Engin framtíð án fólks Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:31 Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun