Kurteislegar „kappræður“ Bragi Skúlason skrifar 26. janúar 2022 10:32 Þær stóðu e.t.v. ekki undir nafni þessar fyrirhugðu „kappræður“ okkar formannsefnanna í Fræðagarði í hádeginu í gær. Til þess voru þær einfaldlega of kurteislegar og málefnalegar miðað við þá orðræðu og átök sem við eigum svo oft að venjast þessa dagana þegar tekist er á um leiðir og lausnir. Vonandi voru þær samt skemmtilegar á að hlýða fyrir þá sem fylgdust með útsendingunni - sem reyndar máttu vera fleiri. Fundurinn er víða ínáanlegur á netinu og það geta áhugasamir nýtt sér þar til kjörfundi lýkur n.k. sunnudagskvöld. Mér fannst kappræðurnar endurspegla það að formannskjörið snýst ekki um stórar stefnubreytingar Í Fræðagarði og í rauninni ekki heldur miklar áherslubreytingar. Ég lít á það sem staðfestingu þess að Fræðagarður hefur verið á farsælli vegferð allar götur frá stofnun félagsins. Ég er hreykinn af því að hafa leitt þá vinnu og ég vona að ég fái tækifæri til þess að gera það í eitt kjörtímabil enn. Við höfum í sameiningu byggt upp félag sem ekki einasta er orðið það stærsta innan BHM heldur vafalítið eitt af þeim áhrifameiri á íslenskum vinnumarkaði. Ástæða þess er fjölbreytnin sem Fræðagarði er í blóð borin. Við eigum allskonar erindi við allskonar viðsemjendur fyrir félagsfólk okkar og komum því vafalítið víðar við í samningamálum en nokkurt annað stéttarfélag á landinu. Fyrir vikið hefur safnast upp í Fræðagarði skýr heildarmynd sem auðveldar okkur alla vinnu við einstök verkefni til muna. Það eru margir á meðal viðsemjenda Fræðagarðs í varðstöðu og hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína. Okkar fólk er starfandi við 141 opinbera stofnun ríkisins og hjá 58 af sveitarfélögum landsins. Til viðbótar eigum við svo starfsfólk innan veggja 439 fyrirtækja í einkarekstri. Alls rekum við erindi fyrir fjórar fagdeildir innan félagsins og með óteljandi mismunandi áherslur eftir því hverjir vinnuveitendurnir eru og jafnvel á hvaða stað. Sveitarfélögin eru t.d. langt í frá einsleit hjörð þegar kjör og aðbúnaður okkar fólks er annars vegar. Við höfum í gegnum rafræna upplýsingasöfnun að undanförnu náð góðri mynd af þeirri mismunun sem þar er í gangi. Hún nær því miður í fyrsta lagi til lakari kjara miðað við t.d. starfsfólk ríkisins og einkaframtaksins. Hún nær til óþolandi mismununar í launakjörum karla og kvenna með hundakúnstum sveitarfélaganna og hún nær einnig til ýmissa annarra réttinda okkar fólks. Leiðrétting gagnvart sveitarfélögunum er í mínum huga skýrt forgangsverkefni í þeim kjarasamningum sem eru í gangi og bíða okkar á næstu misserum. Í viðræðum við hina fjölmörgu viðsemjendur okkar mun mikið reyna á uppsafnaða þekkingu og reynslu innan Fræðagarðs. Eflaust meira en nokkru sinni fyrr. Við stöndum frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum og um leið nýjum tækifærum. Við erum stór, sterkur og samheldinn hópur og höfum náð því hingað til að koma fram sem öflugur kór enda þótt raddir hans séu mismunandi eins og vera ber. Það er gott fyrir lýðræðið okkar að tekist sé á um formannsstólinn af þeim drengskap sem raun ber vitni. Þannig verður umræðan okkar innbyrðis um félagið og verkefni þess vafalaust gott vegarnesti inn í þá mikilvægu hagsmunagæslu sem bíður okkar. Ég hvet félagsfólk í Fræðagarði til þess að taka þátt í formannskjörinu og setja þannig forystufólk sitt til verka með öflugan stuðning að baki sér. Höfundur er formannsframbjóðandi í Fræðagarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þær stóðu e.t.v. ekki undir nafni þessar fyrirhugðu „kappræður“ okkar formannsefnanna í Fræðagarði í hádeginu í gær. Til þess voru þær einfaldlega of kurteislegar og málefnalegar miðað við þá orðræðu og átök sem við eigum svo oft að venjast þessa dagana þegar tekist er á um leiðir og lausnir. Vonandi voru þær samt skemmtilegar á að hlýða fyrir þá sem fylgdust með útsendingunni - sem reyndar máttu vera fleiri. Fundurinn er víða ínáanlegur á netinu og það geta áhugasamir nýtt sér þar til kjörfundi lýkur n.k. sunnudagskvöld. Mér fannst kappræðurnar endurspegla það að formannskjörið snýst ekki um stórar stefnubreytingar Í Fræðagarði og í rauninni ekki heldur miklar áherslubreytingar. Ég lít á það sem staðfestingu þess að Fræðagarður hefur verið á farsælli vegferð allar götur frá stofnun félagsins. Ég er hreykinn af því að hafa leitt þá vinnu og ég vona að ég fái tækifæri til þess að gera það í eitt kjörtímabil enn. Við höfum í sameiningu byggt upp félag sem ekki einasta er orðið það stærsta innan BHM heldur vafalítið eitt af þeim áhrifameiri á íslenskum vinnumarkaði. Ástæða þess er fjölbreytnin sem Fræðagarði er í blóð borin. Við eigum allskonar erindi við allskonar viðsemjendur fyrir félagsfólk okkar og komum því vafalítið víðar við í samningamálum en nokkurt annað stéttarfélag á landinu. Fyrir vikið hefur safnast upp í Fræðagarði skýr heildarmynd sem auðveldar okkur alla vinnu við einstök verkefni til muna. Það eru margir á meðal viðsemjenda Fræðagarðs í varðstöðu og hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína. Okkar fólk er starfandi við 141 opinbera stofnun ríkisins og hjá 58 af sveitarfélögum landsins. Til viðbótar eigum við svo starfsfólk innan veggja 439 fyrirtækja í einkarekstri. Alls rekum við erindi fyrir fjórar fagdeildir innan félagsins og með óteljandi mismunandi áherslur eftir því hverjir vinnuveitendurnir eru og jafnvel á hvaða stað. Sveitarfélögin eru t.d. langt í frá einsleit hjörð þegar kjör og aðbúnaður okkar fólks er annars vegar. Við höfum í gegnum rafræna upplýsingasöfnun að undanförnu náð góðri mynd af þeirri mismunun sem þar er í gangi. Hún nær því miður í fyrsta lagi til lakari kjara miðað við t.d. starfsfólk ríkisins og einkaframtaksins. Hún nær til óþolandi mismununar í launakjörum karla og kvenna með hundakúnstum sveitarfélaganna og hún nær einnig til ýmissa annarra réttinda okkar fólks. Leiðrétting gagnvart sveitarfélögunum er í mínum huga skýrt forgangsverkefni í þeim kjarasamningum sem eru í gangi og bíða okkar á næstu misserum. Í viðræðum við hina fjölmörgu viðsemjendur okkar mun mikið reyna á uppsafnaða þekkingu og reynslu innan Fræðagarðs. Eflaust meira en nokkru sinni fyrr. Við stöndum frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum og um leið nýjum tækifærum. Við erum stór, sterkur og samheldinn hópur og höfum náð því hingað til að koma fram sem öflugur kór enda þótt raddir hans séu mismunandi eins og vera ber. Það er gott fyrir lýðræðið okkar að tekist sé á um formannsstólinn af þeim drengskap sem raun ber vitni. Þannig verður umræðan okkar innbyrðis um félagið og verkefni þess vafalaust gott vegarnesti inn í þá mikilvægu hagsmunagæslu sem bíður okkar. Ég hvet félagsfólk í Fræðagarði til þess að taka þátt í formannskjörinu og setja þannig forystufólk sitt til verka með öflugan stuðning að baki sér. Höfundur er formannsframbjóðandi í Fræðagarði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun