Móðir Arbery segir samkomulag við morð-feðgana vera svik Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 18:57 Wanda Cooper-Jones, móðir Ahmaud Arbery, við uppkvaðningu dóms þann 7. janúar síðastliðinn. Getty/Morton-Pool Saksóknari hefur boðið feðgunum Greg og Travis McMichael að gera samkomulag sem felst í því að þeir feðgar gætu komist hjá frekari réttarhöldum. Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00