Börnin eru mikilvægust Guðný Maja Riba skrifar 27. janúar 2022 19:01 Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar