Það er öllum í hag að styðja vel við námsmenn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. janúar 2022 07:00 Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hagsmunir stúdenta Alþingi Viðreisn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun