Emma Raducanu: Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 10:31 Emma Raducanu hefur ekki alveg náð að fylgja eftir sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu. EPA-EFE/JAMES GOURLEY Emma Raducanu sló óvænt í gegn aðeins átján ára gömul þegar hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis í fyrra og varð um leið á augabragði ein stærsta íþróttastjarna Breta. Nú er hún að kynnast óhugnanlegu hliðum frægðarinnar. Nú er það orðið opinbert að 35 ára gamall maður hafi ofsótt Emmu í þrígang í lok síðasta árs. Hún segist ekki lengur vera örugg heima hjá sér. Amrit Magar hefur þegar verið dæmdur sekur en hann á eftir að fá refsingu. "I am constantly looking over my shoulder. I feel on edge and worried this could happen again. I don t feel safe in my own home."A 35-year-old man has been found guilty of stalking Emma Raducanu.— TENNIS (@Tennis) January 31, 2022 „Ég hef áhyggjur af því að fara út sérstaklega ef ég er ein. Það er búið að taka frelsið frá mér og ég er alltaf að horfa yfir öxlina á mér. Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér lengur,“ sagði Emma Raducanu í réttarsalnum en breskir miðlar segja frá. „Ég vil flytja í nýtt hús með betra öryggiskerfi af því að ég hef áhyggjur af því að hann komi aftur. Hann veit hvar ég á heima,“ sagði Emma. 23. nóvember þóttist Magar að vera sendill og kom með blóm til hennar með korti þar sem stóð að Raducanu ætti ást skilið. Viku seinna skildi Magar eftir kort í póstkassanum þar sem kom fram leiðin frá hans heimili til heimili Emmu. Man found guilty of stalking British number one Emma Raducanu https://t.co/F8kBU2l07W— BBC News (World) (@BBCWorld) January 29, 2022 Tveimur dögum síðar skreytti hann síðan tré í garði fjölskyldunnar með jólaljósum. Hann sá síðan opnar dyr og stal skóm föður hennar. Faðir Emmu tók eftir honum í öryggiskerfinu og rak hann í burtu um leið og hann hringdi á lögregluna. Lögreglan kom og handtók þennan 35 ára gamla mann og hann var með skóna í pokanum sínum. Hann sagðist hafa viljað taka með sér minjagrip og hélt að Emma ætti þessa skó. Magar sagði fyrir dómara að hann skammaði sín fyrir þetta þegar hann frétti að hann hefði með þessu komu Emmu í uppnám. Tennis Bretland Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Nú er það orðið opinbert að 35 ára gamall maður hafi ofsótt Emmu í þrígang í lok síðasta árs. Hún segist ekki lengur vera örugg heima hjá sér. Amrit Magar hefur þegar verið dæmdur sekur en hann á eftir að fá refsingu. "I am constantly looking over my shoulder. I feel on edge and worried this could happen again. I don t feel safe in my own home."A 35-year-old man has been found guilty of stalking Emma Raducanu.— TENNIS (@Tennis) January 31, 2022 „Ég hef áhyggjur af því að fara út sérstaklega ef ég er ein. Það er búið að taka frelsið frá mér og ég er alltaf að horfa yfir öxlina á mér. Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér lengur,“ sagði Emma Raducanu í réttarsalnum en breskir miðlar segja frá. „Ég vil flytja í nýtt hús með betra öryggiskerfi af því að ég hef áhyggjur af því að hann komi aftur. Hann veit hvar ég á heima,“ sagði Emma. 23. nóvember þóttist Magar að vera sendill og kom með blóm til hennar með korti þar sem stóð að Raducanu ætti ást skilið. Viku seinna skildi Magar eftir kort í póstkassanum þar sem kom fram leiðin frá hans heimili til heimili Emmu. Man found guilty of stalking British number one Emma Raducanu https://t.co/F8kBU2l07W— BBC News (World) (@BBCWorld) January 29, 2022 Tveimur dögum síðar skreytti hann síðan tré í garði fjölskyldunnar með jólaljósum. Hann sá síðan opnar dyr og stal skóm föður hennar. Faðir Emmu tók eftir honum í öryggiskerfinu og rak hann í burtu um leið og hann hringdi á lögregluna. Lögreglan kom og handtók þennan 35 ára gamla mann og hann var með skóna í pokanum sínum. Hann sagðist hafa viljað taka með sér minjagrip og hélt að Emma ætti þessa skó. Magar sagði fyrir dómara að hann skammaði sín fyrir þetta þegar hann frétti að hann hefði með þessu komu Emmu í uppnám.
Tennis Bretland Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira