New York Times kaupir orðaleikinn vinsæla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2022 22:05 Orðaleikurinn Wordle hefur slegið í gegn undanfarin misseri. Photo by Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Bandaríska stórblaðið New York Times hefur keypt orðaleikinn Wordle, sem slegið hefur í gegn í netheimum undanfarin misseri. Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins þar sem segir að kaupverðið sé „lág sjö talna upphæð,“ sem þýðir að orðaleikurinn var keyptur á minnst eina milljón dollara, eða um 130 milljónir íslenskra króna. Bandaríski hugbúnaðarverkfræðingurinn Josh Wardle hannaði leikinn og gaf hann út í október. Athygli hefur vakið að leikurinn er hýstur á mjög einfaldri síða, án allra auglýsinga. Leikurinn snýst um það að finna fimm stafa orð dagsins og hafa notendur alls sex tilraunir til þess. Fá notendur vísbendingar um hvort þeir hafi giskað á rétta stafi eða staðsetningu þeirra. Samkvæmt tilkynningu New York Times eru notendur leiksins yfir milljón talsins Þar kemur einnig fram að í það minnsta fyrst um sinn verði leikurinn ókeypis og opinn fyrir nýja sem reynslumeiri notendur. Í yfirlýsingu frá hönnuði leiksins segist hann hæstánægður með að hafa samið við New York Times um að blaðið myndi kaupa leikinn. Segir hann að leikurinn verði enn opinn og ókeypis eftir að hann verði færður yfir á vef New York Times. An update on Wordle pic.twitter.com/TmHd0AIRLX— Josh Wardle (@powerlanguish) January 31, 2022 Markmiðið með kaupunum er að sögn Times að komast nær markmiði blaðsins um að næla sér í tíu milljón áskrifendur fyrir árið 2025. Áskrifendur að blaðinu, veffjölmiðli og hinum ýmsu undirsíðum í eigu félagsins eru nú um 8,4 milljónir. New York Times hefur vaxið töluvert að undanförnu, ekki síst með kaupum á samkeppnisaðilum og öðrum fjölmiðlum, nú síðast í janúar þegar blaðið keypti íþróttamiðilinn The Athletic fyrir háar fjárhæðir. Fjölmiðlar Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins þar sem segir að kaupverðið sé „lág sjö talna upphæð,“ sem þýðir að orðaleikurinn var keyptur á minnst eina milljón dollara, eða um 130 milljónir íslenskra króna. Bandaríski hugbúnaðarverkfræðingurinn Josh Wardle hannaði leikinn og gaf hann út í október. Athygli hefur vakið að leikurinn er hýstur á mjög einfaldri síða, án allra auglýsinga. Leikurinn snýst um það að finna fimm stafa orð dagsins og hafa notendur alls sex tilraunir til þess. Fá notendur vísbendingar um hvort þeir hafi giskað á rétta stafi eða staðsetningu þeirra. Samkvæmt tilkynningu New York Times eru notendur leiksins yfir milljón talsins Þar kemur einnig fram að í það minnsta fyrst um sinn verði leikurinn ókeypis og opinn fyrir nýja sem reynslumeiri notendur. Í yfirlýsingu frá hönnuði leiksins segist hann hæstánægður með að hafa samið við New York Times um að blaðið myndi kaupa leikinn. Segir hann að leikurinn verði enn opinn og ókeypis eftir að hann verði færður yfir á vef New York Times. An update on Wordle pic.twitter.com/TmHd0AIRLX— Josh Wardle (@powerlanguish) January 31, 2022 Markmiðið með kaupunum er að sögn Times að komast nær markmiði blaðsins um að næla sér í tíu milljón áskrifendur fyrir árið 2025. Áskrifendur að blaðinu, veffjölmiðli og hinum ýmsu undirsíðum í eigu félagsins eru nú um 8,4 milljónir. New York Times hefur vaxið töluvert að undanförnu, ekki síst með kaupum á samkeppnisaðilum og öðrum fjölmiðlum, nú síðast í janúar þegar blaðið keypti íþróttamiðilinn The Athletic fyrir háar fjárhæðir.
Fjölmiðlar Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira