Hverjum má fórna? Agnar Már Másson skrifar 29. janúar 2022 21:01 Margir biðu spenntir eftir tilkynningum stjórnvalda um nýja reglugerð um samkomutakmarkanir. Mýgrútur þingmanna hafði hoppað í fjölmiðla og sagt frá sínum skoðunum á málinu og bjuggust flestir við einhverjum afléttingum á öllum sviðum mannlífs og vonuðum við flest eftir því að við myndum brátt fá að sjá glitta í okkar venjulega líf handan við sjóndeildarhringinn. Menntskælingar biðu allir spenntir eftir því að félagslífið yrði venjulegt og aftur væri hægt að sækja á böll og aðra viðburði tengda félagslífinu. Framhaldsskólanemum var því illa brugðið þegar við sáum að í næsta mánuði verðafjöldatakmarkanir bundnar við 50 manns á standandi viðburðum. Leiðir þetta í ljós að það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir menntaskólaböllum eða öðrum viðburðum tengdum menntaskólalífi, þrátt fyrir það að allmargir menntskælingar, ég þar með talinn, létu mikið fyrir sér fara hvað þessi málefni varðar nú í haust. Stjórnvöldum yfirsást að huga að hagsmunum framhaldsskólanema og virtu að vettugi þá staðreynd að félagslíf í öllum menntaskólum landsins hefur verið í skötulíki undanfarin tvö ár. Undanfarna mánuði hafa nemendur þurft að bera grímur í tímum og öll samvera á skólatíma verið mjög takmörkuð. Við í stjórn Framtíðarinnar, málfunda- og nemendafélags MR, ætluðum okkur að halda okkar fyrsta ball um miðjan febrúarmánuð og þó að við værum ekki of bjartsýn um að það yrði hægt bjuggumst við ekki við slíkri hunsun frá yfirvöldum. Nemendur og stjórnendur annarra nemendafélaga hafa nú þegar gert sínar skoðanir opinberar varðandi nýsamþykktar afléttingar og eiga það sammerkt að þykja þær ósanngjarnar í garð menntaskólanema. Meginþorra menntskælinga er tiltölulega sama um sitjandi viðburði eins og sinfóníuog/eða Bubbatónleika í Hörpu. Þeir völdu flestir framhaldsskóla að stórum hluta til út frá félagslífinu sem í skólunum ríkir. Þessi þrjú ár áttu jú að vera með þeim skemmtilegustu í okkar lífi. Hvað er MR án félagslífs annað en þungt nám í gömlum húsakynnum? Framhaldsskólanemum finnst fram hjá sér gengið og þeir virtir að vettugi af stjórnvöldum. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir okkur? Höfundur er forseti nemendafélagsins Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir biðu spenntir eftir tilkynningum stjórnvalda um nýja reglugerð um samkomutakmarkanir. Mýgrútur þingmanna hafði hoppað í fjölmiðla og sagt frá sínum skoðunum á málinu og bjuggust flestir við einhverjum afléttingum á öllum sviðum mannlífs og vonuðum við flest eftir því að við myndum brátt fá að sjá glitta í okkar venjulega líf handan við sjóndeildarhringinn. Menntskælingar biðu allir spenntir eftir því að félagslífið yrði venjulegt og aftur væri hægt að sækja á böll og aðra viðburði tengda félagslífinu. Framhaldsskólanemum var því illa brugðið þegar við sáum að í næsta mánuði verðafjöldatakmarkanir bundnar við 50 manns á standandi viðburðum. Leiðir þetta í ljós að það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir menntaskólaböllum eða öðrum viðburðum tengdum menntaskólalífi, þrátt fyrir það að allmargir menntskælingar, ég þar með talinn, létu mikið fyrir sér fara hvað þessi málefni varðar nú í haust. Stjórnvöldum yfirsást að huga að hagsmunum framhaldsskólanema og virtu að vettugi þá staðreynd að félagslíf í öllum menntaskólum landsins hefur verið í skötulíki undanfarin tvö ár. Undanfarna mánuði hafa nemendur þurft að bera grímur í tímum og öll samvera á skólatíma verið mjög takmörkuð. Við í stjórn Framtíðarinnar, málfunda- og nemendafélags MR, ætluðum okkur að halda okkar fyrsta ball um miðjan febrúarmánuð og þó að við værum ekki of bjartsýn um að það yrði hægt bjuggumst við ekki við slíkri hunsun frá yfirvöldum. Nemendur og stjórnendur annarra nemendafélaga hafa nú þegar gert sínar skoðanir opinberar varðandi nýsamþykktar afléttingar og eiga það sammerkt að þykja þær ósanngjarnar í garð menntaskólanema. Meginþorra menntskælinga er tiltölulega sama um sitjandi viðburði eins og sinfóníuog/eða Bubbatónleika í Hörpu. Þeir völdu flestir framhaldsskóla að stórum hluta til út frá félagslífinu sem í skólunum ríkir. Þessi þrjú ár áttu jú að vera með þeim skemmtilegustu í okkar lífi. Hvað er MR án félagslífs annað en þungt nám í gömlum húsakynnum? Framhaldsskólanemum finnst fram hjá sér gengið og þeir virtir að vettugi af stjórnvöldum. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir okkur? Höfundur er forseti nemendafélagsins Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun