Saumaði kjól úr leðri sem hún tók úr bílsætunum á fyrsta bílnum sínum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. janúar 2022 15:30 Valgerður Anna Einarsdóttir klæðist hér sögulega bílakjólnum sem hún hannaði. Instagram @valgerdurannae Lífskúnstnerinn Valgerður Anna Einarsdóttir, jafnan þekkt sem Vala, átti sama bílinn í tólf ár og myndaði gott og traust samband við farartækið á þeim tíma. Þegar að bíllinn gaf upp öndina átti Vala erfitt með að kveðja og fann ansi frumlega leið til þess að halda hluta af honum í sínu lífi. „Ég hef átt sama bílinn í 12 ár, síðan ég fékk bílpróf 17 ára. Perluhvíta Hyundai Sonötu frá árinu 2000, sem ég kallaði Sleðinn. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að bílinn hafi verið eins og Herbie eða Lightning McQueen. Þvílíkur karakter,” segir Vala. View this post on Instagram A post shared by vala (@valgerdurannae) Sjötta skilningarvitið sem virkaði sem bensínmælir Þrátt fyrir að bíllinn væri farinn að syngja sitt síðasta gerði Vala sitt besta til að gefast ekki upp á honum. „Það virkaði ekkert í honum, hann hékk saman á lyginni einni. Besta var að bensín mælirinn virkaði ekki þannig ég var búin að tileinka mér sjötta skilningarvitið til að átta mig á hvenær ég þurfti að taka bensín. Ég var búin að láta laga hann svo oft, pabbi hafði meira segja pantað nýja vélar grind undir hann einu sinni en hann var aldrei nógu bilaður til að fara á haugana, ekki það að ég vildi það. Ég gat dedúað endalaust við bílinn, keypti hvítt lakk til að stoppa í ryðgöt með eyrnapinna, spreyjaði hjólkoppana og setti alltaf augnhár á hann á sumrin til að gera hann extra sætan.” Sleðinn kominn með augnhár.Aðsend Örlagarík skoðun „Í júlí 2021 fór ég með hann í skoðun og ég hugsaði „minn maður flýgur í gegnum skoðun, hann er ótrúlegur, ekkert bítur á Sleðanum“. Mér til mikillar undrunar var mér tilkynnt að Sleðinn hafi fengið „Notkun bönnuð“ miða og ég mætti ekki einu sinni keyra heim frá skoðunarstöðinni. Hjólabitinn að aftan var nefnilega ryðgaður í sundur og tímaspursmál hvenær afturdekkið færi af bílnum í heilu lagi.” Skiljanlega var þessi niðurstaða átakanleg fyrir Völu en hún dó þó ekki ráðalaus. „Ég fór auðvitað að grenja, þvílík tímamót í lífi einnar konu. En ég byrjaði strax að hugsa hvernig ég gæti gert Sleðann ódauðlegan, hvort að ég gæti átt bílinn samþjappaðan sem stofuborð heima hjá mér eða hvort að ég gæti hengt speglana upp sem einhvern gjörning. Framsætin voru alveg búin þegar hann fór á haugana en aftur í var stórkostlegt óslitið grátt leður.” Við þessa athugun fékk hún mikla hugljómun. „Ég auðvitað rykkti afturbekknum úr bílnum, tók höfuðpúðana og sætisbeltin áður en hann var dreginn í burtu. Sleðinn átti að verða að leðurkjól.” Innihald aftursætisins sem átti eftir að verða að leðurkjól.Aðsend Ekkert grín að sauma aðsniðinn kjól úr leðurbútum bílsætis Vala segir hönnunarferlið ekki hafa verið auðvelt og jafnvel erfiðara en hún hafði gert sér í hugarlund. „Ég lærði að sauma í textílmennt í grunnskóla og ég er alveg ágæt í að sauma en að sauma aðsniðin kjól úr leðurbútum og láta allt virka er ekkert grín. Ég þurfti að kaupa sérstaka leðurnál í saumavélina og Tetris raða leðurbútum saman þannig að það hentaði mínum líkama. Ég átti ekkert auka efni þannig ef ég klippti eitthvað vitlaust þá varð bara að hafa það. Blessunarlega er Auður vinkona mín búningahönnuður sem hjálpaði mér að gera sniðsaumana undir lokin og svo saumaði ég tösku í stíl úr sætisbeltunum.” Bílsætis leðurkjóllinn í ferli.Aðsend Það galnasta og besta Það hlýtur að teljast einstakt að klæðast kjól úr leðri bílsæta og því er ólíklegt að Vala rekist á aðra í svipaðri flík. „Ég hef gert mikið af fötum og ég var spurð hvort að þessi kjóll væri flottari en eitthvað annað sem ég hef gert og svarið er bara „þetta er Sleðinn“. Þetta er kjóll sem ég saumaði úr leðri sem ég tók af bílsætunum á fyrsta bílnum mínum. Þetta er það galnasta og besta sem mér hefur dottið í hug,” segir þessi úrræðagóða unga kona að lokum. Tíska og hönnun Bílar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þegar að bíllinn gaf upp öndina átti Vala erfitt með að kveðja og fann ansi frumlega leið til þess að halda hluta af honum í sínu lífi. „Ég hef átt sama bílinn í 12 ár, síðan ég fékk bílpróf 17 ára. Perluhvíta Hyundai Sonötu frá árinu 2000, sem ég kallaði Sleðinn. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að bílinn hafi verið eins og Herbie eða Lightning McQueen. Þvílíkur karakter,” segir Vala. View this post on Instagram A post shared by vala (@valgerdurannae) Sjötta skilningarvitið sem virkaði sem bensínmælir Þrátt fyrir að bíllinn væri farinn að syngja sitt síðasta gerði Vala sitt besta til að gefast ekki upp á honum. „Það virkaði ekkert í honum, hann hékk saman á lyginni einni. Besta var að bensín mælirinn virkaði ekki þannig ég var búin að tileinka mér sjötta skilningarvitið til að átta mig á hvenær ég þurfti að taka bensín. Ég var búin að láta laga hann svo oft, pabbi hafði meira segja pantað nýja vélar grind undir hann einu sinni en hann var aldrei nógu bilaður til að fara á haugana, ekki það að ég vildi það. Ég gat dedúað endalaust við bílinn, keypti hvítt lakk til að stoppa í ryðgöt með eyrnapinna, spreyjaði hjólkoppana og setti alltaf augnhár á hann á sumrin til að gera hann extra sætan.” Sleðinn kominn með augnhár.Aðsend Örlagarík skoðun „Í júlí 2021 fór ég með hann í skoðun og ég hugsaði „minn maður flýgur í gegnum skoðun, hann er ótrúlegur, ekkert bítur á Sleðanum“. Mér til mikillar undrunar var mér tilkynnt að Sleðinn hafi fengið „Notkun bönnuð“ miða og ég mætti ekki einu sinni keyra heim frá skoðunarstöðinni. Hjólabitinn að aftan var nefnilega ryðgaður í sundur og tímaspursmál hvenær afturdekkið færi af bílnum í heilu lagi.” Skiljanlega var þessi niðurstaða átakanleg fyrir Völu en hún dó þó ekki ráðalaus. „Ég fór auðvitað að grenja, þvílík tímamót í lífi einnar konu. En ég byrjaði strax að hugsa hvernig ég gæti gert Sleðann ódauðlegan, hvort að ég gæti átt bílinn samþjappaðan sem stofuborð heima hjá mér eða hvort að ég gæti hengt speglana upp sem einhvern gjörning. Framsætin voru alveg búin þegar hann fór á haugana en aftur í var stórkostlegt óslitið grátt leður.” Við þessa athugun fékk hún mikla hugljómun. „Ég auðvitað rykkti afturbekknum úr bílnum, tók höfuðpúðana og sætisbeltin áður en hann var dreginn í burtu. Sleðinn átti að verða að leðurkjól.” Innihald aftursætisins sem átti eftir að verða að leðurkjól.Aðsend Ekkert grín að sauma aðsniðinn kjól úr leðurbútum bílsætis Vala segir hönnunarferlið ekki hafa verið auðvelt og jafnvel erfiðara en hún hafði gert sér í hugarlund. „Ég lærði að sauma í textílmennt í grunnskóla og ég er alveg ágæt í að sauma en að sauma aðsniðin kjól úr leðurbútum og láta allt virka er ekkert grín. Ég þurfti að kaupa sérstaka leðurnál í saumavélina og Tetris raða leðurbútum saman þannig að það hentaði mínum líkama. Ég átti ekkert auka efni þannig ef ég klippti eitthvað vitlaust þá varð bara að hafa það. Blessunarlega er Auður vinkona mín búningahönnuður sem hjálpaði mér að gera sniðsaumana undir lokin og svo saumaði ég tösku í stíl úr sætisbeltunum.” Bílsætis leðurkjóllinn í ferli.Aðsend Það galnasta og besta Það hlýtur að teljast einstakt að klæðast kjól úr leðri bílsæta og því er ólíklegt að Vala rekist á aðra í svipaðri flík. „Ég hef gert mikið af fötum og ég var spurð hvort að þessi kjóll væri flottari en eitthvað annað sem ég hef gert og svarið er bara „þetta er Sleðinn“. Þetta er kjóll sem ég saumaði úr leðri sem ég tók af bílsætunum á fyrsta bílnum mínum. Þetta er það galnasta og besta sem mér hefur dottið í hug,” segir þessi úrræðagóða unga kona að lokum.
Tíska og hönnun Bílar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira