Ósannindi um íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 2. febrúar 2022 10:30 Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir. Framkvæmdaleyfi rafmagnslína Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar. Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í af algjörri vankunnáttu. Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna. Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð. Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi. Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016. Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út. Uppbygging í Hafnarfirði Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár. Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum. Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun