? Algerlega. Held ég að það þurfi að sækja þá til saka eins og glæpamenn? Nei. Við viljum ekki að lögregluþjónar verði hræddir við að stöðva glæpi.“ Ákærur gegn lögreglujónum mjög sjaldgæfar Þrátt fyrir að undanfarna mánuði og undanfarin ár hafi komið upp nokkur áberandi tilvik þar sem lögregluþjónar voru ákærðir og sakfelldir fyrir að valda skjóta fólk til bana eða bana því með öðrum hætti, eru slíkar ákærur gífurlega sjaldgæfar í Bandaríkjunum. NYT vitnar í gagnagrunni sem nær aftur til ársins 2005 þar sem fram kemur að síðan þá hafa einungis 155 lögregluþjónar hafi verið ákærðir fyrir morð eða manndráp fyrir að skjóta einhvern til bana við skyldustörf. Frá 2015 hafa lögregluþjónar skotið fleiri en fimm þúsund til bana við skyldustörf, samkvæmt gagnagrunni Washington Post. Met var sett síðasta ár þegar 21 lögregluþjónn var ákærður fyrir að bana einhverjum við skyldustörf. Það ár bönuðu lögregluþjónar þó rúmlega 1.100 manns, samkvæmt gagnagrunni Mapping Police Violence.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 „Dóttir mín dó í fanginu á mér“ Móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns og dó í Los Angeles segist ekkert hafa getað gert til að bjarga lífi dóttur sinnar. Þær höfðu leitað skjóls í mátunarklefa verslunar eftir að maður réðst á konur með hjólalás í versluninni. 29. desember 2021 16:31 Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15 Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt vill losna úr fangelsi fyrir að skjóta nágranna sinn Lögmaður lögreglukonunnar fyrrverandi Amber Guyger munu í dag færa rök fyrir því að snúa eigi við sakfellingu hennar fyrir morð. Hún skaut nágranna sinn í Dallas í Texas til bana árið 2018 eftir að hún fór fyrir mistök inn í íbúð hans en ekki sína. 27. apríl 2021 14:26 Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27
„Dóttir mín dó í fanginu á mér“ Móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns og dó í Los Angeles segist ekkert hafa getað gert til að bjarga lífi dóttur sinnar. Þær höfðu leitað skjóls í mátunarklefa verslunar eftir að maður réðst á konur með hjólalás í versluninni. 29. desember 2021 16:31
Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15
Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt vill losna úr fangelsi fyrir að skjóta nágranna sinn Lögmaður lögreglukonunnar fyrrverandi Amber Guyger munu í dag færa rök fyrir því að snúa eigi við sakfellingu hennar fyrir morð. Hún skaut nágranna sinn í Dallas í Texas til bana árið 2018 eftir að hún fór fyrir mistök inn í íbúð hans en ekki sína. 27. apríl 2021 14:26
Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16