Opna fjöldahjálparstöð í kjölfar lokunar Súðavíkurhlíðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 18:06 Búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar. Myndin er úr safni. Lögreglan á Vestfjörðum Sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi hefur tekið ákvörðun um að opna fjöldahjálparstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar vegna lokunar Súðavíkurhlíðar, sem var lokað fyrr í dag vegna snjóflóðahættu. Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs. Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs.
Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42
Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44