Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 30. janúar 2022 07:01 Hulda er alsæl á Spáni. Aðsend. Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Fjölskyldan saman.Aðsend. Hvert tókstu stökkið?Við erum búsett á Tenerife og þetta var alveg þvílík skyndiákvörðun. Það var búið að vera tveggja daga stormur á Íslandi og ekki ráðlagt að fara út í tvo daga. Við vorum alveg komin með nóg af vonda veðrinu og bókuðum ferð til Spánar. Viku seinna erum við búin að festa kaup á húsi/sveit hér á Tenerife þar sem við urðum ástfangin af sólinni og góða veðrinu. Hvenær fluttirðu út?Við fluttum út vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já mig hefur alltaf dreymt um að búa á Spáni. Þegar ég var yngri þá vann pabbi mikið á Spáni og við ferðuðumst oft þangað. Ég varð heilluð af tungumálinu og menningunni. Strákarnir bjuggu lengi í Kanada þannig allir voru mjög opnir fyrir þessum flutningum. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hafði ekki svo mikil áhrif á okkur. Við vorum akkúrat í framkvæmdum og þegar Covid skall á þá gaf það okkur frið til þess að klára húsið. „Við búum upp í sveit og erum með ágætis svæði þar sem við ræktum og hugsum um dýrin okkar. Þannig útgöngu bannið var alls ekki slæmt.“ Það er mikið líf og fjör hjá þeim úti.Aðsend. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Það var svo sem enginn undirbúningur í flutningnum heldur stukkum við bara beint í djúpu laugina. Við settum búslóðina í gám og fluttum út. Við vorum mjög hvatvís en það gerði flutninginn meira spennandi og skemmtilegan. Við höfum verið að læra með reynslunni og hefðum ekki gert neitt öðruvísi. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið?Muna að flutningar leysa engin vandamál sem eru kannski til staðar í lífinu en geta búið til ný og spennandi ævintýri. Mikilvægt er að virða siði og læra á tungumálið. Fólk verður svo glatt þegar þeir sjá okkur reyna að tala þeirra tungumál. Aldrei vera hrædd við að tala, ég segi alltaf að ég tali eins og ég sé barn í leikskóla en þannig hef ég lært helling í spænsku. Á Tenerife er töluð spænska og ef þig vantar þjónuðustu frá þeim opinbera þá færðu enga aðstoð nema þú talar spænsku. Mæli með að finna túlk sem getur komið með og þýtt eða aðstoðað við pappíra. „Það sem kom okkur á óvart er hvað allt er miklu slakara hér á Tenerife ekki eins og á Íslandi þar sem allt er á milljón.“ Það tók svolítin tíma að venjast og svo er ekkert rafrænt heldur þar maður að eiga fullt af pappírum og allt í upprunalegu formi. Fannst pínu eins ég væri að fara aftur í fortíðina. En þolinmæðin galdurinn. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvernig komstu í kynni við vinnuna/námið/verkefnin sem þú ert í og hvað er það?Við vinnum að heiman svo það skiptir ekki máli hvar í heiminum við búum en okkur þykir gott að vera í Evrópu. Strákurinn okkar kom ári á eftir okkur en við fundum skóla rétt hjá okkur sem er breskur einkaskóli. Skólin hans er á ensku en við töldum það best þar sem strákurinn var 14 ára og okkur fannst svolítið bratt að fara í spænskan skóla á þessum aldri. Námið er miklu þyngra en á Íslandi og ég hef heyrt það sama um aðra skóla hér á Tenerife. Hann valdi Business sem fag og sá áfangi er svipaður eins og það sem er kennt í háskóla heima. Stærðfræðin er til dæmis tveimur árum á undan hérna. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvers saknarðu mest við Ísland?Það sem ég sakna mest við Ísland er fjölskyldan og vinir. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Það sem ég sakna minnst við Ísland er veðrið og að klæða mig upp í mörgum lögum af fötum. Elska að geta farið út í kjól án þess að þurfa að dröslast með úlpu. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvernig er veðrið?Það er talað um að Tenerife sé elífðar vor. Það er nánast alltaf sól og hitastigið frá 18-28 stig á veturna og vorin, sumrin eru aðeins heitari en heitast er í enda ágúst og byrjun september. Þá getur hitinn farið upp í 38°. Við búum í fjallshlíðinni og loftið er miklu ferskara, svalara og ekki eins staðnað og á ströndinni. Sveitin okkar er á þeirri hæð í fjallinu að það eru nánast engar pöddur. Allt það sem við ræktum er 100% lífrænt því við þurfum ekki að eitra neitt. Aðsend. Hvaða ferðamáta notast þú við?Bílinn er mest notaður á okkar heimili. Ef maður býr ekki í miðbænum þá er bíll nauðsynlegur. Kemurðu oft til Íslands?Við höfum ekki farið mikið til Íslands, aðallega vegna sóttkvísreglum sem hafa verið á Íslandi. En við plönum að fara oftar í framtíðinni. Það eru flug oft í viku og alltaf gaman að kíkja til Íslands. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Það er miklu ódýrara hérna úti. Við erum alltaf jafn hissa þegar við förum út í búð eða meira segja út að borða. „Það er 40-50% ódýrar hérna en á Íslandi. Að fara fínt út að borða hérna fyrir þrjá getur kostað frá 3000-6500kr.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Finnst ótrúlega gaman hversu margir Íslendingar koma hingað til Tenerife. Það er alltaf einhver sem maður þekkir hérna þrátt fyrir Covid sem hefur ekki stoppað fólk sem vill kíkja út í sólina. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er mjög mikið af Íslendingum hérna á Tenerife og alltaf fleiri að flytja hingað út eða kaupa sér sumarhús. Síðan eru margir matsölu staðir eða barir í eigu Íslendinga. Áttu þér uppáhalds stað?Uppáhalds staðurinn okkar er eiginlega öll útiveran hérna á Tenerife. Svo mikið af skemmtilegum útisportum eins og surf, tennis, golf, klettaklifur og fullt af skemmtilegum gönguferðum. Ef fólk er að koma í frí þá mælum við með því að leigja bíl í einn dag og keyra um eyjuna. Það tekur tvo og hálfan tíma að keyra kringum eyjuna og gaman hvað hún er fjölbreytileg. Svo er skemmtilegt að kíkja aðeins í höfuðborgina Santa Cruz og versla. Brimbrettið er skemmtilegt.Aðsend. Hvaða matsölustöðum mælir þú með?Uppáhalds veitingastaðurinn okkar er Taberna Sushi Amore. Allt á matseðlinum er gott. Við biðjum oftast um óvæntan Sushi platta og verðum aldrei fyrir vonbrigðum. Alltaf ferskt hráefni úr sjónum. Nóg af úrvali fyrir vegan og fólk sem borðar ekki sushi. Sushi er vinsælt hjá Huldu.Aðsend. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á Tenerife?Við mælum þvílikt með Tenerife ferðum. Höfum farið í nokkrar ferðir hjá þeim, bæði göngu og matar ferðir. Svo er gaman að sjá nýja staði og heyra um sögu Tenerife eins og týnda þorpið, Masca. Svo er must að fara í GoKart og Siam Park. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Við fjölskyldan byrjum daginn klukkan sex og förum í Crossfit til þess að fá blóðflæði í gang og orku inn í daginn. Síðan fer strákurinn í skólann og við hjónum förum að vinna. Yfir daginn löbbum við um sveitina þar sem við heilsum uppá dýrin og kíkjum á garðinn. Svo um helgar finnst okkur æðislegt að kíkja á ströndina, skoða nýja staði eða spila golf. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvað er það besta við Tenerife? Við elskum að vera hérna í sveitinni. Eftir að við fluttum hingað komumst við að því að loftslagið og veðrið er þannig að það er hægt að rækta allt. Við leggjum mikla áherslu að allt sé 100% organic, en ekki þarf að eitra fyrir neinum pöddum og notum við okkar eigin áburð sem við fáum úr ormasteypuni okkar. „Þetta hefur verið pínu tilraunastarfsemi í gangi síðan við fluttum en hvorugt okkar hefur mikla reynslu á garðyrkju. Við höfum lært mest allt á Youtube og það hefur gengið ágætlega.“ Garðyrkjan er stórt áhugamál hjá þeim. Við erum með allskonar tré og uppskeru allt árið í kring en þar má nefna, sítrónur, ólífur appelsínur, epli, granat epli, mangó, avacado, ástaraldin, möndlur, hesil-, kasíiu- og macadamíu hnetur og ávexti frá asíu og suður ameríku sem fást ekki í búðum. „Einnig erum við með litla vínrækt og látum við vínbónda framleiða okkar eigið vín.“ Dýrin hafa líka verið stór partur af sveitinni okkar. Ormaræktin býr til áburð, hunangsflugurnar búa til hunang og frjóvga garðinn og svo eru það hundarnir sem passa sveitina. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvað er það versta við staðinn þinn?Um það bil fjórum sinnum á ári kemur sandstormur frá Sahara. Hann stendur oftast yfir í tvo daga en sem betur fer er hann ekki lengi og minnir mann bara á vont veður á Íslandi. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Kannski, við viljum hafa allt opið, þannig gerast skemmtilegustu ævintýrin. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Stökkið Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. 26. janúar 2022 07:01 Hulda og Jón Ósmann eiga von á stúlku Fyrirsætan Hulda Ósmann og athafnamaðurinn Jón Ósmann eiga von á stúlku í júní. Hulda deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. 4. janúar 2022 14:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Fjölskyldan saman.Aðsend. Hvert tókstu stökkið?Við erum búsett á Tenerife og þetta var alveg þvílík skyndiákvörðun. Það var búið að vera tveggja daga stormur á Íslandi og ekki ráðlagt að fara út í tvo daga. Við vorum alveg komin með nóg af vonda veðrinu og bókuðum ferð til Spánar. Viku seinna erum við búin að festa kaup á húsi/sveit hér á Tenerife þar sem við urðum ástfangin af sólinni og góða veðrinu. Hvenær fluttirðu út?Við fluttum út vorið 2019. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já mig hefur alltaf dreymt um að búa á Spáni. Þegar ég var yngri þá vann pabbi mikið á Spáni og við ferðuðumst oft þangað. Ég varð heilluð af tungumálinu og menningunni. Strákarnir bjuggu lengi í Kanada þannig allir voru mjög opnir fyrir þessum flutningum. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hafði ekki svo mikil áhrif á okkur. Við vorum akkúrat í framkvæmdum og þegar Covid skall á þá gaf það okkur frið til þess að klára húsið. „Við búum upp í sveit og erum með ágætis svæði þar sem við ræktum og hugsum um dýrin okkar. Þannig útgöngu bannið var alls ekki slæmt.“ Það er mikið líf og fjör hjá þeim úti.Aðsend. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Það var svo sem enginn undirbúningur í flutningnum heldur stukkum við bara beint í djúpu laugina. Við settum búslóðina í gám og fluttum út. Við vorum mjög hvatvís en það gerði flutninginn meira spennandi og skemmtilegan. Við höfum verið að læra með reynslunni og hefðum ekki gert neitt öðruvísi. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið?Muna að flutningar leysa engin vandamál sem eru kannski til staðar í lífinu en geta búið til ný og spennandi ævintýri. Mikilvægt er að virða siði og læra á tungumálið. Fólk verður svo glatt þegar þeir sjá okkur reyna að tala þeirra tungumál. Aldrei vera hrædd við að tala, ég segi alltaf að ég tali eins og ég sé barn í leikskóla en þannig hef ég lært helling í spænsku. Á Tenerife er töluð spænska og ef þig vantar þjónuðustu frá þeim opinbera þá færðu enga aðstoð nema þú talar spænsku. Mæli með að finna túlk sem getur komið með og þýtt eða aðstoðað við pappíra. „Það sem kom okkur á óvart er hvað allt er miklu slakara hér á Tenerife ekki eins og á Íslandi þar sem allt er á milljón.“ Það tók svolítin tíma að venjast og svo er ekkert rafrænt heldur þar maður að eiga fullt af pappírum og allt í upprunalegu formi. Fannst pínu eins ég væri að fara aftur í fortíðina. En þolinmæðin galdurinn. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvernig komstu í kynni við vinnuna/námið/verkefnin sem þú ert í og hvað er það?Við vinnum að heiman svo það skiptir ekki máli hvar í heiminum við búum en okkur þykir gott að vera í Evrópu. Strákurinn okkar kom ári á eftir okkur en við fundum skóla rétt hjá okkur sem er breskur einkaskóli. Skólin hans er á ensku en við töldum það best þar sem strákurinn var 14 ára og okkur fannst svolítið bratt að fara í spænskan skóla á þessum aldri. Námið er miklu þyngra en á Íslandi og ég hef heyrt það sama um aðra skóla hér á Tenerife. Hann valdi Business sem fag og sá áfangi er svipaður eins og það sem er kennt í háskóla heima. Stærðfræðin er til dæmis tveimur árum á undan hérna. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvers saknarðu mest við Ísland?Það sem ég sakna mest við Ísland er fjölskyldan og vinir. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Það sem ég sakna minnst við Ísland er veðrið og að klæða mig upp í mörgum lögum af fötum. Elska að geta farið út í kjól án þess að þurfa að dröslast með úlpu. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvernig er veðrið?Það er talað um að Tenerife sé elífðar vor. Það er nánast alltaf sól og hitastigið frá 18-28 stig á veturna og vorin, sumrin eru aðeins heitari en heitast er í enda ágúst og byrjun september. Þá getur hitinn farið upp í 38°. Við búum í fjallshlíðinni og loftið er miklu ferskara, svalara og ekki eins staðnað og á ströndinni. Sveitin okkar er á þeirri hæð í fjallinu að það eru nánast engar pöddur. Allt það sem við ræktum er 100% lífrænt því við þurfum ekki að eitra neitt. Aðsend. Hvaða ferðamáta notast þú við?Bílinn er mest notaður á okkar heimili. Ef maður býr ekki í miðbænum þá er bíll nauðsynlegur. Kemurðu oft til Íslands?Við höfum ekki farið mikið til Íslands, aðallega vegna sóttkvísreglum sem hafa verið á Íslandi. En við plönum að fara oftar í framtíðinni. Það eru flug oft í viku og alltaf gaman að kíkja til Íslands. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Það er miklu ódýrara hérna úti. Við erum alltaf jafn hissa þegar við förum út í búð eða meira segja út að borða. „Það er 40-50% ódýrar hérna en á Íslandi. Að fara fínt út að borða hérna fyrir þrjá getur kostað frá 3000-6500kr.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Finnst ótrúlega gaman hversu margir Íslendingar koma hingað til Tenerife. Það er alltaf einhver sem maður þekkir hérna þrátt fyrir Covid sem hefur ekki stoppað fólk sem vill kíkja út í sólina. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er mjög mikið af Íslendingum hérna á Tenerife og alltaf fleiri að flytja hingað út eða kaupa sér sumarhús. Síðan eru margir matsölu staðir eða barir í eigu Íslendinga. Áttu þér uppáhalds stað?Uppáhalds staðurinn okkar er eiginlega öll útiveran hérna á Tenerife. Svo mikið af skemmtilegum útisportum eins og surf, tennis, golf, klettaklifur og fullt af skemmtilegum gönguferðum. Ef fólk er að koma í frí þá mælum við með því að leigja bíl í einn dag og keyra um eyjuna. Það tekur tvo og hálfan tíma að keyra kringum eyjuna og gaman hvað hún er fjölbreytileg. Svo er skemmtilegt að kíkja aðeins í höfuðborgina Santa Cruz og versla. Brimbrettið er skemmtilegt.Aðsend. Hvaða matsölustöðum mælir þú með?Uppáhalds veitingastaðurinn okkar er Taberna Sushi Amore. Allt á matseðlinum er gott. Við biðjum oftast um óvæntan Sushi platta og verðum aldrei fyrir vonbrigðum. Alltaf ferskt hráefni úr sjónum. Nóg af úrvali fyrir vegan og fólk sem borðar ekki sushi. Sushi er vinsælt hjá Huldu.Aðsend. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á Tenerife?Við mælum þvílikt með Tenerife ferðum. Höfum farið í nokkrar ferðir hjá þeim, bæði göngu og matar ferðir. Svo er gaman að sjá nýja staði og heyra um sögu Tenerife eins og týnda þorpið, Masca. Svo er must að fara í GoKart og Siam Park. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Við fjölskyldan byrjum daginn klukkan sex og förum í Crossfit til þess að fá blóðflæði í gang og orku inn í daginn. Síðan fer strákurinn í skólann og við hjónum förum að vinna. Yfir daginn löbbum við um sveitina þar sem við heilsum uppá dýrin og kíkjum á garðinn. Svo um helgar finnst okkur æðislegt að kíkja á ströndina, skoða nýja staði eða spila golf. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvað er það besta við Tenerife? Við elskum að vera hérna í sveitinni. Eftir að við fluttum hingað komumst við að því að loftslagið og veðrið er þannig að það er hægt að rækta allt. Við leggjum mikla áherslu að allt sé 100% organic, en ekki þarf að eitra fyrir neinum pöddum og notum við okkar eigin áburð sem við fáum úr ormasteypuni okkar. „Þetta hefur verið pínu tilraunastarfsemi í gangi síðan við fluttum en hvorugt okkar hefur mikla reynslu á garðyrkju. Við höfum lært mest allt á Youtube og það hefur gengið ágætlega.“ Garðyrkjan er stórt áhugamál hjá þeim. Við erum með allskonar tré og uppskeru allt árið í kring en þar má nefna, sítrónur, ólífur appelsínur, epli, granat epli, mangó, avacado, ástaraldin, möndlur, hesil-, kasíiu- og macadamíu hnetur og ávexti frá asíu og suður ameríku sem fást ekki í búðum. „Einnig erum við með litla vínrækt og látum við vínbónda framleiða okkar eigið vín.“ Dýrin hafa líka verið stór partur af sveitinni okkar. Ormaræktin býr til áburð, hunangsflugurnar búa til hunang og frjóvga garðinn og svo eru það hundarnir sem passa sveitina. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann) Hvað er það versta við staðinn þinn?Um það bil fjórum sinnum á ári kemur sandstormur frá Sahara. Hann stendur oftast yfir í tvo daga en sem betur fer er hann ekki lengi og minnir mann bara á vont veður á Íslandi. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Kannski, við viljum hafa allt opið, þannig gerast skemmtilegustu ævintýrin. View this post on Instagram A post shared by Hulda O smann (@huldaosmann)
Stökkið Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. 26. janúar 2022 07:01 Hulda og Jón Ósmann eiga von á stúlku Fyrirsætan Hulda Ósmann og athafnamaðurinn Jón Ósmann eiga von á stúlku í júní. Hulda deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. 4. janúar 2022 14:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01
Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Ég er komin með þykkan stórborgarskráp“ Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál. 26. janúar 2022 07:01
Hulda og Jón Ósmann eiga von á stúlku Fyrirsætan Hulda Ósmann og athafnamaðurinn Jón Ósmann eiga von á stúlku í júní. Hulda deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. 4. janúar 2022 14:00