Alþjóðlegur dagur menntunar Ásmundur Einar Daðason skrifar 24. janúar 2022 12:00 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skóla - og menntamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri. Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið. Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita. Víðtækt hlutverk skóla Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast. Takk fyrir! Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi. Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs. Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun