Íbúðamarkaður með krónískan háþrýsting Halldór Kári Sigurðarson skrifar 31. janúar 2022 08:00 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Framboðsskorturinn heldur áfram að aukast en það voru aðeins 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar sem er 20% minna en í byrjun desember skv. mánaðarskýrslu HMS. Þá seldust 44% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og því ljóst að ekkert lát er á eftirspurnarþrýstingnum á markaðnum. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Kapphlaup kaupenda um íbúðir, lágvaxtaumhverfi og ásókn lánastofnana í áhættulítil útlán í heimsfaraldrinum hefur allt ýtt undir aukin útlán. Frá því að veiran kom til landsins hafa hrein ný útlán til heimilanna verið um 23 ma.kr. í meðalmánuðinum en það er 44% meira en að meðaltali frá 2016. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Sé litið á þróun skulda heimilanna má sjá að þær hafa farið úr 75% af landsframleiðslu í byrjun árs 2020 upp í 85% á síðari hluta 2021. Skuldahlutfallið er hins vegar enn þá með lægra móti í sögulegu samhengi. Þá er einnig áhugavert að sjá að óverðtryggð lán eru orðin nánast jafn stór hluti af skuldum heimilanna og verðtryggð lán. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Framboðsskortur og gott aðgengi að lánsfé á lágum vöxtum hefur líkt og fyrr segir skapað mikinn verðhækkanaþrýsting á íbúðamarkaðnum. Húsnæðisliðurinn hefur því skapað verðbólguþrýsting sem hefur leitt til vaxtahækkana. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 17. nóvember sl. og þá hækkað peningastefnunefnd meginvexti bankans úr 1,5% upp í 2% en þá stóð verðbólgan aðeins í 4,5%. Nú er verbólgan hins vegar komin upp í 5,7% og því verður áhugavert að sjá hvað peningastefnunefnd tekur til bragðs núna 9. febrúar þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin. Greiningardeild Húsaskjóls telur að meginvextir bankans verði hækkaðir upp í 2,75%. Verði það að veruleika er ljóst að það mun draga úr getu kaupenda á húsnæðismarkaði til að auka skuldsetningu sína og kæla markaðinn. Þrátt fyrir að vaxtahækkanir séu framundan telur undirritaður að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka um 0,8-1,3% á mánuði næstu mánuði einfaldlega vegna þess hve mikill framboðsskorturinn er. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Neytendur Halldór Kári Sigurðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Framboðsskorturinn heldur áfram að aukast en það voru aðeins 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar sem er 20% minna en í byrjun desember skv. mánaðarskýrslu HMS. Þá seldust 44% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og því ljóst að ekkert lát er á eftirspurnarþrýstingnum á markaðnum. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Kapphlaup kaupenda um íbúðir, lágvaxtaumhverfi og ásókn lánastofnana í áhættulítil útlán í heimsfaraldrinum hefur allt ýtt undir aukin útlán. Frá því að veiran kom til landsins hafa hrein ný útlán til heimilanna verið um 23 ma.kr. í meðalmánuðinum en það er 44% meira en að meðaltali frá 2016. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Sé litið á þróun skulda heimilanna má sjá að þær hafa farið úr 75% af landsframleiðslu í byrjun árs 2020 upp í 85% á síðari hluta 2021. Skuldahlutfallið er hins vegar enn þá með lægra móti í sögulegu samhengi. Þá er einnig áhugavert að sjá að óverðtryggð lán eru orðin nánast jafn stór hluti af skuldum heimilanna og verðtryggð lán. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Framboðsskortur og gott aðgengi að lánsfé á lágum vöxtum hefur líkt og fyrr segir skapað mikinn verðhækkanaþrýsting á íbúðamarkaðnum. Húsnæðisliðurinn hefur því skapað verðbólguþrýsting sem hefur leitt til vaxtahækkana. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 17. nóvember sl. og þá hækkað peningastefnunefnd meginvexti bankans úr 1,5% upp í 2% en þá stóð verðbólgan aðeins í 4,5%. Nú er verbólgan hins vegar komin upp í 5,7% og því verður áhugavert að sjá hvað peningastefnunefnd tekur til bragðs núna 9. febrúar þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin. Greiningardeild Húsaskjóls telur að meginvextir bankans verði hækkaðir upp í 2,75%. Verði það að veruleika er ljóst að það mun draga úr getu kaupenda á húsnæðismarkaði til að auka skuldsetningu sína og kæla markaðinn. Þrátt fyrir að vaxtahækkanir séu framundan telur undirritaður að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka um 0,8-1,3% á mánuði næstu mánuði einfaldlega vegna þess hve mikill framboðsskorturinn er. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar